6.8.2007 | 20:30
unnusti, unnusta!?
Nú veit ég auðvitað ekkert hvort þetta er orðað svo að vandlega athuguðu máli hjá fréttastofu Sjónvarps, eða eftir upplýsingum yfirvalda á Keflavíkurflugvelli, en það hljómar nú ankannanlega svo ekki sé meira sagt, að stúlkubarn rétt búin að ná sextánda árinu, sé eða eigi sér unnusta!
Samkvæmt gamalli meiningu þessa orðs, merkir það hygg ég nú að viðkomandi sé heitbundin, trúlof(uð)aður öðrum, eða par sé trúlofað!
Í annars öllum alvarleika þessa máls, þá finnst manni það nú ólíklegt og svolítið skrýtið að það sé tekið fram. En ég ítreka, það er auðvitað ekki ómögulegt.
Að öðru leiti er þetta svo enn eitt dæmið um hve fíkniefnainnflutningur virðist algengur og það í þessu gífurlega magni!
Samkvæmt gamalli meiningu þessa orðs, merkir það hygg ég nú að viðkomandi sé heitbundin, trúlof(uð)aður öðrum, eða par sé trúlofað!
Í annars öllum alvarleika þessa máls, þá finnst manni það nú ólíklegt og svolítið skrýtið að það sé tekið fram. En ég ítreka, það er auðvitað ekki ómögulegt.
Að öðru leiti er þetta svo enn eitt dæmið um hve fíkniefnainnflutningur virðist algengur og það í þessu gífurlega magni!
Sextán ára stúlka tekin fyrir kókaínsmygl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef svo er þó málið, að þau séu trúlofuð - hefðirðu þá frekar viljað að þau væru kölluð sambýlisfólk?
Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 6.8.2007 kl. 21:10
Málið snýst ekkert um hvað ég vildi að sagt væri, var að furða mig á að þetta hugtak væri yfir höfuð notað, einfaldlega hljómaði ótrúlega að 16 ára barn hefði bundist heiti við sér mun eldri mann og við þessar aðstæður!
Magnús Geir Guðmundsson, 6.8.2007 kl. 21:55
Vá hvað menn eru úr takt við umheiminn ef þeir hafa aldrei heyrt um það að 16 ára stúlkur trúlofist eldri mönnum. Reyndar er þetta svoldið mikill munur en satt best að segja finnst mér ekkert að því. Amma byrjaði nú með afa þegar hún var 16 ára og hann var þá 28 ára... þannig að þetta er nú ekkert eins dæmi... tíðkaðist mjög hérna á árum áður... af hverju ætti það að hafa breyst?
Merkilegt að þú skulir vera svona hissa á þessu...
Frelsisson (IP-tala skráð) 6.8.2007 kl. 22:01
Nafni..
Ef að þú myndir leyfa 16 ára dóttur þinni að heitbindast manni sem væri henni 12 árum eldri, þá bið ég þig vinsamlegast um að eignast ekki börn, eða allaveganna endurskoða þetta.
Alls ekki heilbrigt.
Ólafur N. Sigurðsson, 6.8.2007 kl. 22:18
Nú er ég 6 árum eldri en konan mín. Er það í lagi?
Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 6.8.2007 kl. 22:21
Ég meinti þetta síðasta til herra Sigurðssonar, ekki Meistarans.
Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 6.8.2007 kl. 22:23
Ósköp gengur sumum ílla sem hingað villast inn, að skilja það sem þeir lesa, nema að þeir vilji ekki skilja það!?
EF þú Bragi hefur ekki bara lesið moggafréttina, heldur líka heyrt/séð hana á RÚV í kvöld, þá værir þú ekki að vaða um og velta upp vitlausri spurningu eins og hvort það sé ekki í lagi að þú sért sex árum eldri en eiginkona þín! Hér er málið einfalt, í þeim annars flókna heimi og ljóta sem það birtist í! rétt sextán ára stúlka er í slagtogi við 28 ára gamlan mann, sem upplýst er að á sér afbrotaferil að baki, við að reyna að smygla hálfu kg. af kókaini til landsins. Í fréttinni er það einhverra hluta vegna tekið fram að maðurinn sé unnusti hennar. Mér finnst það einfaldlega mjög sérstakt og harla ósennilegt í ljósi aðstæðna, sá er punktur minn, ekki hvað sé svo annars um það að segja, ef fólk á þessum aldri, 16 eða 28, dragi sig saman, það er önnur u umræða Ólafur H. og Bragi, en að 16 ára venjuleg stelpa og 28 ára venjulegur maður ákveði já að trúlofast, er nú ekki algengt núorðið, svo mikið er víst!
Magnús Geir Guðmundsson, 6.8.2007 kl. 23:09
Inga Brá!
Það er augljóst að stúlkan vissi hvað hún var að gera, eitrinu komið fyrir í endaþarmi hennar í smokkum, líkt og á manninum, samkvæmt fréttinni. ERfitt að ímynda sér að hægt væri að gera slíkt án vitneskju viðkomandi, án þess þó að ég viti annars neitt um slíka framkvæmd!
En aldur stúlkunnar skiptir víst máli, hún er í skilningi laga ósjálfráða barn og ég endurtek, málið snýst ekki um hvort ástarsamband geti ekki gengið upp hjá svo annars ungri stúlku við sér mun eldri mann, heldur hvort í þessu ömurlega dæmi, það sé raunhæft eða trúverðugt, jafnvel ´tilhlýðilegt, í fréttaumfjöllum sem þessari.
Magnús Geir Guðmundsson, 7.8.2007 kl. 00:27
Skorrdal!
Hér hefur engin haldið því fram að stúlkan sé ekki sakhæf, umræðan er bara ekkert um það, svo þú skalt spara þér umvandanir og líta í eigin barm, lesa betur áður en þú ríður fram á ritvöllinn!
Magnús Geir Guðmundsson, 7.8.2007 kl. 01:58
Mér finnst aðallega erfitt að skilja hvað 16 og 28 ára einstaklingar geti átt sameiginlegt til að byggja samband á. Þau ættu að vera á mjöög ólíkum stöðum í lífinu. Í mínu sambandi er 6 ára aldursmunur og það er nóg til þess að ég hafi fundið óþægilega fyrir þessum mun, sérstaklega þegar ég var 18 og hann 24 ára. Samt erum við á svipuðum stað í lífinu.
Það er rétt að unnusti/unnusta þýðir að trúlofun hafi átt sér stað sem þýðir að þau hafi lofað að giftast hvoru öðru. Hvernig getur maður tekið svo stóra ákvörðun þegar maður er 16 ára???
Jóna (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 09:20
Magnus,
Eg er svo innilega sammála tér í sambandi vid notkun ordanna unnusti/unnusta. Tad fer alltaf hrikalega í taugarnar á mér tegar tau eru notud i rangri merkingu. Tó ég viti ekkert um tetta fólk sem hér um rædir tá hef ég oft séd ad tessi ord eru notud um par sem er "bara" kærustupar. Tad væri mjog leidinlegt ef tetta heldur áfram svo ad ordin glati týdingu sinni.
Tinna (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 09:52
Jóna, Tinna og Berglind, þið náið vel utan um hvað ég var að tala um. Þið gerið ekki aukatriðin að aðalatriðunum og þakka ég ykkur fyrir það! SVo má hins vegar alveg velta hinu fyrir sér sem þið sum gerið hér, hversu heppilegt eða óheppilegt sé að mikill aldursmunur sé í samböndum! Almennt séð held ég bara að það fari eftir þroska og öðrum aðstæðum viðkomandi, hversu vel þeim gengur að láta sambandið vaxa og dafna og eins og í öllu öðru, hversu vel gengur að vinna saman og leysa hugsanleg vandamál þegar og ef þau koma upp.
Var annars heldur hastur við Ólaf Skorrdal, út af fyrir sig rétt hjá honum að fólk þarf að þekkja sín umfjöllunarefni sæmilega áður en það tjáir sig, en aðfinnsla um lsíkt átti bara ekki við í þessu tilfelli.
Magnús Geir Guðmundsson, 7.8.2007 kl. 11:03
Sæl aftur Inga Brá! (fallegt nafn)
Maður á aldrei að trúa öllu sem maður les, það geri ég aldrei!
En það virðist ljóst að stelpugreyið var með helmingin af eitrinu í sínum afturenda, samkvæmt þeim upplýsingum sem fréttastofa Útvarps sagðist hafa og greindi frá í hádeginu.
Annars eins og allt svona, mjög sorglegt og ekki síst að þessi stúlka virðist vera yngsti smyglari í Íslandssögunni! Það eitt út af fyrir sig er mjög umhugsunarvert, að þróunin geti verið í þessa átt, börn notuð eða standi sjálfviljug í slíkum glæpum!
Magnús Geir Guðmundsson, 7.8.2007 kl. 16:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.