Einelti á Veðurstofu Íslands!

Mér brá óneitanlega í gær þegar þessi fregn um alvarlegt einelti á Veðurstofu Íslands birtist í Sjónvarpinu! Ekki síst vegna þess, að þarna gekk fram fyrir skjöldu Ásdís Auðunsdóttir, sem ég í hreinskilni sagt hef haft miklar mætur á sem veðurfréttamanni, fundist hún alltaf sérlega aðlaðandi og fáguð stúlka með sínu svolítið dulúðugu yfirbragði! Sagði hún semsagt sínar farir ekki sléttar, yfirmaður hennar, SViðstjóri lagt hana í einelti og nú hefði verið ákveðið að hún tæki sér árs leyfi, en héldi þó áfram veðurskýringum í Sjónvarpinu! Kom einnig fram hjá henni, að henni hefði ekki líkað viðbrögð Veðurstofustjóra, Magnúsar Jónssonar, hann ekki tekið nógu vel á málinu að hennar áliti.Gaf Magnús hins vegar ekki kost á viðtali, þannig að arlega skal farið í að álykta um allan þátt málsins. Hitt er ljóst og kom líka fram, að sex aðrir veðurfræðingar hefðu hrökklast burt úr starfi vegna sömu eða spipaðara ástæðna, eineltis og alls tólf starfsmenn hætt vegna óánægju á vinnustaðnum. Fullorðinseinelti! Einelti er slæmur hlutur, markar til að mynda djúp spor í sálir barna, eins og þjóðin hefur á undanförnum árum fengið að kynnast í gegnum þekkta einstaklinga á borð við Pál Óskar Hjálmtýsson, poppstjörnu með meiru og Stefán Karl Stefánsson leikara. Flestir muna væntanlega enn þjóðarátak sem Stefán m.a. átti stóran þátt í til vitundarvakningar m.a. með mikilli landssöfnun, sem farið var í til byggingar og reksturs á miðstöð og nú hýsir hygg ég Sjónarhól!? En einelti einskorðast semsagt ekki við bernskuna, hún á sér stað líka á fullorðinsárum, en er sem slík af sama meiði, einstaklingur verður fyrir neikvæðu og síendurteknu áreiti eða neikvæðum viðbrögðum í orði og/eða einhverslags athæfi, af hendi annars einstaklings eða fleiri! Fyrirbærið er því ekki einskorðað við barnæskuna, eins og margir halda og þeir sem verða fyrir einelti síðar á ævinni, geta ekki síður orðið fyrir miklum andlegum skaða! rétt eins og vinnustaður barnanna, skólinn, reynist oft vettvangur eineltis í æsku, rót þess sé oft þar að finna, þá eru eins og í þessu tilfelli hinir ýmsu vinnustaðir, vettvangurinn fyrir eineltið síðar á ævinni. Einhverra hluta vegna hefur hins vegar sú fyrra komist inn hjá sumum (og má jafnvel lesa slíkt á ónefndum bloggsvæðum) að opinberir vinnustaðir séu einkum og sér í lagi gróðrarstía eineltis! Hafa menn ekkert fyrir sér í því, nema hvað að staðreyndin er einfaldlega sú, að það vekur meiri athygli ef um opinbert fyrirtæki er að ræða og spyrst frekar þar að leiðandi meir út! Bara grátbroslegt ef menn trúa því í alvöru að það hafi eitthvað með rekstrarform að gera hvort einelti sé líklegra eða algengara á einum vinnustað en öðrum! En ef hægt væri að kafa ofan í kjölin á einelti hvað þetta varðar, kanna tíðni þess eða hversu algengt það væri eftir formi vinnustaða eða rekstrarforms, þá gæti vel verið að hið opinbera kæmi verst út, en þá væri nú einhverju öðru um að kenna en forminu, innihaldið, starfsmennirnir ættu þar sök á og þá ef til vill bara fyrir einhverja tilviljun!? Menn ættu því að sleppa slíkum hugmyndum, sem og þeim sem kviknað hafa líka í kjölfarið á þessum leiðindafregnum, að ríkið eigi nú ekkert að vera að standa í rekstri á Veðurstofunni, hún væri bara best komin í einkarekstri! EF menn halda slíkt í alvöru, þá hafa þeir hinir sömu ekki kynnt sér starfsemina til hlýtar og vaða í villu og svima!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það rétt til getið að þessi bloggari viti allt betur en allir aðrir, allavegana mætti halda það á srifum hans.

gunnþór (IP-tala skráð) 4.8.2007 kl. 19:02

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

"Hann veit allt sem engin veit um

upp á sínar tíu fingur"

Magnús Geir Guðmundsson, 4.8.2007 kl. 19:22

3 Smámynd: Jens Guð

  Magnús Geir veit margt.  Það get ég vottað eftir að hafa lesið skrif hans til fjölda ára.  Fyrst í Tímanum.  Síðan í Degi og núna á blogginu.  Og rætt við hann í síma nokkrum sinnum að auki. 

  Af lestri á blogginu www.meistarinn.blog.is verður margur lesandinn fróðari. 

Jens Guð, 4.8.2007 kl. 23:36

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ég þakka nú bara fróm orð félagi Jens og það sömuleiðis, hygg þig hins vegar vita mun meir og kannski lengra en nef þitt nær, eins og þú átt kyn til!

Nú svo hygg ég líka, að við munum eftir pönksveit þar sem maður með nafninu hér að ofan var meðlimur. Skildi þetta vera hann?

Magnús Geir Guðmundsson, 5.8.2007 kl. 00:22

5 identicon

Maggi veit sínu viti og stundum mínu líka haha...

Björn Jónsson (IP-tala skráð) 5.8.2007 kl. 11:50

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sonur Bárðardals!

Hættu nú að halda að ég viti viti þínu, veit ekkert hvað þú veist né hef vit á því! SEm dæmi, veit ég ekkert hvað þú veist um nýju plöturnar með Mark Lanegan, Chris Cornell eða Dream Theater, nú eða hvernig frú þín lætur þig blanda baðvatnið sitt! En væri kannski alveg til í að vita þetta, sérstaklega "viskuna um vatnið" gæti hugsast að hún vildi fá mig í staðin í verkið hehe!

Þú átt annars að drífa þig sjálfur í "Bloggbrækurnar" að nýju, heimspekilegir blaðrarar ekki á hverju strái!

Magnús Geir Guðmundsson, 5.8.2007 kl. 12:36

7 identicon

Veit ekkert um nýjustu afurð Lanegan, Chris Cornell hefur sent frá sér slappa skífu en Dream Theatre menn sendu nýverið frá sér meistaraverk, sýna bestu til þessa.

Björn Jónsson (IP-tala skráð) 5.8.2007 kl. 13:59

8 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þar sem "Magnús Geir veit margt", getur hann ef til vill upplýst hvort óvísindaleg afstaða Veðurstofu Íslands tengist á einhvern hátt því einelti sem þar viðgengst. Á bloggi mínu hef ég fjallað nokkuð um þessa hlið veðurstofunnar og má finna þá umfjöllum hér: Global Warming is not due to human contribution of Carbon Dioxide

Loftur Altice Þorsteinsson, 5.8.2007 kl. 14:13

9 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þar sem "Magnús Geir veit margt", getur hann ef til vill upplýst hvort óvísindaleg afstaða Veðurstofu Íslands tengist á einhvern hátt því einelti sem þar viðgengst. Á bloggi mínu hef ég fjallað nokkuð um þessa hlið veðurstofunnar og má finna þá umfjöllum hér:

Global Warming is not due to human contribution of Carbon Dioxide

Loftur Altice Þorsteinsson, 5.8.2007 kl. 14:15

10 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Taka 3: afsakið !

Þar sem "Magnús Geir veit margt", getur hann ef til vill upplýst hvort óvísindaleg afstaða Veðurstofu Íslands tengist á einhvern hátt því einelti sem þar viðgengst. Á bloggi mínu hef ég fjallað nokkuð um þessa hlið veðurstofunnar og má finna þá umfjöllum hér:

Global Warming is not due to human contribution of Carbon Dioxide

Loftur Altice Þorsteinsson, 5.8.2007 kl. 14:18

11 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Blessaður aftur Bubbi!

Þú endurómar bara Kidda klúbbsfélaga þinn! Hann hafði nánast nákvæmlega sömu orð um CC og Dt.! ER hann að syngja jólapopp eða hvað? Og svo finnst mér það merkilegt hvað þið segið um Theatre, sveitin verið aldeilis lofuð fyrr!Nú man ég ekki alveg, en Kiddi var svo einmitt einhvern tíman um daginn að úthella gleðitárum yfir plötu með söngvaranum þéttvaxna Mark ásamt reyndar einhverjum öðrum, gekk bara út frá að þetta væri eitthvað fyrir þinn "litla plötuskáp"!

Fyrir utan að hafa orðið yfir mig hrifin af Mínus, þá er það nú bara fortíðin helst sem hefur riðið hér húsum með krafti! Eignaðist t.d. Mean Streak með Y&T og safn líka með þeim fyrir nokkru, sem er algjör sæla, auk Siogo með Blackfoot, sem mér finnst hafa elst alveg merkilega vel!Eitthvurt fleira drasl líka dottið inn!

Magnús Geir Guðmundsson, 5.8.2007 kl. 15:07

12 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Því miður Loftur, veit ekkert um "óvísindalega afstöðu Veðurstofunnar" og þar að leiðandi ekkert um hugsanleg tengsl við eitt eða annað!

Magnús Geir Guðmundsson, 5.8.2007 kl. 15:15

13 identicon

Hann er bara að syngja leiðinleg lög, ekki flóknara en það. Og varðandi DT þá er þarna komin plata sem hægt er aðhlusta á frá A-ö, en því hefur maður aldrei getað áður eða öllu heldur nennt áður með þá vel spilandi sveit.

Björn Jónsson (IP-tala skráð) 5.8.2007 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 218209

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband