Skemmtilega að orði komist!

Ég hef lengst af ævinnar, hlustað mikið á útvarp, sem barn til dæmis vanin á það af móður minni blessaðari, að hlusta alltaf á mörgunstund barnanna!
Hlusta nú orðið bara þegar tími og þolinmæði er til og þá mest á Rásir eitt og tvö auk Sögu stundum. Hef aldrei verið neinn aðdáandi Bylgjunnar, opna þó endrum og eins fyrir hana, líkt og ég gerði sem snöggvast fyrir hádegi í dag.
Þá var þar ónefndur útvarpsmaður að segja frá því, að ekki yrðu fleiri miðar á "Heimsfrumsýningu" Simpsonbiómyndarinnar, gefnir að sinni. Spjallaði svo aðeins meir um myndina og sagði svo þessa einstöku snilld:
"En semsagt, myndin verður heimsfrumsýnd víða um land...."!?
Já, stundukm er meira að segja hægt að skemmta sér við að hlusta á Bylgjuna!
SVo má bæta því við, að íþróttafréttamaður hjá RÚV, notaði orðalag um áframhaldandi veru sænska fótboltamannsins Slatans Ibrahimovich, hjá Inter Milan, sem ég hef ekki heyrt áður í slíku samhengi. Sagði eitthvað á þá leið, að liðið og leikmaðurinn hefðu náð áframhaldandi "kjarasamningi" Skemmtilegt!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband