17.7.2007 | 18:13
Þessa vildi ég frekar en "Rúllandi Steinahrúguna"!
Ef ég verð orðin "Millari" fyrir 42 ára afmælið, er nú "Milli" fyrir, þá gæti ég nú hugsað mér heilan helling að liði sem ég vildi láta troða upp í veislunni frekar en "Rúllandi steinahrúguna"!
Til dæmis:
Eric Clapton:
Með eða án hljómsveitar yrði hann fínn, fengi þó ekkert að spila af leiðindagripum á borð við August og Behind The Sun, bara sinn besta og flottasta BLÚS!
Annars hefur gítargoðið verið hér á fiskveiðum í "guðmávitahvaða" skipti, er engin virkilega að reyna fá mannin til að halda tónleika hér!?
B.B. King:
Væri heldur ekki seinna vænna, menn farnir að banna snillingnum að fljúga einum, þótt hann sé eilífðarunglingur, 81 árs, en spili fleirihundruð tónleika enn sem fyrr á ári!
Þetta mikla goð blússins mætti svo gjarnan hafa með sér gesti eins og sönggyðjuna ungu Shemekiu Copeland, Robert Cray og fleiri sannkallaða gleðigjafa!
Metallica:
EF ég nennti ekki að bjóða öllum gömlu og góðu frændunum og frænkunum í afmælið, færi bara eftir ungviðinu í fjölskyldunni og mörgu vinafólki, þá yrði rokkað feitt með þessum miklu meisturum harðrokksins! En enn eldri meistarar á borð við Maiden, Priest og Motorhead gætu nú alveg séð um þetta líka, auk þess sem yngri menn á borð við Mínus, Incubus og Hellakopters frá Svíþjóð, mættu hita upp!
John Fogerty og/eða Neil Young:
Yrði nú eitt allsherjar STUÐ í tíu tíma að fá þessa tvo miklu Stórmeistara Ameríku í öllum skilningi, með eða án hvors annars!
Báðir bara svo óttalega miklir þverhausar, en þannig eru nú snillingar gjarnan í hátt!
STatus Qou:
Einhverjir skemmtilegustu tónleikar sem ég hef farið á voru með þessum bresku "Lávörðum" í Reiðhöllinni um árið, seinni af tveimur þar, en sá fyrri fór víst í klessu!
Algjörlega stórkostlegir stuðtónleikar, sem samt guldu þó fyrir tæknivesen og fleira!
Gildran hitaði upp og var fín!
Mætti alveg fá þá aftur takk!
Sarah Brightman:
Nei, þetta er ekki missýn, þessa miklu og fjölhæfu söngdívu væri ég til í að fá í afmælið frekar en Rolling Stones, eða allavega mæta í veislu þar sem hún kæmi fram! Eins og Diddú, sem líka mætti koma fram, jafnvíg á klassík og söngleikjatónlist, líka einu sinni gift sjálfum Sir. Andrew Lloyd Webber! (Höfundi Jesus Christ Superstar, Cats, Chess og allra hinna frægu söngleikjanna!)
Hana vildi ég gjarnan fá ef formið á veislunni yrði í svona "Galastíl" Vínarsinfónían mætti þá alveg spila með Söru og gestir hennar gætu sem best verið Garðar Thor, Gunnar Guðbjörns, Diego Flores og fleiri súkkulaðisætir Tenórar!
Þetta eru nú bara svona örfá dæmi já um tónlistarfólk sem ég myndi miklu frekar fá í mína veislu eða mæta í partý til annara að sjá og heyra, frekar en "Ellismellina" í Rolling Stones! Gæti nefnt helling í viðbót.
Til dæmis:
Eric Clapton:
Með eða án hljómsveitar yrði hann fínn, fengi þó ekkert að spila af leiðindagripum á borð við August og Behind The Sun, bara sinn besta og flottasta BLÚS!
Annars hefur gítargoðið verið hér á fiskveiðum í "guðmávitahvaða" skipti, er engin virkilega að reyna fá mannin til að halda tónleika hér!?
B.B. King:
Væri heldur ekki seinna vænna, menn farnir að banna snillingnum að fljúga einum, þótt hann sé eilífðarunglingur, 81 árs, en spili fleirihundruð tónleika enn sem fyrr á ári!
Þetta mikla goð blússins mætti svo gjarnan hafa með sér gesti eins og sönggyðjuna ungu Shemekiu Copeland, Robert Cray og fleiri sannkallaða gleðigjafa!
Metallica:
EF ég nennti ekki að bjóða öllum gömlu og góðu frændunum og frænkunum í afmælið, færi bara eftir ungviðinu í fjölskyldunni og mörgu vinafólki, þá yrði rokkað feitt með þessum miklu meisturum harðrokksins! En enn eldri meistarar á borð við Maiden, Priest og Motorhead gætu nú alveg séð um þetta líka, auk þess sem yngri menn á borð við Mínus, Incubus og Hellakopters frá Svíþjóð, mættu hita upp!
John Fogerty og/eða Neil Young:
Yrði nú eitt allsherjar STUÐ í tíu tíma að fá þessa tvo miklu Stórmeistara Ameríku í öllum skilningi, með eða án hvors annars!
Báðir bara svo óttalega miklir þverhausar, en þannig eru nú snillingar gjarnan í hátt!
STatus Qou:
Einhverjir skemmtilegustu tónleikar sem ég hef farið á voru með þessum bresku "Lávörðum" í Reiðhöllinni um árið, seinni af tveimur þar, en sá fyrri fór víst í klessu!
Algjörlega stórkostlegir stuðtónleikar, sem samt guldu þó fyrir tæknivesen og fleira!
Gildran hitaði upp og var fín!
Mætti alveg fá þá aftur takk!
Sarah Brightman:
Nei, þetta er ekki missýn, þessa miklu og fjölhæfu söngdívu væri ég til í að fá í afmælið frekar en Rolling Stones, eða allavega mæta í veislu þar sem hún kæmi fram! Eins og Diddú, sem líka mætti koma fram, jafnvíg á klassík og söngleikjatónlist, líka einu sinni gift sjálfum Sir. Andrew Lloyd Webber! (Höfundi Jesus Christ Superstar, Cats, Chess og allra hinna frægu söngleikjanna!)
Hana vildi ég gjarnan fá ef formið á veislunni yrði í svona "Galastíl" Vínarsinfónían mætti þá alveg spila með Söru og gestir hennar gætu sem best verið Garðar Thor, Gunnar Guðbjörns, Diego Flores og fleiri súkkulaðisætir Tenórar!
Þetta eru nú bara svona örfá dæmi já um tónlistarfólk sem ég myndi miklu frekar fá í mína veislu eða mæta í partý til annara að sjá og heyra, frekar en "Ellismellina" í Rolling Stones! Gæti nefnt helling í viðbót.
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hahahaha Eyjólfur, góð athugasend hjá þér, held ég reyni bara ekkert að toppa þetta hjá þér! En flestir ef ekki bara allir þarna sem ég nefni, eiga það sameiginlegt (fyrir utan Qou auðvitað) að hafa ekki spilað hérlendis. Get sjálfur ekki heldur munað eftir blús á Listahátið, en Ella Fizgerald og Louis Armstrong, Dave Brubeck, Oscar Peterson og fleiri djassgoð, hafa hins vegar gert það, ef ég man rétt!
Magnús Geir Guðmundsson, 17.7.2007 kl. 19:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.