Kvennarokk - Dúkkulísur og Sahara Hotnights!

Eins og svo mörgum karlmanninum öðrum, er mér hlýtt til kvenna, dái þær og elska á allan hátt!
Til marks um það er ég mikill aðdáandi kvennarokks og eindregin stuðningsmaður þess að þær geri sig þar sem mest og best gildandi!
Það gleður til að mynda mitt gamla hjarta, að austfirsku gyðjurnar í Dúkkulísunum eru aftur á fullu og með nýja plötu nú í útgáfu. Eitthvað sem ég hlakka til að heyra.
Þessa dagana er ég svo að leggja eyrun við nýjustu skífu sænska stúlknarokkgengisins í Sahara Hotnithts, sem ég hygg að sé þeirra fjórða stóra! Heiðruðu þær einmitt okkur Frónbúa á Iceland Airwaves, að mig minnir 2005 og stóðu sig bara þolanlega!
Koma þær frá einum af þessum fjölmörgu skíðasmábæjum í norður Svíþjóð, líkt og hinn frægi Olymp´ðiubær Falun, en man ekki nafnið á honum. Með hina fræknu og kraftmiklu söngkonu Jemmy í fararbroddi, heilluðu þær mig upp úr skónum með annari plötunni sinni Jenny Bomb fyrir um fjórum árum, en á þeirri skífu gætti skemmtilegrar blöndu af pönkáhrifum og poppi, svona eins og Blondie og The Runaways, væri skellt saman!Öllu rótarlegra rokk var á næstu skífu, svona í dúr við samlandana í The Hives og var sú líka alveg hin bærilegasta skífa.
Enn breyta þær svo til á nýju plötunni, What If Leaving Is A Loving thing?, nú aftur frekar léttara rokk, en þó alls ekkert "diskó" eins og einhverjir sænskir gagnrýnendur hafa verið að lýsa innihaldinu í neikvæðum hneykslunartón!
Held hún muni á endanum skora sæmilega hjá mér, tilfinningin þannig eftir nokkrar stuttar og hraðar yfirferðir.
Verð allavega alltaf ánægður með að þær stöllur skildu vera einar af fáum stelpunum í bænum sínum, sem nenntu ekki að stunda skíðin, en ákváðu bara að stofna hljómsveit til að gera eitthvað öðruvísi!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

Mér þykir alltaf gaman þegar stelpur rokka. Þess vegna er ég rosalega kátur með baráttusöng Bjarkar fyrir sjálfstæði Færeyja og Grænlands. Að sama skapi er ég ekkert hrifinn af þessu nýja lagi Dúkkulísanna. Bara poppjukk. Vona að það verði eitthvað rokk á plötunni.

Ég fór á hljómleika hjá mögnuðu bandarísku kvennatríói á Grand Rokk fyrir 2 árum eða svo. Harum Scarum heitir hljómsveitin. Dúndur kröftugt pönk rokk. Ég hef reynt að finna plötur með þeim. Án árangurs. Þó hafa þær gefið eitthvað út.

Jens Guð, 16.7.2007 kl. 23:32

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Takk kærlega félagi! Kannast eitthvað við nafnið, en á ekkert með þeim. Hef ekki heyrt nýja lagið með "Lísunum" en þú ekki brattur með það heyri ég! En Björkin fín segirðu?

Magnús Geir Guðmundsson, 17.7.2007 kl. 00:16

3 Smámynd: Jens Guð

  Nýja lagið með Dúkkulísum er mjúkt léttdjassað lag.  I textanum er spurt hvað eigi að gefa konum sem eru ekkert fyrir blóm.  Veit ekki hvað vandamálið er stórt varðandi blómin en ég vil heyra kvennahljómsveitir rokka.  Reyndar líka karlahljómsveitir.

  Plata Bjarkar er hiklaust 4ra stjörnu dæmi (af 5 mögulegum).  Ég elska lagið Declare Independence.  Þar leynir sér ekki að Björk hefur hlustað á vini okkar í Atari Teenage Riot.  Enda er mér kunnugt um að hún gerir það.   Þar fyrir utan er ég pólítískt sammála afstöðu hennar með sjálfstæðisbaráttu Grænlendinga og Færeyinga. 

Jens Guð, 17.7.2007 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband