Kvótinn og Bjarni Harðar!

Ákvörðun Sjávarútvegsráðherra, að fara að tillögu Hafró um úthlutun aflaheimilda í þorski á næsta fiskveiðiári, hefur víða vakið sterk viðbrögð og víst er að í mörgum er uggur, ótti, ef þá ekki bara reiði!Og ekki skrýtið, slíkur niðurskurður úr tæplega 200 þúsund tonnum niður í 130 þúsund, mjög mikill!
útlitið víða og viðbrögðin gætu því orðast eitthvað á þessa leið!

Syrti í álin, sýnist nú brátt,
sjaldnar æ fyllist trollið og nótin.
Berserkir víða blóta því hátt,
Bölvaður helvítis djöfulsins kvótinn!

Og svo er það blessaður maðurinn og nýji fulltrúi Framsóknar á þingi, Bjarni Harðarsson, sem sömuleiðis er skeleggur bloggari hér á Moggablogginu. Honum hefur víst lengi þótt gaman að tala, en þó kannski um of núna, að minnsta kosti virðist hann muna takmarkað af vþí sem hann segir, ef marka má viðbrögð hans við kvótaúthlutuninni, sem hann gagnrýnir harðlega nú, en sagði fyrir nokkrum mánuðum, að menn ættu bara að sætta sig við, ekkert annað væri að gera! Dróg Ríkisútvarpið þetta fram nú um helgina.

Þungur minnistaps er tollur,
teymir hannn á Villulendur
Já, Bjarni harðar, bullukollur,
býsna mótsagna er kendur!

En vel að merkja, þetta er auðvitað grafalvarlegt mál með fiskveiðistjórnunina og snertir svo marga, ekki skal horft framhjá því!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband