Föstudagsfjas!

Komin föstudagur, því tilvalið að fjasa ekki satt? Og nógu er af taka!

Í "Ísland í dag" á Stöð 2 í gær, var fjallað um slökkviliðsmenn sem eru að hjóla þvert yfir landið í góðum tilgangi, allt í lagi með það.
En hvurn fjáran á það að þýða, að nota snilldarverk meistara Neil Young, Rockin´In The Free World af Freedom, sem bakgrunnshljóð!? SEgir nú meira en mörg orð um virðingarleysi viðkomandi fyrir Helgidómi Rokksins!
Í vikunni voru undanúrslit í Amerikúkeppninni í fótbolta. Fór annar leikurinn beint í vítakeppni, Brasilía gegn Urugay. Þar heyrði ég í fréttaskýringu daginn eftir enn einu sinni þá skilningarvillu, að "Brennt hafi verið af vítaspyrnu" þegar markvörðurinn þó varði!
Þessir íþróttafréttamenn! Geta þeir ekki farið að troða þessu inn undir heilaskeljarnar, að menn brenna af þegar þeir SKJÓTA YFIR EÐA FRAMHJÁ!?
Þoli ekki þessa furðulegu veðráttu hér nyrðra! Jújú, sólin skín og skín, brosir sínu blíðasta, en skrambans ískuldagola úr íshafinu mætti halda, er búin að dóla hérna svo ylurinn frá Sunnu elskulegri fer niður úr öllu valdi. Ætti að banna svona fyrirbæri!
Hjálpi mér! ASÍ og Samtök atvinnulífsíns eða hluti þess, rífast nú sem hundur og köttur um hvort verðlag hafi hækkað sl. mánuði eða ekki og svo kemur vandleg greining að utan, að meðalverð á Íslandi sé hæst í Efrópu, allt að 60%, þó sú tala sé nú eitthvað lægri eftir "Vasklækkunina"! ER þetta ekki bara dæmigert? Menn rífast hér um það sem þó allir vita, komast upp með að segja neinei, en samt er það þannig!
Hverslags lið erum við þessir Eyjaskeggjar hérna eiginlega, líklega bara hálfvitar"!?
Og hví er ég þá að þessu fjasi?
Veit það ekki,farin í mat!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband