Bolti og bjór - Á einfaldlega EKKI saman!

SEm landsmönnum er væntanlega enn í fersku minni, fóru fram tvö fótboltamót í Paradísarbænum Akureyri um nýliðna helgi, annað á vegum KA fyrir yngri polla, 12 til 13, en hitt á vegum Þórs, fyrir polla og pæjur sem "komin eru af léttasta skeiði" eins og þar stendur, hætt afreksboltanum.
Núnú,mótin gengu víst mjög vel í framkvæmdinni og hámarki náði sparkhátíðin svo með "Old-Boys" landsleik Íslands og Dannmerkur, þar sem minn gamli félagi og skólabróðir, Siguróli Kristjánsson, (alltaf kallaður Moli) potaði glæsilega inn sigurmarkinu!
Allt gott og blessað og flestir væntanlega skemmt sér vel!
En eitt situr nú eftir og vekur nú ekki gleði hjá mér frekar en sumum fleiri.
Styrktaraðili Þórsmótsins var nefnilega áfengissali, sem mér finnst nú vera á mörkum þess siðlega og nógu slæmt, en verra er svo hitt, að spurst hefur út að bjór hafi verið seldur á mótssvæðinu og að jafnvel hafi ungmenni verið þar í neyslu á honum!
Á N4, heimasjónvarpsstöðinni í bænum, játaði Fúsi formaður, Sigfús Helgason, þetta, en taldi lítt athugavert að spyrða þetta tvennt saman, nema hvað að honum þætti slæmt ef ungmenni hefðu komist í "guðaveigarnar" SVona væri þetta, tekjur fengust og ekki var annað að skilja á honum fúsa, (sem er reyndar hinn vænsti drengur) að bjór ætti að vera partur af neyslu fólks!(eða eitthvað í þá áttina)
Minni gömlu skólasystur og fulltrúa VG í bæjarstjórn henni Dillu, Dýrleifu Skjáldal, féll þetta nú ekki eins vel frekar en mér, enda vitandi vits í þessu, þjálfar m.a. unga krakka hjá sundfélaginu Óðni!

Draumsýn!

Bjór verður aldrei eðlilegur þáttur í neysluvenjum fólks. Íslendingar hafa aldrei og munu sjálfsagt aldrei kunna að fara með áfengi, sem bjórinn er svo sannarlega og ekkert annað!
Það er bara draumsýn ef menn í alvöru trúa því!
Bara sorglegt að Íþróttafélag eins og Þór, sem alla daga er að berjast um hylli ungmenna og hefur sannarlega mikið uppeldishlutverk, skuli ekki finna fjárhagslega bakhjarla í mótshaldi öðruvísi en með þessum hætti!
Verða barna- og unglingamótin kannski líka einn góðan veðurdag með viðlíka styrktaraðilum?
hvað finnst fólki um þá spurningu?
Mér finnst einfaldlega bjór og bolti ekki eiga saman og ég hélt að flestir væru því sammála, líkt og akstur og áfengi eiga ekki saman.
En máttur peninganna er mikill, áfengisframleiðendur styrkja nú þegar fótboltaútsendingar og íþróttaþáttur á vegum 365 miðla líka!
Í þeim þætti fóru menn gróflega yfir strikið, gáfu áfengi gegnum síma, sem ég einfaldlega taldi og tel hneyksli og hef upp frá því vart hlustað á þennan þátt!
En líkt og með vændið og kynferðisglæpina, vantar alveg heildarsýnina á þessi mál, sómasamleg lög og sanngjarnar en strangar reglur,sem FARIÐ YRÐI EFTIR að viðurlögðum viðeigandi refsingum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband