Troðið á fötluðum í Reykjavík!

Hvað er það annað en hreinn og beinn aumingjaskapur hjá umsjónaraðilum um málefni fatlaðara í Reykjavík, að afsaka sig með mistakatali er upplýst hefur verið, að fötluð ungmenni m.a. hafi ekki fengið laun sín greidd í upphafi mánaðarins!?
VAr manni þó alveg nóg um þegar spurðist skömmu áður, að fötluðum ungmennum væri ekki greitt sama kaup og öðrum ungmennum í sumarstörfum þeirra í Reykjavíkurborg!
Þetta heitir að bæta gráu ofan á svart, en neinei, ekki er þó að heyra, að menn skammist sín hætishót, bara mistök, borgum í byrjun ágúst!?
Heyrði þessi alveg makalusu tíðindi seint í gærkvöldi og átti satt best að segja erfitt með að sofna á eftir!
Hvar er nú Borgarstjórinn bratti, sem finnst svo gaman að slá pólitískar keilur við hvert tækifæri, til dæmis þegar hús brenna?
Kannski enn í Moskvu, eða bara farin í frí!?
En svona virðist nú vera hægt að troða á þeim sem minnst mega sín!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Viti menn!

Um klukkan fjögur barst tilkynning til fjölmiðla um að þessi skandall yrði leiðréttur, launin greidd á næstu dögum!

Hver skildi hafa kippt í spotta?

En sá hlýtur bara að hafa lesið þetta!?

Magnús Geir Guðmundsson, 10.7.2007 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband