Læknir Í lyfsölu!?

hún var einkar athygliverð fréttin í Ríkisútvarpinu áðan, að íslenskur læknir í SVíþjóð stundaði innglutning hingað til lands á lyfjum og héldi úti sérstakri heimasíðu þess vegna. VErður ekki annað séð en um beina milliliðastarfsemi sé að ræða, sjúklingar hér á landi senda lækninum lyfseðla sína sem hann svo að sögn fær afgreidda út úr apóteki ytra.
Í fregninni kom fram, að hann hafi engin leyfi til þess arna, enda telur hann sig ekki sem slíkur vera að flytja inn lyfin sem Apótekari/Lyfjafræðingur væri, heldur væri það í raun viðkomandi sjúklingar sem það gerðu. Sérstaka athygli vekur að Landlæknir segist hafa hvatt lækninn til innflutnings þar sem skóin þykir kreppa, þ.e. í innflutningi og framboði á ódýrum samheitalyfjum. Það gerði hann þó lagalegur vafi leiki á að lækninum sé þetta heimilt, sem manni þykir nú svolítið skrýtið, svona "Skjóta fyrst og spyrja svo" aðferðarfræði! Sagðist Landlæknir í viðtali við Útvarpið hafa vísað lækninum á Lyfjastofnun til að fá úr lagalegu hliðinni skorið og er sú stofnun nú að rannsaka mál læknisins.
Frá neytendasjónarmiði væri það vissulega gott ef úrval af ódýrari samheitalyfjum jykist, en spurning vavaknar nú amt um hvernig eftirliti geti verið háttað svo engin lög yrðu brotin,lyf sem t.d. lyfjafíklar sækjast í verði ekki flutt inn í stórum stíl auk annara t.d. niðurgreiddra lyfja hérlendis.
SVo á læknir, skurðlæknir í hlut, mjög strangar reglur gilda um aðkomu þeirra og meðhöndlun lyfja, svo þeirra strfssvið skarist ekki við lyfjafræðnga til að mynda.
Ýmis sjónarmið takast því á þarna og orkar tvímælis og má til viðbótar nefna, að heimasíðúr þar sem læknar eru í raun ekkert annað að gera en auglýsa starfsemi sína eru að minnsta kosti á mörkum þess löglega og þess siðferðilega eiðs sem þeir gangast undir er þeir öðlast lækningaleyfi sitt!
Að lokum má gagnrýna fréttakonuna sem sagði fréttina, lét slóð heimasíðu þessa læknis uppi í fréttinni, nokkuð sem aðeins þjónar að líkindum hagsmunum viðkomandi læknis, en það á ekki að vera hlutverk fréttamanna að auglýsa slíka starfsemi, ekki síst þegar ljóst er að hún orkar tvímælis. FEr fréttamaðurinn út fyrir sitt upplýsingahlutverk, sem hann á þó auðvitað að rækja sem best!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband