ÉG ER FÍKILL!


Eitt í þessum heimi er mér orðið algjörlega ómissandi.
Án drjúgs skammts af því daglega og við hvert tækifæri, verð ég ómögulegur, afundin, ílla leiður, já, hreinlega ÓHAMINGJUSAMUR!
Nú er svo komið, að það slær flest eða allt út, góðan mat, músík, vín, veiði, knattspyrnu, konur, kynlíf...! !
Ekkert, nei bara alls ekkert jafnast á við það og er nú svo komið að ég telst ekkert annað en fíkill!
LANGT LEIDDUR KAFFiFÍKILL!!!
Og Rauð Rubin eðalblanda skal það vera fyrst og síðast, fjórar skeiðar minnst í blöndu!
haha, þar olli ég ýmsum vonbrigðum, áttuð von á frekari hryllingi, um Hass, Kókain eða Canabi kannski!?
En nei, hef aldrei komist í tæri við slíka dýrð, tókst ekki einu sinni að koma mér á Camel eða WiseRoy!
Drekk ekki einu sinni bjór lengur, kaffið miklu betra með boltanum!
En neinei, látið ykkur ekki detta í hug að ég eigi samt við vandamál að stríða, vaki aldrei lengi á kvöldin, æsi mig aldrei né rífst um nokkurn hlut, meira að segja hættur að leggjast í þungleyndi þegar Liverpool tapar!
Svona virkar fíknin bara vel á mig, annars geðstirðan manninn!
Í morgunsárið raula ég svo þetta gjarnan.

Nú er komin tími til,
að teyga kaffisopa,
gera honum góð já skil,
gretta sig og ropa!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hahaha, þá erum við orðnir tveir í klúbbnum, kæri Hlynur!

Veit nú um verri félagsskap!

Magnús Geir Guðmundsson, 28.6.2007 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband