MERGJAÐUR MASSI!


Hvað getur hugsanlega hreyft við gamlinganum mér sílalegum á sumarkveldi?
FEngið mig til að standa upp úr letinnar ljúfa sessi og sperra eyru?
Hvað getur skafið skítin úr eyrum og skrapað fitu af beinum?
FEngið hárin til að rísa og búk til að brjálast!?
Ekkert nema, ekkert nema...
ALVÖRU MASSI, METAL MASSI,

MÍNUSMASSI!!!

Viðurkenni, að ég var ekki nema svona kurteislega hrifin af frumburði Mínus, Hey Johnny árið 1999.
VAr og er reyndar enn alltaf leiðinlega gagnrýnin á íslenskt rokk og auðvitað ekki að ófyrirsynju, afskaplega misjafnt hvernig til hefur tekist og þá sérstaklega hvað hljóðvinnsluna snertir!
En með "Halldór Laxness" tóku Krummi "Boson" og félagar mig einfaldlega með trompi, líkt og þeir gerðu við svo marga fleiri gamla harðhausa víða um heim!
Auðvitað var stíllinn breyttur, mýkri laglínur komu þar inn á kostnað -Beint-að-augum-Harðkjarna- en það var örugglega nauðsynleg þróun hjá genginu frá tveimur fyrstu plötunum! (Jesus Christ Bobby númer tvö!)
Nú eins og flestir vita, fylgdi svo meiri vegsemd með "Halldóri" tónleikar víða um heim og platan svo endurútgefin með betrumbótum.
Síðustu tvö árin allavega hafa menn svo beðið með eftirvæntingu þess að heyra hvernig næsta skref yrði,hvort þeir gætu yfir höfuð fylgt eftir og bætt við þar sem H.L. skildi við!
Einn maður hefur alltaf í viðtölum nánast lofað öllu fögru með fjórðu plötunni, sagt að það yrði alvöru gegnumbrotið fyrir strákana, engin annar en sjálfur Bo Krummapabbi, skallapoppari Íslands númer eitt og hjartaknúsari, Björgvin Halldórsson!
Veit nú lítið um fögnuð heimsbyggðarinnar, en veit bara að nokkurn vegin það sem segir hér í upphafi gerðist með nýju plötunni, Nothing Whalekinn, er hún kom í hendur og undir geislan fyrir um þremur vikum eða svo!
Áfram grípandi laglínur sem á H.L. en skerpa og viss hráleiki aftur meiri líkt og á fyrstu tveimur plötunum.
ER einfaldlega mun betri plata og heilsteyptari en ég átti von á, já bara hreint út sagt Meiriháttar MASSI!
Nenni ekki að tíunda einhver sérstök lög eða kryfja texta, hlusta bara og hlústa skekin af kjarnakraftinum!
Bil sem nemur pólitisku kjörtímabili, hefur því reynst þess virði og vel það og ég gæti trúað, að þeim sem fannst of mikil "mýkt og væl" vera komið í spilið á H.L. séu sáttari núna!

Niðurstaða: FULLT HÚS!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Flott umsögn.  Ég get skrifað næstum undir hvert orð.  Nema um Hey Johnny.  Þar er ég reyndar pínulítið hlutdrægur vegna þess að mér er send kveðja á umslaginu.  Hehehe!  

Jens Guð, 26.6.2007 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband