SIGURPÁLL GEIR SVEINSSON!

Hvað gengur eiginlega á hjá íþróttafréttamönnum og það ár eftir ár? Hann Siggi Palli, Sigurpáll Geir Svinsson, hefur í rúman áratug verið einn af allrabestu kylfingum landsins, m.a. unnið þrjá Íslandsmeistaratitla. Hann er því sömuleiðis einn af helstu afreksíþróttamönnum landsins, er nú hægt og bítandi að marka sér feril sem atvinnumaður erlendis. En, nánast á hverju ári þegar golftímabilið er hafið, má hann einhverra furðulegra hluta vegna, sæta því að farið sé aftur og aftur rangt með nafnið hans!? Þessi frétt er alveg kostuleg, mynd af kappanum þar sem hann er vissulega réttnefndur, en svo í fréttinni sjálfri er allt í einu allt annar maður, en þó nafntogaður fyrverandi handboltagarpur úr Þór m.a. komin til sögunnar, Sigurpáll Árni Aðalsteinsson!? (alltaf kallaður Árni Palli!) Strangt til tekið er Siggi Palli svo ekki Akureyringur, þó ungur hafi hann flust í bæinn og mótast sem golfleikmaður að mestu hér, upprunnin nefnilega úr Skagafirðinum og hygg ég að sveitungar hans þar vilji halda því á lofti! En ekki er allt upptalið enn! Í hádegisfréttum á Stöð 2, tókst nefnilega "Eyjatröllinu" Þorsteini Gunnarssyni íþróttafréttamanni, að brengla nafnið á Sigga Palla líka! Sigurgeir Páll SVeinsson, sigraði á ARtic Open!? Hvað er eiginlega í gangi með þessa íþrótafréttamenn, ég spyr bara aftur!? En Siggi Palli vann mótið já enn einn ganginn í nótt, á flottu skori, til lukku með það!
mbl.is Tveir fyrrum Íslandsmeistarar í baráttunni á Arctic open
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 218209

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband