Eivor er yndisleg!

Stundum er sagt að allt eigi sér sín takmörk. Það er ágæt speki og ég tek alltaf mark á henni, nema í einu!
Yndislega álfamærin frá Götu í Færeyjum, Eivor Pálsdóttir, virðist hrinlega ekkert vera ómögulegt hvað sönginn snertir.
Túlkun hennar á Elvisslagaranum sígilda, Love Me Tender, er alveg óumræðilega hrífandi og maður bráðnar bara á staðnum að hlusta á þennan magnaða söngfugl!
Einn galli og gamankunnugur er bara á fjöf Njarðar, á rás tvö allavega er nú svo komið að lagið er "Spilað í spað"! Hættan því eins og með svo mörg önnur góð og vel flutt lög, að þau verði hreinlega eyðilögð með ofspilun, maður fái hreinlega ofnæmi á endanum fyrir þeim, svo flott og fín þau hljómuðu í upphafi.
En að fá leið á Eivoru?
Ekki hægt, aldrei,aldrei, aldrei!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Ég tek undir það að ekki er hægt að fá leið á Eivör.  Án þess að ég viti nokkuð um það þá hef ég grun um að rás 2 hafi fengið einkaeintak af þessu óútgefna lagi með færeysku álfadrottningunni.  Þess vegna séu menn þar á bæ svona duglegir að spila lagið. 

  Mér er kunnugt um að flestir plötusnúðar rásar 2 hafa dálæti á þessari frábæru söngkonu.  Kannski er það bara skýringin.  Nema hvortveggja sé.    

Jens Guð, 22.6.2007 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 218211

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband