Skin og skúrir

Í íþróttunum skiptast á skin og skúrir, sorg og gleði. Og víst er að þannig hefur það verið í dag, okkar fremsta kylfingi, Birgi Leif Hafþórssyni, gekk ílla í morgun á öðrum hring á móti í Frakklandi er tilheyrir evrópsku mótaröðinni, en er leið á daginn og fleiri og fleiri keppendur luku sínum leik, varð ljóst að skor kappans, þremur yfir pari, myndi þrátt fyrir allt duga til að komast í gegnum niðurskurðinn, að hann fengi að halda keppni áfram um helgina! Vonandi hleypur honum kapp í kinn og nær áfram góðum árangri! Mín menn í fótboltanum, Þór, byrjuðu mótið í 1. deild vel og voru efstir eftir fjóra leiki. Ekki skemmdi svo fyrir, að slá út gömlu erkifjendurna í KA út úr bikarkeppninni sl. mánudag, 1-0! En tap í tveimur síðustu leikjum í deildinni, fyrir Fjarðarbyggð og nú í kvöld fyrir Grindavík á heimavelli, fær nú brýrnar til að síga helst til mikið! En aðeins 6 leikjum er lokið af 22, í keppni þar sem 3 lið öðlast sæti í efstu deild að ári, því langur vegur frá að baráttan sé byrjuð að tapast!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband