Sökkvandi svart-hvítar hetjur?

Ja hérna, ja hérna!
Þótt einn ríkasti maður landsins sé stytta og stoð félagsins, flestir af bestu einstaklingunumséu innan raða þess, jafnvel að höfuðpaurar nýrrar ríkisstjórnar séu báðir í því, þá getur bara Knattspyrnufélag Reykjavíkur, KR, ekki skorað mörk, ekki spilað heilan leik sem lið, hreinlega ekki unnið einn fjárans leik!!!
1 stig er útkoman hjá Vesturbæjarstórveldinu eftir 6 umferðir, þ.e. þegar einn þriðji mótsins er spilaður, sem í upphafi var nánast ógjörningur láta sér detta í hug!
EF ég væri svarin óvinur KR-inga hefði ég nú bara hlakkað yfir þessu og hæðst, til að mynda sýnt kvikindishátt og minnkað letrið á "Vesturbæjarstórveldinu" hér að ofan!
En nei, ég kenni í aðra röndina í brjósti um þá, veit sem er að fáir eru dyggari en hinir almennu stuðningsmenn félagsins.Svo hef ég alltaf verið aðdáandi Teits Þórðarsonar, eins og Óla bróður hans og fleiri Skagamanna,mjög góður leikmaður á sinni tíð og hefur afrekað sitt hvað sem þjálfari.
En einvhern neista vantar og nú læðist að manni að eftir tapið gegn FH í kvöld, geti fregna verið að vænta úr herbúðum félagsins.
Lið með leikmenn á borð við Pétur Marteins, Rúnar nýfengin Kristins, Grétar Ólaf,Jóhann Þórhalls og afabarn ríka mannsins, Björgúlf, á að geta gert betur, en núna virðist liðið virka eins og sökkvandi skip!
Það skildi þó aldrei verða...?
Að lokum.

Helga Sig aftur í landsliðið og það strax!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband