U.S. Open hafið.

Næstu daga erum við golfáhugamenn kátir! Annað stórmót ársins af þeim "fjóru stóru" hófst í dag, U.S. Open. Nú skemmst er frá að segja, að flestir fylgjast sem fyrr með Eldrick nokkrum Woods, sem hin síðari ár hefur nánast komist í guðatölu hjá ameriskum golfáhugamönnum sem Tiger Woods!Mér þykir eiginlega nóg um allt smjaðrið í kringum þennan rétt rúmlega þrítuga strák, en viðurkenni auðvitað að á móti hefur hann reynst golfíþróttinni gríðarlegur fengur, lyft vinsældum þess í hæstu hæðir og fengið ófátt ungmennið til að taka sér kylfu í hönd á grænum grasbölum! En hans hörðustu aðdáendum finnst hann eiga að vinna bara allt, þannig að til hafa orðið aðrir sem brosa bara í kampinn og fagna dátt, er honum misferst. Ég er nú svona mitt á milli þar, get til dæmis í kvöld strítt ónefndum ættingjum og öðrum "Tákvúsurum" Tigers, að hann hafi nú verið lélegur á fyrsta hringnum, spilað einu yfir pari!En um leið veit ég sem er, að hann getur sem best snúið dæminu léttilega við, auk þess sem þetta er nú ekki svo slæmt skor á mjög erfiðum velli!
Ég gæti þó trúað, að enskur eða ástralskur kylfingur ynni núna, Justin Rose eða Nick Docherty til dæmis frá gamla heimsveldinu og Adam Scott frá samveldisríki þess.
En ég vona að vinur minn Earnie Els vinni!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband