1.4.2011 | 22:02
Dugleysi, dómaraskandall, DRAMATÍK?!
Hahaha, þetta var snilldin ein, annað getur nú þingeyskættaði Akureyringurinn ekki sagt eftir þennan úrslitaþátt!
Þarna var já bara allt sem slíkan þátt á að prýða, dugleysi beggja liða á köflum, N-þingsverja t.d. í leikhlutanum afdrifaríka og fulltrúa Akureyrar í flokkaspurningunum, þekkja ekki eina af þekktari sögum gamla testamentisins um fall Jeríkó, sem reyndist upphafið af endinum hjá þeim og þar með glæstum endaspretti N-þ. Sannkölluð dramatík þarna á ferð.
En vþí miður og því bölva nú harðir Akureyringar, að dómarinn átti nú sinn þátt í að Þingeyingar sigruðu, gaf þeim rétt fyrir vítaspark, sem þó er ekki sama orð og vítaspyrna burtséð frá því að um sömu framkvæmd er að ræða!
Dómaraskandall? Kannski, en svona er þetta nú stundum, dómaragreyin geta gert og gera líka mistök!
Þarna var já bara allt sem slíkan þátt á að prýða, dugleysi beggja liða á köflum, N-þingsverja t.d. í leikhlutanum afdrifaríka og fulltrúa Akureyrar í flokkaspurningunum, þekkja ekki eina af þekktari sögum gamla testamentisins um fall Jeríkó, sem reyndist upphafið af endinum hjá þeim og þar með glæstum endaspretti N-þ. Sannkölluð dramatík þarna á ferð.
En vþí miður og því bölva nú harðir Akureyringar, að dómarinn átti nú sinn þátt í að Þingeyingar sigruðu, gaf þeim rétt fyrir vítaspark, sem þó er ekki sama orð og vítaspyrna burtséð frá því að um sömu framkvæmd er að ræða!
Dómaraskandall? Kannski, en svona er þetta nú stundum, dómaragreyin geta gert og gera líka mistök!
Norðurþing sigraði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Dægurmál, Sjónvarp, Spil og leikir | Facebook
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eyrun á mér heyrðu hann segja vítaspyrna.
Hörður B Hjartarson, 1.4.2011 kl. 22:13
Það heyrðu hann allir segja "vítaspyrna" og það hefði verið í meira lagi ósanngjarnt ef Norðuþing hefði tapað. Það hefði seint orðið sátt um þau úrslit. Þau töpuðu tíma og hugsanlega einum 18 stigum á þessu. Sigmar var eitthvað voðalega utan við sig í kvöld og hefði líklega verið skipt út af ef þetta hefði verið knattspyrnuleikur......
Ómar Bjarki Smárason, 1.4.2011 kl. 22:23
hehe, ekki fjarri lagi hjá þér Ómar Bjarki, en sumir í höfuðstaðnum voru ekki alveg tilbúnir að viðurkenna þetta, allavega ekki strax. Akureyringar gátu eiginlega sjálfum sér um kennt þarna í restina.
Magnús Geir Guðmundsson, 1.4.2011 kl. 23:09
Er marg búin að hlusta á RUV.is á kaflan í leiknum þar sem umdeilda vítasparkið er.... og hvergi er orðið sagt í heild sinni ''vítaspirna'' Dómaraskandall !!!!
BirkirTraustason (IP-tala skráð) 1.4.2011 kl. 23:55
Það er erfitt að segja fyrir vissu hvað var rétt þarna. Það koma tvö orð til greina, s.s. vítaspyrna og eitthvað sem er erfitt að heyra sökum þess að báðir sögðu eitthvað á sama tíma. Reikna með að það sé búturinn sem dómararnir hafa verið í vandræðum með. Vistaði þáttinn annars og klippti út þennan bút og greindi aðeins. Eftir því sem ég hef skoðað þetta kemur hvergi fram vítaspyrna bara vítaspark og svo í ruglaða bútinum heyrist mér koma fram mið eða við frá einum og aukaspyrna frá hinum. Reyndar erfitt að greina þetta án þess í raun að hlusta vandlega á bútinn aftur og aftur.
Að örðu leyti komu fram orðin fótbolti, fótboltamaður, fótboltaspark, aukaspyrna, knattspyrna, knattspyrnumaður, vitaspark, víti, vítahringur, vítapunktur, spark, mark, spyrna, sparka, vítapunktur, miðjupunktur og skotstaða. Finnst því skrítið að þeir fengu 3 stig fyrir það en kippi mér svo sem ekki mikið upp við það enda stóð Akureyri sig bara þokkalega vel og jú náttúrulega Norðurþing.
Samt slæmt ef þeir unnu út af einhverju dómaraklúðri enda sögðu hvorki sú sem lék (man ekki nöfnin á keppendunum) né Sigmar eitthvað við þessu. Reyndar kemur einhver svipur á Sigmari eftir þennan nánast óskiljanlega bút eins og hann hafi heyrt eitthvað nema hann var bara eitthvað orðinn þreyttur :P
En allavega, til hamingju Norðurþing og vá hvað Birgir fær skammir í næsta tíma fyrir að klúðra Danska skjaldamerkinu. Össs.
Daníel Sigurður Eðvaldsson, 2.4.2011 kl. 06:04
Það var ekki bara vítaspyrnuklúðrið heldur orðið strunsa líka.Þau sögðu hunsa og fengu rétt fyrir,þannig að Akureyringar unnu þetta útsvar!
Inga Salóme (IP-tala skráð) 2.4.2011 kl. 12:42
Hann sagði aldrei vítaspyrna. Dómarinn gaf liðinu séns vegna þess að þau voru orðin svo langt á eftir. En svo unnu þau , eiginlega ættu þau að skila verðlaununum. Rétt skal vera rétt.
jonas (IP-tala skráð) 2.4.2011 kl. 15:45
Tíhíhí. Þvílík sárindi! Ha?
Skemmtilegt að það er alveg skautað framhjá því þegar blómarósin í Akureyrarliðinu myndaði í það minnsta eitt orð með munninum í leiknum. Man nú ekki hvaða orð það var en liðið var alveg úti á túni þangað til allt í einu eftir að hún hafði "gefið hljóðið" - sennilega óviljandi. En það má samt ekki. Ég tók greinlega eftir þessu. En sumir segja að þetta hafi verði svona í fleiri orðum.
En ég tek undir með Magnúsi. Akureyringar geta nú sjálfum sér um kennt. Haftyrðillinn til dæmis! Skjaldamerkið! Á meðan hélt mitt fólk kúlinu og svaraði jarðsöguspurningunni sem er líklega ein erfiðasta spurningin í keppninni.
Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 20:04
Allt í grænum sjó Alli minn, Þingeyingar eru klárir!
Magnús Geir Guðmundsson, 8.4.2011 kl. 09:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.