Ólöf Nordal: "Rannsóknarskýrsla alþingis er að ÞVÆLAST TÍMABUNDIÐ FYRIR?!"

Mér er nú eins og þáttarstjórnandin myndi eflaust orða það "andskotans sama um hvað hann sjálfur muni kanski kjósa eftir viku í Reykjavík"
Það er hans einkamál og skiptir þar engu hver hann er í mínum augum!
En það voru þessi orð í fyrirsögninni að ofan úr munni frú Nordal sem fyrst og síðast vöktu athygli mína og fólk ætti að taka rækilega eftir, því þarna sýnir einn þingfulltrúi D nákvæmlega það sem honum í raun og veru býr í brjósti, fellir grímuna og sýnir sitt rétta andlit.
Andlit þess sem ekki skammast sín í raun, en bölvar í hljóði og skammast yfir "klaufaskapnum" sem flokkurinn hefur "orðið fyrir" eða ætti ég að segja "tæknilegu mistökunum?!"

Hvet alla til að skoða þáttin er hann verður tilbúin á netinu, eða endursýndur aftur á stöðinni, en þessi orð lét konan falla í kjölfar vangavelta Ingva Hrafns um vonda stöðu D víða um land, viku fyrir sveitastjórnarkosningarnar.


mbl.is Ingvi Hrafn á bandi Jóns Gnarr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Magnús - ég er einn þeirra sem batt miklar vonir við þessa skýrslu - taldi að hún myndi varpa skýru ljósi á flest ef ekki allt sem aflaga fór.

Í dag er ég þanni þenkjandi að ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum - blaðamannafundurinn flotti þegar skýrslan kom út vakti hjá mér tálvonir -

Þú nefnir Ólöfu - Hún er ein þeirra sem er nefnd í skýrslunni - látið er í veðri vaka að lán þeirra hjóna seú óeðlileg og umræðan  er þannig að Ólöf standi ekki undir láninu - þingmannalaunin hreinlega dugi ekki til l Hvergi er það látið koma fram að eiginmaður hennar er sennilega launahæsti maður landsins - væntanlega leggur hann eitthvað fram líka -

Óli Björn seldi fyrirtæki sitt fyrir rúmum 3 árum - lán höfðu verið tekin hjá fyrirtækinu - greitt af þeim - og þau síðan fylgja þegar fyrirtækið var selt - fyrir rúmum 3 árum - samt eru hans mal tekin upp í skýrslunni - ónákvæmni og villur varðandi forseta Íslands og embætti hans er þeim sem unnu að skýrslunni til vansa. Þegar fjallað er um forsetann eða embættið má ekki einn punktur vera rangur. Heilu yfirlýsingarnar - fullyrðingarnar eru rangar.

Múgsefjunin ásamt fjölmiðlum sáu svo um framhaldið þannig að þessi skýrsla er vissulega ( jafn frábær eða gölluð og hún er ) að brengla umræðuna í þjóðfélaginu.

Þegar rykið sest verður vonandi unnt að ræða málin á skynsemisnótum en ekki á upphrópana og aftöku nótum.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 22.5.2010 kl. 18:02

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hugsaðu þér að þessi manneskja skuli vera varaformannskandídat!

Sigurður Þórðarson, 22.5.2010 kl. 18:53

3 Smámynd: Jens Guð

  Hún er eins og klæðskerasniðin í varaformannsembætti Sjálfstæðisflokksins.  Vandamálið er ekki spilling Sjálfstæðisflokksins heldur að á spillingu sé minnst í Rannsóknarskýrslu Alþingis.  Í huga varaformannsefnisins er vandamálið þess vegna aðeins tímabundið.  Spillingin heldur áfram en það fennir yfir skýrsluna.

Jens Guð, 23.5.2010 kl. 20:04

4 Smámynd: Eygló

Já, djöfull er pirrandi þegar ákærur, dómsmál og fangelsinsdómar þvælast fyrir manni ... um tíma.

Eygló, 29.5.2010 kl. 04:03

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þakka ykkur góða fólk, en svona eru já Sjallarnir er þeir fella grímuna.

Magnús Geir Guðmundsson, 1.6.2010 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband