Færsluflokkur: Matur og drykkur

Afbragðsgóð og aðgengileg vefsíða!

Ætlaði fyrir löngu að vera búin að mæla með þessari síðu, en geri það loksins núna.

cafesigrun.com

Ein af betur gerðum og aðgengilegri vefsvæðum á netinu, þar sem hollustuhættir í matargerð eru í fyrirrúmi í mjög fjölbreyttri mynd!
Sykur, ger og hveiti ekki að finna í neinni af hinum fjölmörgu uppskriftum eða þá í algjöru lágmarki.
Svæði er svo ekki hvað síst merkilegt fyrir þær sakir, að það er sérlega aðgengilegt og hannað með það í huga að flestir ef ekki allir sem á annað borð geta notað tölvur og netið, geti jafnframt notað það.
Alltaf ástæða til að hrósa því sem vel er gert og er í þágu góðs málstaðar!


Neytendanöldur!

Komin tími á smá nöldur varðandi neytendamál og um hlut reyndar sem fer alveg óstjórnlega í taugarnar á mér!
Hví í veraldarandskota þarf matvælafyrirtækið Kjarnafæði (já einmitt, fyrirtækið sem hann Auðjón gamli kunningi minn vinnur hjá, bróðir vinsælasta bloggarans Jens Guð!) að stunda þá eyðileggingarstarfsemi á hrásalatinu sínu af íslenskri gerð, að sulla ómældu magni af sykri saman við það!?
Maður er með sínu litla lóði á vogarskál neyslusamfélagsins íslands, að kaupa helst ekki af öðrum en heimafyrirtækjum, starfsfólki til stuðnings (þó alvöru slík fyrirtæki séu nú orðin sárafá í bænum í eigu heimamanna!) en svona vitleysa kvetur mann nú ekki beinlínis í því!
Alltaf er verið að segja almenningi að það borði ekki nóg af grænmeti, ávöxtum og svo framvegis, en það er nú til lítis ef hollustugildinu er beinlínis drekkt í sykurhelvítinu!
Auðvitað eru til aðrir sem framleiða hollara salat, en ég vil helst kaupa af heimaframleiðendum.
Bæta úr þessu Auðjón og "Kjarnafæðisbræður"!

Heimsmeistarar í vatni!

Jájá, þetta höfum við alltaf vitað líkt og með kvinnurnar, kjötið, loftið og bara flest annað, að íslenska vatnið er best í heimi!
Enenen, framundan eru í senn spennandi og víðsjárverðir tímar, "Bláa gullið" er dýrmætust flestra auðlinda og verður æ dýrmætara nú á komandi árum og áratugum!
Allt sem snýr að eignarétti og lögum í kring verður að vera sem best úr garði gert og menn verða hreinlega að reyna að finna hinn gullna meðalveg til sátta!
Rimman um vatnalögin á sl. ári ef ég man rétt var ekki gæfuleg!
En með þessi í sjálfu sér ánægjulegu tíðindi, er ekki hægt annað en að fara góðum orðum.
En hvað skildi annars "Aðdáandi Jóns númer eitt" Hannes Hólmsteinn vera að hugsa núna!?

Og að lokum til ritara fréttarinnar.
Menn fylgja ekki í fótspor, heldur FETA!
En menn geta fylgt í kjölfarið eða á eftir!


mbl.is Íslenska vatnið sigraði í alþjóðlegri samkeppni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Villi í vandræðastandi!

Jahá, þegar ráðamenn finna að gjörðir þeirra eru farnar að valda vandræðum, reyna þeir að klóra í bakkan og sýnast bara svona "ég meinti ekkert með þessu" takta, en líta bara enn vanræðalegar út!
Vilhjálmur er að manni sýnist æ oftar nokkuð seinheppin með sín viðbrögð, eins og gerðist líka þegar húsin við Lækjargötu og Austurstræti brunnu og hann birtist spertur og ætlaði aldeilis "Að taka á málinu" byggja húsin bara aftur í snarheitum og´helst á morgun!Ekki reyndist það nú alveg svo einfalt sem raun bar vitni. Hamingjan má vita, hvort þessi hús verða endurbyggð í upprunamynd eða ekki, eða þá ekki bara allt annað byggt!? En núna er myndúðleikin að sparka skuli kælinum kalda út hið snarasta, ekki lengur sniðugt, svo "Kaldinn er þá væntanlega aftur komin inn úr kuldanum"!?
mbl.is Borgarstjóri: Mín vegna má setja kælinn upp aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jájá, Espresso, hratt, allt of hratt!

17 ára stelpuhnátan hefði nú átt að vita þetta, áhrifin eru jú HRÖÐ og skiptir ekki máli hvort skammturinn er ein- eða tvöfaldur! Nafnið nefnilega engin tilviljun. En það er sem ég segi, hef alla tíð sagt og mun alltaf segja: BRAGI ER LAAAAAANGBEEEEEESTUR!!! Og dirfist ekki að halda öðru fram!
mbl.is Á sjúkrahús eftir of mikið af espresso
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Má ekki skemma fyrir þessum merkilega degi!

Fiskidagurinn á Dalvík með öðlingin J'ulíus Júlíusson í broddi fylkingar er einhver sú merkilegasta fjöldasamkoma sem um getur hérlendis, ég bara fullyrði það!
Alveg öfugt við flestar ef ekki allar aðrar slíkar, þá eru það bæjarbúar sem bjóða heim og "blæða" á gestina, engin borgar ekki krónu fyrir að troða í sig hinum ýmsu kræsingum!
Og eins og Júlíus held ég sagði í einu viðtali í dag aðspurður um hví þetta væri svo, að "Það þurfa ekki allir að græða" en vissulega græddi bærinn samt, en gróðinn væri bara í formi góðrar ímyndar m.a. ekki peninga.
Í kringum þennan merkisdag hefur svo ekki heldur verið ófriðarandi líkt og því miður er oftast raunin með slíkar samkomur, en þessi leiðindaatburður sl. nótt svertir þó örlítið þá mynd. Vonandi verður hann ekki til að skemma fyrir upp á framtíðina, slíkt endurtaki sig ekki á þessum eða í kring um þennan merkisdag!
mbl.is Gengu í skrokk á manni á Dalvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Þú ert það sem þú borðar"!

Þetta hlýtur að flokkast undir jákvæðan og góðan fréttaflutning, aldrei nóg af slíku á móti öllum neikvæðu tíðindunum!
Og þessi grunnur er sannarlega tímabær í ljósi þess hve óhollusta í t.d. skyndibitaneyslu hefur lengi verið staðreynd. Á það ekki hvað síst við um hjá börnum og unlingum, svo að þessi grunnur mun vonandi nýtast til að færa neyslumál til betri vegar og nýtast svo almenningi í daglegri matargerð!
mbl.is Íslenskur gagnagrunnur með upplýsingum um 900 fæðutegundir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 218024

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband