Færsluflokkur: Löggæsla
11.6.2009 | 21:48
Takmarkað gildi höfundarréttarlaga, tilgangslítill dómur!
Fyrir það fyrsta er fyrirsögnin á fréttinni ekki góð, að vista höfundarréttarvarðar hugsmíðar í tölvu, er ekki meiri glæpur en að geyma bók eða plötu upp í hillu, en það er miðlunin, dreifingin, sem ekki má.
Ég hef annars á um fimmtán síðastliðnum árum, alltaf annars lagið skrifað um þessi mál er tengjast fjölföldun og dreifingu hugsmíða og þá einkum og sér í lagi tónlistar!
Niðurstaða mín hefur í stórum dráttum alltaf verið sú sama allan þennan tíma og staðfestir þessi dómur sem hér um ræðir, enn frekar skoðanir mínar um að hugsunin með höfundarrétttarlögunum hefur ekki bara verið gölluð heldur líka svo tilgangslaus í flestu!
Auðvitað verða að gilda lög um hugverk sem flest annað, ekki sama hvernig farið er með þau auðvitað og helst eiga ekki aðrir en höfundar sjálfir eða þeir sem fara með réttin, að njóta fjárhagslegs arðs af þeim, ef því er að skipta.
En þessi eilífðareltingarleikur við í flestum tilvikum fáa einstaklinga sem stunda þessa iðju að dreifa tónlist og fleiru, því tækniþróunin hefur orði sem hún er, að gera beinlínis ráð fyrir slíkri dreifingu, er svo vita tilganslaus og skiptir eigendur höfundarréttar í raun engu þegar öllu er á botnin hvolft!
Menn hafa lengi reynt að reikna út meintan skaða af slíkri dreifingu og beinlínis gefið sér hann, en sannleikurinn er nú sá, að hvernig sem menn hafa rembst við að reikna og um leið færa rök fyrir að dreifingin þýði sjálfkrafa tapaðar tekjur, þá hefur það enn ekki tekist með neinum haldbærum né rökföstum hætti!
Það er nefnilega ekki hægt að setja samasemmerki á milli þess að er einn einstaklingur sækir sér til dæmis nýjustu plötuna með Green DAy og tapaðarar upphæðar sem nemur söluandvirðis eins eintaks af plötunni, ekki frekar en að sá er deilir plötunni hefði LÁNAÐ hinum er sótti plötuna með hjálp tölvutækninnar!
ingað til hef ég allavega ekki heyrt neinn reyna að halda því fram, að ef einvher einn lánar vini eða vandamanni plötu, að það hafi talist til tapaðra tekna fyrir viðkomandi listamann, en strangt tiltekið er þetta lán þó ekkert minni "glæpur" en tækniaðferðin!
Að vísu er þarna viss stigsmunur, en í raun engin eðlismunur.
Og þessi dómur?
Hann skiptir í raun ákaflega litlu og þó vissulega sé ekkert grín fyrir orðsporið eða mannorðið að fá skilorðsbundin dóm til tveggja ára þannig séð, þá hefur þessi dómur aðeins afleiðingar aðrar fyrir hina sakfeldu, að þeir töpuðu tölvunum sínum.
Að þessu að sjá, eru nefnilega engin sektarákvæði við brotum sem þessum á höfundarréttarlögunum, sem ég get vart túlkað öðruvísi en Hæstiréttur staðfesti það sem ég tíundaði hér að ofan, að miski höfunda eða eigenda höfundarréttar, meintur beinn skaði, sé einfaldlega ekki mælanlegur þrátt fyrir brotið eða sé hreinlega enginn!
Vistuðu höfundarréttarvarið efni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar