Færsluflokkur: Vísindi og fræði
5.4.2010 | 13:50
Sagnameistarinn!
frömuður lands og tungu
Glæstur í sagnanna sal,
seyddi þá eldri sem ungu
Jón Böðvarsson er látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.6.2009 | 13:45
Fagnaðarefni!
Kannast svo örlítið við Einar, afskaplega viðkunnanlegur maður og á allt gott skilið fyrir sitt stórmerkilega starf í þágu augnvísinda!
rík ástæða til að óska Einari innilega til hamingju með þessa viðurkenningu!
Einar Stefánsson heiðraður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.6.2009 | 14:36
Til hamingju með daginn Sjómenn!
Jájá, þetta er nú margrætt og tuggið, en í dag er Sjómannadagurinn og Moggin hefði nú alveg getað sleppt þessari birtingu á hátíðisdegi þeirra, en nóg um það.
Hýddir af hafsins vendi,
hugrekki skortir þá eigi.
Kveðju Sjómönnum sendi,
á sólríkum hátíðisdegi!
Hér norðan heiða er dagurinn bjartur og fagur.
Of mikil sókn myndi setja þorskinn í hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.5.2009 | 21:54
Þá væri nú farið að fjúka í flest skjólin!
Víst er nú virkileg sút,
og víða í búunum hart.
En þurrkist senn þoskurinn út,
þá fyrst verður ástandið SVART!
Ætla samt rétt að vona að svo gerist ekki, menn bregðist rétt við, eða bara sem betra væri, að þetta reyndist ekki rétt!?
Sjáum til.
Telur þorskstofninn í hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.12.2008 | 00:00
Gáfaður en of sjaldan...!
Mín indæla og ofuraðlaðandi bloggvinkona, Hólmdís H., er ekki feimin heldur og var sjálf að leggja út af þessari fregn með fyrirsögninni "Þetta grunaði mig"!
Ég er stundum að ærslast í henni, reyna pínu að "þvælast í pilsunum hennar" og svona og þarna gat ég nú ekki stillt mig og setti m.a. þessa vísu hjá henni í athugasendakerfið! (og reyndar vitlaust fyrst!)
Gáfaður er Geiri ég,
glæsilegur maður.
Sáðlát mín þó svaka treg,
sjaldan enda...-tilítuskið-!?
Gáfaðir karlmenn framleiða betri sæðisfrumur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.11.2008 | 18:52
Aldeilis frétt!
Leðurblaðka lifandi,
lítil fannst og býsna nett.
tímasprengja tifandi,
teldist varla meiri frétt!?
J'a bara stórmerkilegt, en gefur greinilega vísbendingu um breytta tíð, eða hvað?
Fundu lifandi leðurblöku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.10.2008 | 13:32
Búin að'í Hr. Briem!
Einum eða tveimur dögum síðar verður þó vart slappleika kannski eða smá eymsla í handleggnum þar sem sprautað var í, en það hverfur fljótt, mótefnið gegn flensunni er að myndast og ekki óeðlilegt að finna fyrir því.
Allir í sprautu, ekki spurning!
Hvetur fólk til að fara í bólusetningu fyrir inflúensu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.10.2008 | 22:34
Matur er mannsins megin!
Nú er það auðvitað umdeilanlegt hversu langt skuli ganga eða hvort yfir höfuð eigi að blanda markaðsmálum í barnauppeldi eða láta þau yfir höfuð (auglýsingar með meiru) koma nálægt þeim og hefur Latabæjarævintýrið sannarlega ekki farið varhluta af slíkum vangaveltum, jafnvel deilum.
En í þessari mjög svo athygliverðu könnun hennar Ingibjargar finnst mér sjálfum þetta geta farið saman með jákvæðum hætti, er í hlut á hollusta í mataræði!
Auðvitað eiga lítil börn ekki að læra að meta vatnið okkar góða eða ávexti og grænmeti, einungis vegna þess að þau hafa gaman af vissum sjónvarpsþætti þar sem slík fæða kemur við sögu, en ef það hjálpar og verður til þess að krakkarnir venjast því að neyta hennar, þá finnst mér það gott mál. Og munum, "Að lengi býr að fyrstu gerð"!
Full ástæða því til að minna á þessa málstofu hennar Ingibjargar og hvetja fólk sem hefur áhuga á að mæta þarna á mánudaginn.
Annars hafa nú örlögin hagað því svo, að þessa sömu Dr. Ingibjörgu Gunnarsdóttur, hef ég reyndar þekkt frá hennar fyrsta degi, sem kemur þessu ekki mikið við reyndar, en hún er nefnilega dálítið meir en lítið skyld mér!?
Umbúðirnar skapa matinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.9.2008 | 22:16
Unaðslindin!
Semsagt!
EF meyja fögur mætir þér,
í mjöðmum stöðugt dillar sér.
Þá gerþekkir hún Grefender
og gríðarlega fullnægð er!
Og síðan um um þennan "Stað gleðinnar" sjálfan.
Staður er heilagur, heitur
og hættulegur sem eitur
í albestu mynd,
þó unaðs er lind
Já, RAÐFULLNÆGINGAREITUR!
Hvað skildu annars allar fögru meyjarnar nær og fjær hafa um þetta að segja?
Göngulagið kemur upp um G-blettinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.7.2008 | 15:49
Sunnlendingar! Því meiri rigning nú, því betra.
og ekki bara það og vona að hún verði sem mest, því auk minni úrkomu hafa jarðskjálftarnir bæði árið 2000 og nú fyrr í sumar, haft afgerandi áhrif á grunnvatsstöðuna þarna og raunar víðar á landinu til hins verra!
Ekki langt síðan vísindamenn voru að segja frá því í fréttum, að miklar tilfærslur hafi orði á þessu í kjölfar jarðhræringanna og sumstaðar vatn meira að segja horfið. Bora þarf svo sífelt dýpra eftir neysluvatninu okkar, svo full ástæða er fyrir fólk núorðið að nöldra kannski aðeins minna þegar tíðin verður eins og núna að þessar fellibylsleifar bera slíka úrkomu yfir landið.
vatnið er jú einu sinni undirstaða alls lífs auk sólarljóssins á þessari jarðarkringlu okkar!
Rofar til síðdegis á morgun" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar