Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Takmarkað gildi höfundarréttarlaga, tilgangslítill dómur!

Fyrir það fyrsta er fyrirsögnin á fréttinni ekki góð, að vista höfundarréttarvarðar hugsmíðar í tölvu, er ekki meiri glæpur en að geyma bók eða plötu upp í hillu, en það er miðlunin, dreifingin, sem ekki má.

Ég hef annars á um fimmtán síðastliðnum árum, alltaf annars lagið skrifað um þessi mál er tengjast fjölföldun og dreifingu hugsmíða og þá einkum og sér í lagi tónlistar!
Niðurstaða mín hefur í stórum dráttum alltaf verið sú sama allan þennan tíma og staðfestir þessi dómur sem hér um ræðir, enn frekar skoðanir mínar um að hugsunin með höfundarrétttarlögunum hefur ekki bara verið gölluð heldur líka svo tilgangslaus í flestu!
Auðvitað verða að gilda lög um hugverk sem flest annað, ekki sama hvernig farið er með þau auðvitað og helst eiga ekki aðrir en höfundar sjálfir eða þeir sem fara með réttin, að njóta fjárhagslegs arðs af þeim, ef því er að skipta.
En þessi eilífðareltingarleikur við í flestum tilvikum fáa einstaklinga sem stunda þessa iðju að dreifa tónlist og fleiru, því tækniþróunin hefur orði sem hún er, að gera beinlínis ráð fyrir slíkri dreifingu, er svo vita tilganslaus og skiptir eigendur höfundarréttar í raun engu þegar öllu er á botnin hvolft!
Menn hafa lengi reynt að reikna út meintan skaða af slíkri dreifingu og beinlínis gefið sér hann, en sannleikurinn er nú sá, að hvernig sem menn hafa rembst við að reikna og um leið færa rök fyrir að dreifingin þýði sjálfkrafa tapaðar tekjur, þá hefur það enn ekki tekist með neinum haldbærum né rökföstum hætti!
Það er nefnilega ekki hægt að setja samasemmerki á milli þess að er einn einstaklingur sækir sér til dæmis nýjustu plötuna með Green DAy og tapaðarar upphæðar sem nemur söluandvirðis eins eintaks af plötunni, ekki frekar en að sá er deilir plötunni hefði LÁNAÐ hinum er sótti plötuna með hjálp tölvutækninnar!
ingað til hef ég allavega ekki heyrt neinn reyna að halda því fram, að ef einvher einn lánar vini eða vandamanni plötu, að það hafi talist til tapaðra tekna fyrir viðkomandi listamann, en strangt tiltekið er þetta lán þó ekkert minni "glæpur" en tækniaðferðin!
Að vísu er þarna viss stigsmunur, en í raun engin eðlismunur.

Og þessi dómur?
Hann skiptir í raun ákaflega litlu og þó vissulega sé ekkert grín fyrir orðsporið eða mannorðið að fá skilorðsbundin dóm til tveggja ára þannig séð, þá hefur þessi dómur aðeins afleiðingar aðrar fyrir hina sakfeldu, að þeir töpuðu tölvunum sínum.
Að þessu að sjá, eru nefnilega engin sektarákvæði við brotum sem þessum á höfundarréttarlögunum, sem ég get vart túlkað öðruvísi en Hæstiréttur staðfesti það sem ég tíundaði hér að ofan, að miski höfunda eða eigenda höfundarréttar, meintur beinn skaði, sé einfaldlega ekki mælanlegur þrátt fyrir brotið eða sé hreinlega enginn!


mbl.is Vistuðu höfundarréttarvarið efni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhugsunarvert já, en ekki ný sannleikur hygg ég!

Moggabloggið reyndar fyrir lifandi löngu orðið vettvangur bölv og ragns, svo heldur er nú þar seint í rassin gripið, að fárast sérstaklega yfir því. Ég er svo reyndar þeirrar skoðunar, að vettvangurinn sem slíkur, bloggsamfélagið, eigi í sjálfu sér litla sök á ef hefðun og orðfæri þeirra sem þar safnast inn, hafi þá í raun vesnað til eða frá.Ætli bloggið sé bara ekki sem svo margt annað nýtt, hrein og klár viðbót við samkvæmislíf fólks og þar sé bara eins og alls staðar, misjafn sauður í mörgu fé, sem kann ekki á stundum að hefða sér eða er eins og margur sagði um bræðurna sem voru í brennidepli í gamlaársdagsuppákomunni við Hótel Borg, að "snapa sér fæting" í þó yfirfærðri merkingu!? Mér segir nú svo hugur um! Og svo held ég raunar líka, að með hegðun og orðbragð margra, röflþörf með ómældum skammti af blótsyrðum og jafnvel grófum persónuaðdróttunum og hótunum, séum við að nokkru komin í hring, aftur til millistríðs og seinnastríðstímans, þar sem óheflaður talsmáti og grófur var nú daglegt brauð úr munni almúgans misupplögðum vegna áfengisdrykkju í sumum tilfellum, atvinnuleysis og almennt bágrar stöðu að einhverju leiti! Gallin við bæði lokanir á tengingar við vissar fréttir, hafa hins vegar haft þær leiðu afleiðingar, að þær bitna líka á saklausum bloggurum sem ekki hafa haft uppi nein stóryrði eða dónaskap í athugasendum sínum, það er ekki gott mál. Sömuleiðis er það stór galli við RITSTJÓrnarvaldið, (þetta er nefnilega ekki ritstýring heldur ritstjórn, eins og ég hef margoft reynt að útskýra fyrir bloggurum sem hafa uppi slíkar ritskoðunarupphrópanir) að þegar tenging hefur verið rofin hjá einvherjum við fregn og þá vegna kvörtunar, þarf viðkomandi bloggari að því er virðist alltaf þurfa að sækja skýringarnar sjálfur er hann telur á sér brotið við aftenginguna og botnar í raun ekkert í hví hún hefur átt sér stað! Í því hef ég sjálfur lent tvívegis og það án þess að hafa haft uppi neinar aðdróttanir, getsakir, blótsyrði eða neitt sem talist getur á skjön við reglur Moggabloggsins, en hef aldrei fengið neinar skýringar og raunar ekki leitað þeirra heldur, því ég er heldur seinþreyttur til vandræða og latur að leggja á mig meira erfiði en ég tel í alvöru þörf á! Nú er auðvitað ljóst, að umsjónarmenn Moggabloggsins hafa engin tök á að fylgjast með öllum þeim þúsundum er blogga og eiga út af fyrir sig fullt í fangi með að fylgjast með tengingum við fréttir einar og sér og kvörtunum síðan þegar þær koma upp. Samt virkar það já svolítið tilviljunarkennt á stundum er tenging er rofin, svo ætla má að rökstuðningur þess sem kvartar þurfi oftar en ekki að vera mikil, nú eða engin til þess að tengingin sé rofin!? En þetta eru nú bara vangaveltur, kannski ekki neinn sérstakur sannleikur, þó málin líti á stundum út í þessa veruna! Moggamenn ættu kannski að taka sig til og koma með skýrar og greinargóðar útleggingar á þessu, svo ég og aðrir getum hætt að vera með slíkar vangaveltur og það sem kannski meira væri, að bloggarar ýmsir hættu að hrópa Ritskoðun!! í tíma og ótíma er þeim þætti að sér eða öðrum bloggurum ósanngjarnt vegið! örlítið svo að meira umburðarlyndi gagnvart ofbeldi,sem "Össur frændi" og svo sem fleiri hafa verið með pælingar um í seinni tíð og vitnað er til í fréttinni. Ofbeldi hefur einfaldlega færst nær og nær okkur frá fleiri en einni hlið til dæmis með stafrænu byltingunni og samruna hennar meira og minna við tölvubyltinguna. Þróunin óhjákvæmilega eða ekki, hefur einfaldlega verið sú, að ofbeldi, kynlíf og fleira, er bara meira og minna ráðandi í flestri eða allri afþreyingu, hvort sem litið er til tónlistar, kvikmynda eða tölvuleikja. Það hefur í sjálfu sér ekki verið vandamál sem slíkt nema upp að vissu marki, en þegar firring vegs jafnframt í þjóðféfélaginu, slíkar þrengingar verða almennt eins og Bankakreppan hefur haft í för með sér, (og ekki sér fyrir endan á) atvinnuleysi, áfengis- og eiturlyfjaneysla með meiru, þá á þetta nú ekki að koma mönnum mjög á óvart held ég! En nú er ég líka sjálfur komin í hring hehe, nefndi þetta jú að hluta hér ofar líka og því farin aðeins að endurtaka mig. Þetta blasirsemsagt við og ætti sem ég segi ekki að koma Iðnaðarráðherranum okkar glaðhlakkalega á stundum neitt á óvart nú sem einhver ný uppgötvun eða sannindi! En eins og má lesa, líkar Moggamönnum ekki svo ílla að fá Össur karlinn sem stuðningsmann sinn við hertari aðgerðum og reglum, er pínu broslegt þó, því ekki hefur hann nú alltaf talist "merkilegur peningur" á þeim bænum gegnum tíðina! Ég var svo líka í þessu samhengi aðeins að hugsa um að bæta við þarflegum pælingum í tengslum við þetta er varðar rökfræði og raunsæi í málflutningi á Moggablogginu á köflum, sérstaklega að því tilefni að mikil læti spunnust og heitar umræður hjá félaga mínum Jens Kristjáni Guðmundssyni varðandi ábendingu hans á tengil er sýndi raunverulegt ofbeldisverk ungra misyndismanna í Úkraníu. Þó held ég að ég geymi það eitthvað, þetta orðið nokkuð gott og langt, en eitt af því sem jafnvel hinir ágætustu rökræðumenn lenda í er þeir í ákafa sínum eru að glíma á "Orustuvelli Orðsins", er að þótt þeir bendi réttilega á veilur hjá einhverjum og núi viðkomandi um nasir, þá þýðir það oft ekki endilega að viðkomandi hafi þar með rangt fyrir sér! En sjáum til með það síðar.
mbl.is Umræðuhættir á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

xp reynst mér vel!

Búin að vera með xp nær allan þess líftíma já og það reynst vel í stórum dráttum! Auðvitað eins og flest eða allt frá Microsoft, götótt reifi sem sí og æ hefur þurft að staga í og bæta, einstök verkfæri eins og Internet Explorer líka almennt verið tilvalin skotspónn harkara, en mörg forrit skrifuð fyrir Windows en frá öðrum framleiðendum, mörg hver reynst alveg ágætlega með xp, ýmis brennslu- og hljóðupptökuforrit til dæmis sem og mörg jaðartæki og þeirra hugbúnaður sem ég hef notað.
Er þetta na´nast hrein hamingja miðað við hitt og þetta í Vista, sem auk atriðana sem talin eru upp í fréttinni hefur svo ekki síðast þegar ég frétti fengið uppfærslu á ýmsu sem MS boðaði til dæmis hraðari ræsingu kerfisins og fleiri agnúum!
Vonandi fær xp að halda sér fram að Windows 7 allavega, sem svo hamingjan má vita hvort verður eitthvað betra eða eftirsóknarverðara fyrir tölvunotendur á MS línunni en Vistagarmurinn!?
Á mitt eintak af Vista, en vil ekki setja það upp nema stuðningur við viss forrit sé fyrir hendi, sem reyndar lítur nú ekki út fyrir að verði.
mbl.is Hvetja Microsoft til að taka Windows xp ekki af markaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samhengi á milli?

Norðurland ekki tilgreint í þessu sambandi, en það gerðist nú samt, að tölvan mín drap bara á sér á sama tíma og ekki einu sinni heldur tvisvar!
Skildi vera samhengi þarna á milli, leynileg hryðjuverkaárás gegn sérstaklega mér?
Eða það sem kannski er líklegra, garmurinn bara að gefa sig í ofurvinsældum og álagi eigandans á Moggablogginu, hann orðin sá 16 vinsælasti þessa stundina haha!
En Keðjuverkun, Chain Reaction, minnir mig að sé nafn á biómynd með Keno Reaves, ekki satt?
mbl.is Truflun í spennustöð olli keðjuverkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband