Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Ætla menn áfram að berja höfðinu við steininn?

Að undanförnu hef ég lagt mig fram í umræðu í bloggheimum gegn frumvarpinu um lögleiðingu á sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum.
Bent á fjölmörg rök sem beinast gegn slíkri breytingu og reynt til hins ítrasta að leiða hinum ýmsu fylgjendum fyrir sjónir, að í raun og sannleik eru engir hafsmunir fyrir viðkomandi í húfi, heldur þvert á móti sé hætta á verra ástandi á allan hátt í áfengismálum landsins og þykir þó alveg nóg um!
Þessar tölur koma nú ekki beinlinis á óvart er til dæmis kom í ljós árið 2004, að bjórneyslan ein og sér hafði áratugin á undan aukist úr 30 lítrum á hvern landsmann að meðaltali í hvorki meirra né minna en 67, sem manni fannst að hlyti að slá nærri heimsmeti!?
Þessi neysla og heildarneyslan þá var þó ekki nema á ssvipuðu róli og hjá Svíum (sem merkilegt nokk hafa verið strangir í þessum málum eins og við!) og Norðmönnum, en langtlangt á eftir neyslu Dana og Finna, sem í "frelsinu" hafa drukkið meir en tvöfalt ef ekki hátt í þrefalt meir að meðaltali!
En með þessa nýju staðreynd á borðinu, hvergi hafi neyslan aukist eins mikið og hér sl. 25 ár, hvað hyggjast ýmsir fulltrúar á hinu háa alþingi gera?
Halda áfram að berja hausnum við steininn, að það sé bara og það -afþvíbara- nauðsynlegt fyrir þjóðina að geta keypt léttvín og bjór sem nemur allt að 22% styrkleika í matvörubúðum!?
Langar þessu fólki kannski endilega að sjá töluna 100% aukningu á neyslunni, er tölur verða kannski birtar næst 2122 eða eitthvað, eftir að þessi stórhættulega breyting hefur verið knúin í gegn og staðið í þessi ár?
Væri ekki nær að fara að skoða frekar hvort aðgengið sé ekki nú þegar of MIKIÐ, fræðslan sé e.t.v. ekki næg o.s.frv. um leið og að kannski starfsemi ÁTVR verði skoðuð og rannsóknir gerðar á hverju þar mætti breyta til batnaðar varðandi til dæmis þjónustuna úti á landi!

Meira hangir á spýtunni!

Það sem svo hefur ekki farið of hátt í þessari léttvíns og bjórs matvörubúðavæðingu nú, er að ef þessi breyting nær í gegn mun hún að öllum líkindum þýða endalok ÁTVR í núverandi mynd!
hlutfall sterkra vína hefur allt frá lögleiðingu bjórsins 1989, farið niður á við og er nú komin vel niður fyrir 10% af heildarneyslunni!
Það segir sig því sjálft að grundvöllur þeirra um 40 verslanna ÁTVR sem reknar eru víða út um land í dag, (flestar þó auðvitað á höfuðborgarsvæðinu!) brestur og varla verður möguleiki á rekstri nema kannski örfárra búða með einungis sterk vín í boði!
Og ætli blessðuð landsbyggðin myndi ekki helst gjalda fyrir það, þarf varla að ræða það frekar!
Og þá yrði lausnin að koma brennda víninu bara líka í matvörubúðirnar ekki satt sem menn nú segja af og frá!
Það læðist auðvitað að manni grunur um hreina hræsni ofan á allt annað í þessu mali öllu, en í ljósi sögunnar vill maður þó frekar kenna um ofurkappi við að halda í atkvæði sín, frekar en hinu.
En hversu oft hafa alþingismenn ekki einmitt orðið uppvísir af vondum og vanhugsuðum vinnubrögðum við lagasetningar, við slík og svipuð tækifæri, sem svo hefur síðar þurft að leiðrétta eða jafnvel hnekkja fyrir dómi!?
Öryrkja- og kvótalagasetning, að ekki sé nú minnst á eftirlaunafrumvarp og fjölmiðlalögin alræmdu, nægir vel og rúmlega það, til að skilja hvað við er átt!
Best væri að kasta þessu bara í ruslið sem fyrst og snúa sér þess í stað einhverju sem í raun og sann er þjóðinni til gagns og heilla!


mbl.is Áfengisneysla jókst um 65% á Íslandi á aldarfjórðungi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tónninn Gefin!

J'a, þeir vita sína viti þarna hjá SVÞ, með sinni sérfræðingasveit um hvað slær í gegn þessi komandi jól, ekki vantar það nú!
Og svo er það þessi könnun, væri nú satt best að segja nær, að fólk færi nú aðeins að draga úr eyðslunni, spara, frekar en að eyða svo miklu og þótt til gleði sé!
Sjálfur kemst ég ekki nállægt þessum tölum um meðaleyðsluna, svona 15 þúsundkallar munu í mesta lagi hverfa úr mínu veski!
En þetta með jólagjöfina!

Enn þjóðin er þónokkuð hress,
við þensllunna segir nei bless.
Heldur bætir í bara
og bráðum mun fara
að ganga með GPS!


mbl.is Jólagjöfin í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bestir í dag!

Ekki nein spurning, Arsenal eru sterkastir í dag, hafa tapað fæstum stigum og eru farnir að minna mann óþægilega á tímabilið ótrúlega hjá 2002 til 3 ef mig misminnir ekki, þegar þeir tóku deildina án þess að tapa einum einasta leik!
En þótt Unitedmenn og sömuleiðis Chelseamennn trúi því ekki, þá held ég enn að þegar líða fer á tímabilið, muni þetta verða barátta "Skyttanna" og "Rauða hersins", eins og ég spáði í upphafi og stend við til hins ýtrasta!
mbl.is Arsenal endurheimti toppsætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Unitedheppni og "hvor"!

Ekki að spyrja að heppninni hjá Man. Utd.!
Blackburn búið að vera líklegra í fyrri hálfleik, Evra reddaði einu sinni á síðustu stundu og hinn merkilegi og marksækni SAmba dúndraði í samskeytin úr aukaspyrnu, en þá duttu þessi tvö vegna dekkingarskorts og óheppni!
En Þetta er ekki meistaraheppni, bara heppni!

Og "Tottararnir" virðast vera komnir á beinu brautina!
En til ritara fréttarinnar.
Lennon og Bent skoruðu ekki sitt markið hver heldur HVOR!
SVona "leiðinda" athugasendir verða líka að vera með annars lagið!


mbl.is Ronaldo með tvö mörk og United á toppinn - Tottenham vann stórsigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æ, ég veit ekki!

er eindregið hlynntur að almennir borgarar tjái hug sinn og mótmæli sem mest og best því er yfirvaldið framkvæmir eða/eða ákveður!
Glotti til dæmis yfir því þegar VAlgerður blessunin varð svo viðkvæm og taugaveikluð yfir borðanum "Sökkvum Valgerði" því með viðbrögðum sínum gerði hún viðkomandi mikin greiða og margfaldaði athyglina að óþörfu!
Níðstangir geta líka alveg verið sniðugar og borið með sér áhrifamátt, eins og þær ku hafa gert til forna, en á stallinum við styttu Jóns og gegn ákveðnum fjölda fólks, þá yfirgnæfandi meirihluta alþingis..? Nei, veit ekki alveg hvort það var sniðugt, frekar en að ´hella málningu á mann og annan og alls ekki fyndið eins og borðin með Valgerði var nú eiginlega fyrst og síðast!
En endilega að halda áfram að láta skoðanir í ljósi og mótmæla, það er stór hluti þess sem er ekki hvað síst mikilvægur við lýðræðið!
mbl.is Níðstöng reis á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvert vilja menn eiginlega komast?

Eitthvað í þessa áttina dettur mér stundum í hug, þegar svona ofsaakstursfregnir birtast.
Nú veit ég auðvitað sem er, að þarna eru oftar en ekki annars vegar um unga ökumenn að ræða sem kunna sér ekki hóf eða hafa sumir ekki þroska enn þrátt fyrir tilskilin aldur og próf og/eða svo hins vegar "Stúta undir stýri". En svo eru hinir líka sem falla ekki í áðurenefnda flokka, en eru ekki síðri "fantar" á leið í flug eða annað og víla ekki fyrir sér að kitla pinnan ótæpilega með voðalegum afleiðingum oft á tíðum!
Verður þá endastöðin önnur en í upphafi var áætluð.
Tvöföldunin mun þó þegar hafa dregið eitthvað úr slysahættunni geri ég ráð fyrir, en hún er sannarlega áfram fyrir hendi og mikil, ef hraðanum er ekki haldið niðri!

Ökufanta, oft þú sérð,
ólma á þessum stað.
hálfvita á hraðri ferð,
til Heljar, eða hvað!?


mbl.is Hraðakstur á Reykjanesbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þolinmæði er dyggð!

Já, eftir stórskotahríðina fyrr í vikunni, 8-0 sigurinn makalausa í Meistaradeildinni gegn Besiktas, var maður viðbúin því að allt annað yrði upp á teningnum í dag!
SVo varð líka, en þó fyrst og síðast vegna frammistöðu finnska markvarðarins Niemi!
5-0 hefðu til dæmis ekki verið óeðlileg úrslit!
En það þurfti semsagt töframanninn Torres til að brjóta ísinn og það aðeins um 10 mínútum fyrir leikslok!
En þetta með þolinmæðina, sem að sönnu já er dyggð í mörgum skilningi og á ýmsum stöðum!

Í lífi jafnt sem leikjum innan vallar,
af langri reynslu flestir munu kynnast.
Að þolinmæðin þrautir vinnur allar,
Þegar góðir sigrar skulu vinnast!

Nýtt tilbrigði við gamalt stef, en gömul stef og góð eru svo vel til þess fallin að spinna við þau mörg tilbrigði!

Annars varð maður aftur svekktur fyrir hönd Gústa vinar og frænda, sem og annara er halda með Sunderland í dag. Liðinu mistókst semsagt enn að vinna þrátt fyrir að hafa átt það fyllilega skilið gegn nágrönnunum í Newcastle!
Annars vakti ekki síst ein setning Harðar Magnússonar athygli í lýsingunni, undir lok hálfleiksins um hinn harða miðjumann Newcastle, Joey Barton!
Þessi strákur frá Liverpool ekki barnanna bestur hvorki innan vallar en utan, en ummæli Harðar voru þó kannski einum of!
"Þið fyrirgefið, en Joey Barton er bara vitleysingur"!
Menn sjálfsagt viðhaft slík orð fyrr og í svipuðum kringumstæðum, Barton hafði þarna er Hörður lét þessi orð falla, látið helst til harkalega að sér kveða án þess þó að dómarinn gerði athugasend, tók ekki eftir né hans aðstoðarmenn að líkindum!?
Þetta er þó kannski einum of mikið í lagt, menn eru bara misbaráttuglaðir og hafa sömuleiðis misjafnlega góða stjórn á skapi sínu. Margir fleiri þekktir leikmenn glíma við slíkt og hafa gert, t.d. roy Keene Patric Vierra, Wayne Rooney, Neal Ruddock, Peter Reed,Alan Smith, Lee Boyer, Danny Mills,Greame Souness og Vinnie Jones, svo nokkur nöfn séu nefnd frá nútímanum og aðeins til baka. Allir voru og eru þessir kappar frægir fyrir eða eru það enn fyrir harða framgöngu á vellinum, en ekki síður líka utan hans, margir hverjir þeirra allavega. Auðvitað ekki til eftirbreyttni, en ég efast samt um að orð eins og að viðkomandi væru beinlínis nefndir vitleysingur eða slíkt, hafi verið viðhöfð um þá svona í beinni útsendingu, þótt viss hefðun þeirra hafi vissulega fallið undir slíkt í ýmsum tilvikum!


mbl.is Benítez: Sýndum þolinmæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

9. nóvember - Dagur íslenskrar tónlistar!

Já, dagurinn sem er að líða, er hinn ágæti Dagur hinnar íslensku tónlistar!
Honum eins og sjálfsagt margir vita, verið gert hátt undir höfði, m.a. íslensk tónlist í öndvegi á rásum ríkisútvarpsins, ekkert eða því sem næst spilað af erlendri tónlist!
tónlistarmenn sjálfir gerðu sér svo lítið fyrir og heiðruðu hinn lágvaxna en djúpvitra tónlistarblaðamann og frænda minn, Árna Mattíasson fyrir hans störf um árabil á Mogganum m.a. í þágu tónlistarinnar!
Þegar ég sjálfur byrjaði í svipuðu starfi á Degi sællar minningar árið 1990, hafði Árni þá þegar starfað nokkur ár hjá Mogganum, þau áreiðanlega orðin vel rúmlega tuttugu hjá "Gömlu kempunni"!
En ég vildi nú ekki láta mitt eftir liggja í dag, þótt komin séu um níu ár frá því ég hætti, eða um það bil jafnlangur tími og ég brölti í "Skríbentabransanum" fyrir DAg, Dag-Tímann, Dag, heldur hef verið að rúlla yfir og rannsaka nýskífur á borð við með Austfjarðablásaranum ógurlega, skólastjóranum og bloggvini mínum Einari Braga, Elísu fyrrum söngkonu Kolrössu/Bellatrix, múgison, systkinabandinu athygliverða frá Sandgerði Klassart og Villa naglbýt,s em ég skrifaði grein um hérna á blogginu fyrir skömmu!
Hellingur af öðru svo á leiðinni, fastir liðir semsagt eins og venjulega, ekkert síður plötuflóð fyrir jólin en bókaflóð, góðu eða íllu heilli!?

Til lukku með daginn tónlistarmenn sem annar landslýður!


En hvað fær Björgúlfur í staðin?

Það er nú spurningin sem strax kemur upp í huga minn!?
Verður Landsbankinn í aukahlutverki eða bakgrunni í einverhju erkanna? Eða kannski Upton Park, heimavöllur fótboltaliðsins West Ham United, sem er í eigu björgúlfs, verði bara vettvangur einhvers glæpaleikrits skrifuðu af til dæmis Ævari Erni Jósepssyni?
Ég veit ekki, en þetta vekur óneitanlega athygli, að svona sé blásið sérstaklega í lúðra og um svo fastbundin samning við einn mann sé að ræða!
Nei, ætli verði ekki bara gerð almennileg fimm þátta sería um Haskipsmálið, þar sem ekkert verður dregið undan og óréttinum sem beitt var m.a. gegn björgúlfi þar sérstaklega gert hátt undir höfði!?
Mér litist bara vel á það og í raun og veru og í fullri alvöru, ætti kannski að vera löngu búið að gera slíka heimildarmynd og það án þess að ein króna kæmi frá björgúlfi eða Ragnari Kjartanssyni!
Hin hliðin á þessu er hins vegar sú, að spyrja má líka hvort svona samningur, langtímakostun á eyrnamerktu efni, sé ekki komin yfir strikið er varðar fjölmiðil í jú þrátt fyrir hlutafélagsvæðingu, eigu þjóðarinnar?
Nóg þykir þeim er standa í einkarekstrinum nú þegar um alla kostunina og auglýsingarnar hjá Sjónvarpinu, svo þeir eru áreiðanlega ekki mjög hýrir á brá með þetta gæti ég trúað!
Reyndar var svo fyrr á þessu ári ef ég man rétt, líka blásið í lúðra af svipuðu tilefni, en þá var það menntamálaráðherran sem var í sporum björgúlfs, að tilkynna samning ríkisins við RÚV og hann átti jú líka að tryggja fé til innlendrar dagskrárgerðar til einhvers lengri tíma!
Því finndist mér nú satt best að segja að hinir mörgu efnamenn landsins mættu nú alveg huga að Skjá einum og Stöð 2 núna, hafi þeir fleiri áhuga á að efla íslenska dagskrárgerð í fjölmiðlum!
ER mikill stuðningsmaður RÚv, en það eru og eiga að vera takmörk fyrir öllu!
mbl.is Björgólfur Guðmundsson leggur fram fé til framleiðslu sjónvarpmynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Er Sigrún Elsa sætust af öllum"?

Þannig spurði einn góðkunningi minn þegar enn einn gangin birtust myndir frá borgarstjórn reykjavíkur í fréttatíma!
Ég svaraði nú sem er, að ég hefði nú ekki séð hana, en meira að segja konur hefðu haft uppi lofsyrði um útlit hennar í mín eyru, svo eitthvað hlyti að vera til í þessu!
Annars veit ég svosem ekki, okkar á milli sagt, þær sem ég hef nú séð fyrrum eru ansi flottar margar, já eiginlega bara allar, Margrét Sverris, Svandís,Hanna Birna, Oddný Sturlu (fv. hljómborðsleikari í Ensími, man nú eftir henni sérstaklega þess vegna!) og allar hinar!
Æ, annars finnst mér bara stelpur á öllum aldri sætar, vil nú endilega koma því á framfæri!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 218001

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband