Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Þættir um Karþago, ekki missa af þeim!

SEm gamall bókaormur fram eftir aldri og fíkill í fróðleik af öllu tagi, var Rómarveldið til forna sem og Grikkja m.a. sem vakti áhuga.
SVjónvarpið hefur löngum líka verið ötullt við að sýna efni sem tengist þessum tíma og öðrum og nú í kvöld verður fyrri þáttur af tveimur um borgríkið Karþagó, sem Rómverjar stóðu lengi í stappi við, tekin til sýningar.
Þeir sem áhuga hafa á mannkynssögunni og bara af þáttum sem slíkum, ég tala nú ekki um breskættuðum eins og þessir eru, ættu ekki að láta þá framhjá sér fara og það þótt komið sé hásumar og sjónvarpsgláp ætti að vera í lágmarki!
Annars minnist ég þess alltaf með brosi á vör, að í hinum hágöfugu bókmenntum um Ástrík GAllvaska, var Kato, rómverska sagnamanninum mikla með meiru, gert hátt undir höfði og þá hinni frægu setningu sem hann ku alltaf hafa endað sínar frómu ræður á og var eitthvað á þessa leið:

"Auk þess legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði"!
Jamm, bækurnar um Ástrík og félaga í Gaulverjabæ úr smiðju Gossini og Urderzo, eru og voru endalaus skemmtun. Barátta þeirra lon og don við rómverja, hefur reynst bæði börnum og fullorðnum mikil skemmtilesning í áratugi!


VIVA ESPANIA, VIVA TORRES!

Glæstur sigur, gleðitárin renna,
gulur, rauður, svartur blakktir fáni
Hjörtu ungra manna heitt já brenna,
heill sé þeirra landi núna SPÁNI!

Jájájá, Lifi Spánn, lifi Fernando Torres, maðurinn sem skoraði sigurmarkið! Frábær sigur Spánverja og fyrir framsækin sóknarfótbolta! Amen!


mbl.is Spánn Evrópumeistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EM 2008 - ÚRSLITALEIKURINN!!!

Megi betra liðið, SPÁNN, vinna!

Spennan að hlaðast upp jafnt og þétt, úrskurður kveðin upp eftir örfáa tíma, vherjir séu bestir, verði Evrópumeistarar 2008.
Spánverjar eru með betra lið, á því leikur ekki vafi í mínum huga og þeir hafa bæði unnið alla sína leiki og spilað betur í heild en Þjóðverjar.
EF Michael Ballac verður svo ekki með í þýska liðinu, verður það að teljast mjög erfitt fyrir þá og auka þar með enn meir sigurlíkur Spánverja!
En samt, þegar út í svona leik er komið, taugarnar spenntar til hins ýtrasta, þá er það ekkert endilega getan eða gæði boltans sem ræður úrslitum, heldur sigur- og baráttuviljin auk heppni sem kann að skilja á milli!
Ég vona þó innilega að það verði liðið sem sýnir betri leik og skapar sér fleiri færi sem vinni og þá auðvitað þeir spænsku!
Þjóðverjar hafa þegar unnið mótið þrívegis, síðast 1996 í Englandi gegn Tékkum þar sem Oliver Bierhoff skoraði gullmark í framlengingu, ef ég man rétt, en Spánverjarnir bara einu sinni, '64 eftir sigur á Sovétmönnum.
Casillas og félagar eiga með sínum lipra leik að geta klárað þetta með glans.
Megi svo verða!

Spá:

Spánn - Þýskaland 3-1.


mbl.is Væntingar í Vín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hamingjan góða!?

Nei, þetta endurspeglar ekki beinlínis yfirskrift þessa mannamóts á STröndunum norður og vestur!
púkinn í manni vill samt aðeins sprikla þrátt fyrir það, kannski ekki við hæfi, en látum það samt flakka.

Hamingjan á Hólmavík,
hefur ásýnd "fríða".
Berum hnefum, beita "frík"
börnin detta 'íða!

En íbúar annars staðar á landinu eru nú lítið skárri á stundum og það á hinum ýmsu dögum, ekki vantar það nú, fjandakornið!


mbl.is „Óhamingja“ á Hólmavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Magga mun standa sig!

Já, er viss um að hún Margrét mun standa sig í þessu stykki, kannast nú aðeins við kvinnu og hennar störf gegnum tíðina. Svo hafa nú óbein tengsl myndast hjá okkur, sem ég fer annars ekki nánar út í.
Hins vegar skulu menn nú hafa þá staðreynd í huga, að það veldur engin ein manneskja eða kemur í veg fyrir að eitthvað bjáti á, þar sem 10000 gestir eða fleiri safnast saman á stuttum tíma!
En vonandi verður bara gaman yfir Verslunarmannahelgina á Akureyri, veðrið verði gott og sem fæst beri til neivkæðra tíðinda!
Og svo bara þetta!

Magga B er fagurst fljóð,
flestir það nú sjá.
En hún er líka gáfuð, góð,
guð það vita má!


mbl.is Öðru vísi stemning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

100.000 flettingar handan við hornið!

í pínulitlu sjálfhverfingskasti áðan, tók ég eftir því að ég er rétt við það að ná þessari merkilegu tölu í flettingunum!
Mér finnst það alveg bærilegt eftir rétt rúmlega ár, hafandi ekki nokkurt einasta markmið eða yfir höfuð hugmynd um þessa hluti lengi vel!
Er þó bara smákarl miðað við minn góða félaga Jens og bombuna Gurrí og stöllu hennar Jenný m.a. til dæmis, en það gerir ekkert til, ég uni glaður við mitt og rúnlega það!
Enda er ég eins og segir í textanum ódauðlega með Þursunum, "ÉG er pínulítill kall, ég er obbó, obbó, obbólitill kall"!
Nema...,
auðvitað þegar og ef ég nenni að
TAKA Á'ONUM STÓRA MÍNUM!?

Nú á Náttúran leik!

Jamm, hennar er sannarlega sviðið þessa stundina og frameftir kvöldi!
Vonandi fer þetta bara vel fram og fólk mæti sem flest, burtséð frá því hvort það er hliðhollt málstaðnum eður ei!

Landsmenn, þyrpist nú þið,
á þennan Náttúrulið.
Sigur rós sjá,
seyðandi já
Og Björk stíga síðast á svið!


mbl.is Björk síðust á svið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvurn andskotann...!

Eins og það er nú gríðarlega ánægjulegt að lesa um upprennandi ungt og efnilegt íþróttafólk, sem byrjað er að láta verulega að sér kveða, eins og þessi unga stúlka frá Djúpavogi er dæmi um, þá fer það alveg gríðarlega í taugarnar á mér þegar öðru og alls óskyldu er blandað inn í umfjöllun um það!
Já, hvurn andskotan á það að þýða að hálfu þess sem þetta skrifar, að blanda eigin skoðun á útliti stúlkunnar í umfjöllun sína?
Það kemur nefnilega lesundum nákvæmlega EKKERT VIÐ hvað honum finnst eða þykir og það er beinlínis óviðeigandi og ekki við hæfi að vera með slík orð frá eigin brjósti!
Vegni stúlkunni hins vegar sem best í golfinu eða öðrum íþróttum sem hún stundar, sem og öðru ungu fólki sem er að vekja athygli með hæfileikum sínum og góðum árangri!
mbl.is Engar veimiltítur sem koma að austan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Merkilegt, en það eru ekki kosningar á morgun!

Að S listin skuli nú í hverri könnuninni á fætur annari mælast með hreinan meirihluta, verður já að teljast nokkuð merkilegt á vettvangi pólitískra dægurmála.
Það hefði nú þurft að segja manni þetta að minnsta kosti tvisvar, að slíkt gæti gerst, fyrir ekki lengra en ári eða svo, en "frasin" góðkunni að "vika sé langur tími í pólitík" á víst vel við um þetta.
Og hann má líka hafa í huga með framhaldið, því um þessar mundir er kjörtímabilið aðeins hálfnað samkvæmt lögum og reglum og áreiðanlega á mikið vatn eftir að renna til sjávar áður en 2010 er kjósa á næst rennur upp!
Auð vitað gæti dregið enn og aftur til tíðinda áður og það kæmi nú ekki á óvart út af fyrir sig eftir allt sem á undan er gengið, en það verður tímin bara að´leiða í ljós.
En ríkjandi valdhafar munu sem fyrr ríghalda í sín völd og láta þau ekki af hendi fyrr en í fulla hnefana, það er deginum ljósara eftir allan þann Sirkús sem fram hefur farið sl. mánuði og skiptir þá engu virðing fyrir kjósendum né hvað þeir segja í einstökum skoðanakönnunum!
mbl.is Samfylkingin fengi meirihluta í borgarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenskar valkyrjur á vaðandi siglingu!

Maður er bara enn að meðtaka hverslags ævintýri þetta er með íslenska kvennalandsliðið í fótbolta, svona mitt í veislunni hjá körlunum í EM í Sviss og austurríki!
Þegar seinni leikurinn við Frakka 28. held ég september verður farin að nálgast, mun þó þessi stórkostlegi sannleikur örugglega fyrir fullt og fast vera komin inn!
Ætti svei mér bara að fara bráðlega að huga að hópferðum, örugglega einhver áhugi á og bölvað olíuverðið þá líka vonandi komið eitthvað niður svo dýrt fargjald gerði slíkt ekki ómögulegt.
Bara svo til lukku hin íslenska þjóð með þessar masserandi valkyrjur sem vonandi já láta ekkert stoppa sig í að brjóta blað í íslenskri knattspyrnusögu, komast í úrslitakeppnina á EM í Finnlandi 2009!
mbl.is Þetta var frábær frammistaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband