Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Svona er lífið!

Jamm, í fjórða eða fimmta skiptið í vetur, skellur yfir mikil ofankoma á vestan- og norðanverðu landinu. Samt, allavega hér í höfuðstað norðurlands,hefur þetta þó tekið mjög hratt upp oftast og mun sjálfsagt gera það líka núna. En allur er varin já góður og snjóflóð ekkert grín. En..
Á norðurlandi hamslaus hríð,
hrellir mannabólin.
Á Akureyri undurblíð,
yljar þó nú sólin!

Þannig er nefnilega staðan í augnablikinu.


mbl.is Snjóflóðahætta á Norðurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endurreisn til fortíðar!

Húrrahúrrahúrra fyrir gamla góða D flokknum!

Fram er komin formaður
úr fortíðinni.
Drekka skulið dýrt hans minni,
svo drottni ríkt í eilífðinni!

Fulltrúi fjölskyldnanna fjórtán og Engeyjarættarinnar er þá aftur komin til æðstu valda, ef það er ekki afturhvarf ti fortíðar, þá er það ekki til! En hvort endurreisnin torræða mun í raun og sann nást nú, ja, það er aftur annað mál, að í fylgsnum fortíðar geti falist framtíð svo björt!? En niðurstaða skýrslu endurreisnarnefndarinnar var, að "fólkið brást en ekki stefnan". Þá kom Geir og sagði að svo væri ekki, heldur hefði stefnumörkunin um dreifða eignaraðild á bönkunum, brostið og á því bað hann flokksþingheim afsökunar fyrir sína parta. Síðan var það Davíð í gær, sem ekki bara bar sig að jöfnu saman við frelsarann Jesú Krist, heldur kallaði nefnda skýrslu hrákasmíð og gerði lítið úr formanni skýrslugerðarinar í leiðinni, vilhjálmi Egilssyni. Í morgun kom Geir aftur og sagði að orð gamla formannsins væru ómakleg hvað varðaði vilhjálm og skýrslugerðarmenn aðra, þannig að allt er bara komið í hring! En þegar þetta er skrifað er enn eftir að kjósa formann til vara, "Hringa-vitleysan" kórónast kannski þar, ef Kristján Þór fer eftir allt gegn Þorgerði, þó hann hefði margítrekað að hann vildi bara í formannin, en segði samt í leiðinni, að í pólitík væri ekkert ómögulegt eða útilokað!? En semsagt, eitt sinn var BB og nú aftur BB, en ekki björn Bjarnason eins og leynt og jóst var markmið stórs hóps í flokknum, heldur Bjarni Ben. Það tókst á einum sjö árum með hann, sem ekki tókst hjá birni á einvherjum 18 ára ferli!


mbl.is Bjarni kjörinn formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Limra!

örlögin ógurleg,
eru á þennan veg.
Kaldir og kramdir,
á kross erum lamdir
Jesus Kristur og ÉG!

(Hugmyndin af síðustu línunni kemur vitaskuld utanað frá, samnefnd ljóð orti Vilhjálmur frá Skáholti ef mig misminnir ekki!)


mbl.is Vilhjálmur: Ómakleg ummæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tregatorf!

Á mig leitar sorg og sút,
sálarheill í veði.
Komin er með hjartahnút,
horfin ást og gleði.

Stúlkan mín er stungin af,
stöðugt grætur hjarta mitt.
Öðrum víst í gærkvöld gaf,
gimsteinshringað loforð sitt!
Einn því sit nú miður mín,
myrkra- gerist þessi staður.
Örlaganna eina sýn,
ætíð verði TREGANS maður!


En hvers á Siv að gjalda?

http://visir.is/article/20090326/LIFID01/537002678/-1 ÉG bara spyr, þessi eilífðarskvísa sem beinlínis hefur bólgnað út af kynþokkanum og gerir fátt eða ekkert til að leyna honum!? Eða er þetta svona "Gentlemen Prefer Blondes" leikur svona til að hamra á þeim ljósu, fyrst þær eru nefndar Hillary og ÞK? Og er verið að ýta undir þessa leiðindaímynd um íslensku kvenntýpuna, helst og mest ljóshærða? Veit ekki, en mér finnst þær dökku eiginlega eða fannst öllu heldur, meira fyrir augað og mitt hjarta svo ég "hégómist" pínu meir! Unnur Birna og mamman hennar Unnur Steins, að ég tali nú ekki um Hrafnhildi mína Hagfsteins og mömmu hennar, Gunnhildi, en þær tvær síðasttöldu auðvitað í sérflokki hjá mér að vissum ástæðum. En áfram með þær pólitísku, þá skil ég annrs ekkert í hví Kata Júll er ekki alveg eins þarna, nú eða ég veit ekki hver! Hver ætli annars hafi vakið athygli á ÞK. og komið henni inn á þennan lista í upphafi? En loks með hana í samanburði við frú Hillary, þá verða menn nú að taka með í reikningin, að einhver átján eða nítján ára aldursmunur er á þeim! En líkur he´r með um óákveðin tíma slíkum "háfleygum og innihaldsríkum" skrifum vorum sem þessum um óákveðin tíma! Þó rétt að taka það fram til að forðast upphlaup og afbrýðissemi, að ég elska og dái mínar mörgu bloggvinkonur nokkurn vegin jafnt, bara "mismunandi jafnt"!

Manni "Huldumaður"!

Segi nú ekki að mér hafi fundist Ármann skemmtilegasti strákurinn í bekknum, en alls ekki slæmur og bara með góðan slatta af sjálfsáliti, sem greinilega hefur nú beðið nokkurn hnekki eftir þetta prófkjör eða verið svo misboðið að hann hefur tekið þessa ákvörðun!?

Og framtíðin virðist opin og allavega að hluta á "Huldu" eða kannski frekar hjá, í og með Huldu!?


mbl.is Ármann gefur ekki kost á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mörg er búmannsraunin!?

Nú læsist um hjarta mitt hrím,
hart sem sterkasta lím.
Því maður ei má,
af mikilli þrá
Skíra sig Skalla(-)Grím!

Ææ,það er já margt óréttlætið í þessum heimi!


mbl.is Mannanafnanefnd klofnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á þessum úrslitum áttu víst fæstir von, nema ef vera skildi aðdáendur Man. Utd.!?

Ja, eins og góður maður segir stundum, "Maður spyr sig"!? 13-1 í þremur leikjum á einni og hálfri viku telst ekki mjög slæmt allavega þar af 9-1 í tveimur deildaleikjum! Maður er nú oft hræddur við svona stórsigra, leikir kunna að koma á eftir þar sem ekkert gengur að skora svo vel er þegið að skora minna í einum leik ef svo dugir að skora bara eitt til sigurs í næsta. En þessi mörk öll eru mjög svo mikilvæg núna í komandi baráttu eða kunna að verða það, því ef jafnt verður á komið stigalega, er Liverpool nú komið með betra markahlutfall en bæði MU og Chelsea eftir að því hafði verið öfugt farið lengst af! Og nú gildir bara að halda áfram vegin, líta ekki um öxl í þessum leikjum sem eftir eru. MU hefur vissulega þetta eina stig og leik til góða að auki, en sú forysta kann að vera ótrygg eftir úrslit tveggja síðustu umferða. ég endurtek því bara það sem ég hef hamrað á og verið viss um að yrði raunin þrátt fyrir bakslag, spyrja skildi áfram að leikslokum, þetta aldrei búið fyrr en "Dómarinn hefur flautað af"!
mbl.is Gerrard með þrennu og eins stigs munur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glufa gerist stærri!

Stjóri og leikmenn MU töluðu mikið um það eftir tapið stóra fyrir Liverpool um sl. helgi, að þeir gætu ekki beðið eftir næsta leik við Fulham, að leiðrétta þessi mistök og koma sér aftur á beinu brautina. Það gerðist semsagt sannarlega ekki í dag og sömu "mistök" endurtóku sig eiginlega og fyrir viku. Nú er því eins og ég hef haldið fram ódeigur þrátt fyrir jafnteflisfár og svo slæmt tap fyrir Middlesbro, aftur komin upp mikil spenna um titilinn og að líkum sem ég hef líka sagt, "þetta ekki búið fyrr en það er búið", öfugt við fullyrðingar margra MU manna.
En þá verða mínir menn og auðvitað Chelsea líka sem eru með sömu möguleika, að halda sínu striki.Chelsea virðist eitthvað vera að hiksta, því í nágrannaslagnum við Tottenham voru þeir að tapa þegar ég síðast vissi,en þó mikið eftir af leiknum, sem tafðist vegna grunsamlegs bögguls er fannst fyrir hann á vellinum.
Liverpool á svo sjálfsagt ekki auðveldan leik fyrir höndum á morgun gegn Aston Villa á Anfield, en með svipuðum eldmóði og styrk og gegn United og Real Madrid, ætti sigur að nást og þar með setja virkilega spennu í meistaratitilsbaráttuna að nýju.
En samt, enn er þetta þó MU í hag þótt bilið minnki í eitt stig, því leik eiga MU menn þá til góða, gegn hinu bara´ttuglaða portsmouthliði sem´tók Everton fyrr í dag, þannig að ekki verður þó átakalaust að yfirvinna þá, þeir líka í miklum slag sem mörg önnur lið, m.a. Fulham, að halda sæti sínu í deildinni.
En glufan semsagt búin að opnat enn meir nú og þá er bara að sjá hvort Liverpool og/eða Chelsea nýti sér það og setji því enn meiri pressu á MU!?

Og svo held ég nú, að tóti bloggvinur vor, totinn.blog.is glotti smá núna, kenning hans um "MUhrunið í mars" öðlast meir og meir gildi!


mbl.is Óvænt tap hjá Manchester United
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það var og!

Sóknarprestur er sýkn,
saka af hverslags fíkn.
Sýna má "lömbum" líkn,
losti þó andan svíki.
Dýrð sé í drottins ríki!
mbl.is Sóknarprestur sýknaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 217983

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband