9. nóvember - Dagur íslenskrar tónlistar!

Já, dagurinn sem er að líða, er hinn ágæti Dagur hinnar íslensku tónlistar!
Honum eins og sjálfsagt margir vita, verið gert hátt undir höfði, m.a. íslensk tónlist í öndvegi á rásum ríkisútvarpsins, ekkert eða því sem næst spilað af erlendri tónlist!
tónlistarmenn sjálfir gerðu sér svo lítið fyrir og heiðruðu hinn lágvaxna en djúpvitra tónlistarblaðamann og frænda minn, Árna Mattíasson fyrir hans störf um árabil á Mogganum m.a. í þágu tónlistarinnar!
Þegar ég sjálfur byrjaði í svipuðu starfi á Degi sællar minningar árið 1990, hafði Árni þá þegar starfað nokkur ár hjá Mogganum, þau áreiðanlega orðin vel rúmlega tuttugu hjá "Gömlu kempunni"!
En ég vildi nú ekki láta mitt eftir liggja í dag, þótt komin séu um níu ár frá því ég hætti, eða um það bil jafnlangur tími og ég brölti í "Skríbentabransanum" fyrir DAg, Dag-Tímann, Dag, heldur hef verið að rúlla yfir og rannsaka nýskífur á borð við með Austfjarðablásaranum ógurlega, skólastjóranum og bloggvini mínum Einari Braga, Elísu fyrrum söngkonu Kolrössu/Bellatrix, múgison, systkinabandinu athygliverða frá Sandgerði Klassart og Villa naglbýt,s em ég skrifaði grein um hérna á blogginu fyrir skömmu!
Hellingur af öðru svo á leiðinni, fastir liðir semsagt eins og venjulega, ekkert síður plötuflóð fyrir jólin en bókaflóð, góðu eða íllu heilli!?

Til lukku með daginn tónlistarmenn sem annar landslýður!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Til lukku sjálfur

Einar Bragi Bragason., 9.11.2007 kl. 23:42

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

TAkk!

Magnús Geir Guðmundsson, 10.11.2007 kl. 18:34

3 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Hvað nákvæmlega er "skríbentabransi"? Búin að sjá þetta orð tvisvar í dag

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 10.11.2007 kl. 19:22

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sæl Jónína Sólborg!

Sjálfsagt ekki nema von að þú spyrjir.

Óttalegt orðskrípi reyndar,sem ég ætti nú ekkert að þurfa að nota, en gríp samt til, en set þá innan tilvitnunarmerkja.

Merkir bara þessa "furðufugla" sem fást við að skrifa um tónlist í blöð og tímarit, samsetningin merkir því þann hóp sem á hverjum tíma fæst við þessháttar skrif!

Vonandi nógu gott svar!?

Magnús Geir Guðmundsson, 10.11.2007 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 218043

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband