Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Sigfús er ekkert "Blávatn"!

Já, hérna býsna hljómar góður,
hollráð fín af reynslu gefur
Og sitthvað lært af sinni móður,
Sigfús "Rússajeppi" hefur!

Fyrir þá sem kannski ekki vita, þá hefur Sigfús varnartröllið okkar góða í handboltalandsliðinu, lengi gengið undir þessu skemmtilega viðurnefni, Rússajeppinn!


mbl.is Allir fái tækifæri til að spila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki nákvæm lýsing af leiknum.

Leikurinn endaði nú 0-0 en ekki 1-1.
Úrslitin voru svo alls ekkert sanngjörn í því ljósi, að svo virðist sem dómararnir hafi gert mistök seint í leiknum er Robbie Keene slapp einn í gegn, en fékk ekkert þegar hann var feldur í teignum og vítaspyrna auk brottreksturs hefði átt að vera niðurstaðan! En svona er fótboltin oft, mistök eru gerð og það stundum af dómurum jafnt sem leikmönnum.
Meiðsli Torres eru þó e.t.v. verri tíðindi en úrslitin, svona tognun getur oft verið erfiður andskoti, en vér vonum það besta fyrir liðið og drenginn sjálfan!
mbl.is Aston Villa og Liverpool skildu jöfn á Villa Park - Torres meiddist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hógværð og lítillæti!?

Ein af þeim hressari í "Bloggvinkvinnubúri" vóru er hún KE, sem ég þó kalla aldrei annað en fröken hjólaferð.
Hún er líka oftar en ekki glö með mig þegar ég "heimsæki hana í dyngju hennar" og segist hún nú vera mín að eilífu, ekkert minna!
Ölvaður af þeirri yfirlýsingu og öðrum fögrum orðum frá henni, setti ég svolitla sjálfslýsingu inn hjá henni, að sjálfsögðu af alkunnri hógværð og lítillæti sem Þingeyinga er jafnan háttur!? SVona nett tilbrigði við fleiri stef.

Ég er maður hjartahlýr,
heiðarlegur, góður.
Einfaldlega afbragðsskýr,
yfirburða fróður!


Flest orkar tvímælis þá gert er!

Sem ég var í rólegheitum að ryksuga fyrr í dag (já stelpur, ég er einn af þessum "sjáldgæfu hvítu hröfnum og eftirsóknarverðu sem gera það með glöðu geði) raulandi eitt af svona á að giska eitt af fimmhundruð vinsælustu rokklögunum mínum, Ridin' On The Wind með Judas Priest, fór ég um leið að hugsa djúpt og í fullkomnu samræmi við lagið, um handboltaævintýrið okkar og allt hafaríið fyrir og eftir og á meðan það stóð!
Til dæmis um þetta sem elsku drengurinn hann Ingvar er að nöldra um hjá sér.

http://ingvarvalgeirs.blog.is/blog/ingvarvalgeirs/entry/625409/

Þetta er nú svona svolítið gömul tugga þarna á ferð, um að "menn eigi nú að borga fyrir áhugam´l sín sjálfir" og svo í athugasendum frá honum sjálfum og skoðanabróður til dæmis að "fé sem sett er í slíkt sé mest frá þeim sem vildu að peningarnir færu í annað" og "að það jafngilti nær þjófnaði þegar peningum með þessum hætti væri úthlutað" að setja þessar fimmtíu millur í HSÍ í tilefni að silfrinu í Kína!
og nú þegar harnaði í ári og vissulega væru stéttir eins og Lögreglan og Ljósmæður óánægðar m.a. með sín kjör, þá væri þetta enn frekar ekki forsvaranlegt.
Það er auðvitað sjónarmið sem á rétt á sér, að gera þurfi vel við þessar stéttir og fleiri sem leika lykilhlutverk í samfélaginu okkar. En að spyrða þessa fjárveitingu á stund þjóðarfagnaðar við það, finnst mér nú ekki alveg við hæfi.
Um svo einstakan viðburð er að ræða, að mér finnst þessi peningur þótt fimmtíu milljónir ekki nema sjálfsagður viðurkenningarvottur fyrir hönd þjóðarinnar. En auðvitað geta einstakir þegnar líka sett í púkkið til viðbótar og það hafa þeir gert, sem og stórir styrktaraðilar landsliðsins, m.a. Kaupþing.
Þessa stjórnarviðurkenningu til HSÍ er ekkert hægt að eyrnamerkja sem einvherja "Hoppýstyrkingu" og jafnvel þó svo væri, þá væri það í mínum huga allt í lagi, ríkið stendur hvort sem er í slíkum fjárveitingum út og suður og við það margt gera engir athugasendir.
Það er líka staðreynd, sem menn verða nú að horfast í augu við, að afskaplega erfitt eða nær ómögulegt er að reka menningar- lista- og íþróttastarfsemi án aðkomu hins opinbera, það viðurkenna held ég flestir nema kannski helst hægriharðlínuhausar!?
Væri ekki alveg eins lag, að hætta þeirri stefnu að borga fólki fyrir að eiga börnin sín? Það stundar nú margur maðurinn og konan að búa til börn, en er ekkert sem skildar til þess, en er þó gert til ánægju- og hamingjuauka. En hví að borga fólki bætur fyrir það og af væntanlega mínum sköttum, sem ég vildi miklu frekar að færu í annað!?
En eins og segir í fyrirsögninni, þá orkar auðvitað flest (ef ekki bara næstum allt?) tvímælis þá gert er, ekki bannað að gagnrýna þessa fjárveitingu frekar en aðrar, en svolítið finnst mér samt fyndið að á sama tíma og menn vilja gagnrýna þetta, þegja menn þunnu hljóði yfir meintu bruðli Íþróttamálaráðherrans upp á 5 eða 6 millur samtals í eigin þágu, maka og ráðuneytisstjóra, í formi tveggja ferða til Kína!
Ingvar minn elskulegi virtist ekki einu sinni kannast við þessar millur er ég minntist á þær hjá honum!?
Látum nú vera að hún hafi farið í hið fyrra skipti, en að geysast út aftur og það eins og venjulega þegar hún hefur gert slíkt áður, bara til að sjá handboltaliðið tapa!Það hefur nefnilega svo ég man, na´nast undantekningarlaust verið raunin er hún hefur spókað sig með Kristjáni sínum á fremsta bekk, að liðið hefur tapað í slíkum stórleikjum!
Nú, svo gæti ég bætt við frekari vangaveltum og leiðindum þeim sem sérstaklega nokkrar konur hafa verið með á blogginu um hana Dorrit forsetafrú, leyft sér til dæmis að líkja henni saman við ógæfusnótina Paris Hilton (sem t.d. hefur orðið uppvís að mikilli vímuefnaneyslu og lögbrotum) og kallað hana athyglissjúka án minstu ábyrgðar fyrir að láta tilfinningar sýnar og gleði í ljós á handboltaleikjunum m.a., en nenni því varla meir, nema hvað að það er þeim til skammar í sumum tilfellum.
Enda virðist líka svo vera, að fjarvera hennar á heimkomuhátíinni í gær vakti mikla athygli og var frúarinnar sárt saknað!
Kannski kom hún ekki með til Íslands eða eitthvað, veit ekki, en eins og svo herleigheitin komu fyrir, þá var þetta svona og svona held ég og má já alveg deila um, sem og þetta Fálkaorðudæmi,s sem ég sjálfur veit ekki alveg hvort er í raun svo mikils virði.En nenni heldur ekki að röfla mikið meir um það, skiptir mig heldur ekki svo miklu.
Að lokum vil ég þó að eitt komi skýrt fram að gefnu tilefni.
Mikið var víst um kossa sumra kvenna þar og þótti skilst mér sumum allavega nóg um.
ÉG hefði samt ekkert á móti því að fá einn vænan hjá þórunni Svinbjarnar og það miklu frekar en frá öðrum tveimur ónefndum sem lögðu sig víst mikið fram við þetta þarna á sviðinu.
Af hverju?
Það kemur ykkur ekkert við!


mbl.is Beðið eftir strákunum okkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sem ég sagði, sýnd veiði en ekki gefin!

Bara ánægður með þetta þrátt fyrir allt erfiðið, sigur er sigur og það á móti mjög góðu belgisku liði!
Og til framtíðar litið,mjög skemmtilegur endir á framlengdum leik, Kuyt skorar sigurmarkið í sínum 100 leik, sem jafnframt er hans áttunda í Meistaradeildinni.
Liverpoolliðið er eiginlega ekki komið í gang ennþá, en hefur samt sigrað í þremur af fyrstu fjórum leikjum tímabilsins og gert eitt jafntefli.
Þetta vonum vér að haldist, sigrarnir verði áfram að minnsta kosti 75% um leið og getan og krafturinn muni aukast.
Vonbrigðin það sem af er, eru helst að Robbie Keene hinum dýra Íra ætlar að ganga ílla að brjóta ísinn og skora sitt fyrsta mark. Það kemur sjálfsagt og það fyrr en seinna.
mbl.is Kuyt bjargaði Liverpool á örlagastundu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara svona smá pæling!?

Ást nú tjáði Ásdís Rán,
yngismeyjan sú bjarta.
SVo lifi eiginmaður án,
afbrýðisemi í hjarta!?


mbl.is Ásdís Rán tjáir eiginmanni sínum ást sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svo slakt..

...var lið Portsmouth, að mínir menn hér í heimabænum, Þór, hefðu líka unnið 0-1!
Og Hermann bara á bekknum, hlýtur þá að vera orðin ansi slappur!?
mbl.is Fletcher tryggði United sigur á Fratton Park
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Táraflóð!

Gefa blóm er gömul venja,
glöð þá jafnan dama verður.
Þarna fór því fyrst að grenja,
fyrir alvöru hún Gerður!

Fallegt já eins og það kom fyrir, en ykkur að segjaþá hefði ég nú frekar haft þetta öfugt, gefið frúnni vöndin, nema kannski svona eina "út fyrir bæin", eins og þar stendur!


mbl.is Ólafur gaf Þorgerði blómvöndinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona fór um sjóferð þá. - SILFUR!!!

ÆÆÆjá, það gerðist sem ég óttaðist mest, að ná þessum stórmerka áfanga að komast í úrslitaleikin á Olympíuleikunum, yrði mönnum hreinlega um megn, gleðin svo yfirþyrmandi, að menn náðu ekki að ná jafnvægi aftur á þeim tíma sem leið á milli leikjanna.
Ótrúlegt að sjá já drengina svona sem annars hafa unnið þetta stórglæsilega afrek,gjörsamlega bensínlausa er á hómin var komið í dag! Minnir því miður á leikin við Svía í undanúrslitunum á EM í Svíþjóð 2002, því miður!
Sorglegt að þetta skuli þurfa að enda svona, en eins og Stormskerið og Stebbi Hilmars sungu um árið, "Horfðu á björtu hliðarnar, heimurinn hann gæti verið verri...", silfur er jú alltaf silfur þrátt fyrir þessi dapurlegu endalok!
En svo ég nöldri samt,, mitt í að brosa líka gegnum tárin, þá fékk ég frekar leiðinlega tilfinningu fyrir leikin þegar enn einn gangin var farið í að ræða við Íþróttamálaráðherran Þorgerði. Og ekki alveg að ósekju, því alltaf þegar hún tranar sér fram eða henni er tranað fram, þá fara leikar á verri veg!

En landsmenn, árangurinn er samt frábær og honum skulum við fagna með reisn!
Á sólbjörtum síðsumarsmorgni í ágúst, hrópum vér því að lokum bara:

LIFI SILFURLIÐIÐ!!!!


mbl.is Ísland í 2. sæti á ÓL
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já, þetta snýst um að skora fleiri mörk en andstæðingurinn, HVERNIG og HVENÆR sem er!

Fyrirsögnin segir nú flest um fínan sigur minna manna í dag á "Boro", skrítið jöfnunarmark annars vegar, en svo eitt af flottari gerðinni hins vegar á lokasekúndunum! Afskaplega sæll með þetta í ljósi þess að dómaragreyið átti ekki sinn besta dag, sem gerist með þá ágætu menn líkt og einstaka leikmenn eða lið í heild. Gummi Ben hinn góðlátlegi vildi allavega meina í lýsingunni sinni, að tvívegis hafi hann átt að dæma vítaspyrnur til handa þeim Rauðu, svo þetta var kannski bara sanngjarnt þrátt fyrir falllega markið hans Mito frá Egyptalandi og að hann og félagar hafi átt góðan leik. Nú veit ég að til dæmis margur Man. Utd. sá virkilega RAUTT er Gerrard smellti honum inn þarna í restina og sjálfsagt sumir í Chelsea líka, en þetta viljum við "Púlararnir" sjá sem mest í vetur og trúm að verði langoftast, að okkar menn skori meir en andstæðingurinn, hvernig og já hvenær sem er!
Annars er sigur SToke á Aston Villa mér líka sérlega gleðilegur, nú gleðst minn gamli félagi hann J'oi innilega!
Og úrslitin hjá Sunderland eru auðvitað flott líka, sýna að góður leikur þeirra við Liverpool fyrir viku, þar sem úrslitin hefðu alveg getað orðið jafntefli, var engin tilviljun!
mbl.is Gerrard tryggði Liverpool sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband