Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Framfram Magga!

Veit að margur í FF er ég þekki eða kannast við, taka því að líkum ekki fagnandi, en hin skarpa, skelegga skýrtmælandi Magga Sverris, á aðdáun mína töluverða og yrði mjög gaman að sjá hana taka slagin og keyra svo galvösk inn í kosningabaráttuna. Gæti styrkt SAmfó verulega í borginni ef vel tekst til og fært henni atkvæði sem ella færu annað.

Kýla á þetta Magga!


mbl.is Margrét Sverris íhugar framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Þar sem háir hólar...,

...hálfan dalin fylla.. orti Hannes Hafstein forðum um Jónas og öll skólabörn ættu m.a. að lesa ef ekki læra, þó ekki væri nema vegna þess að slíkt þjálfar heilan auk þess að uppfræða.
Nema hvað, að mér finnst það bara sniðugt hjá Kötunni að bregða sér bæjarleið hingað noður og sjálfsagt yfir höfuð að gera sem best og mest úr þessum degi í skólum og víðar. Ekki veitir nú af!

mbl.is Dagur íslenskrar tungu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki undarlegt í ljósi...

þessara varaskeifuveslinga frá MU sem m.a. er getið í frásögninni fyrir "afrek" sín!
mbl.is Brasilía lagði England að velli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Karlmenn eru heimskir, veiklyndir, vitlausir....Margir hverjir!

Satt að segja dapurlegt mál og ekki batnaði það nú þegar hinn "Djúpvitri spekingur" en í raun ekki slæmi strákur, Raggi Sót, mætti í Kastljósið í gærkvöldi og hafði uppi varnir fyrir vitleysuna að hluta til, þ.e. að þetta væri bara gömul saga og ný, en auðvitað hefði viðkomandi ekki átt að vera að flækjast með þetta vissa krítarkort! Veit nú ekki hvort ég er hins vegar alveg sammála yfirlýsingunni hjá kvennréttindakonunum, hversu margir ættu að "fjúka" vegna þessa, en viðbrögðin eru mjög skiljanleg samt og skömmin við þetta auðvitað ómæld! Annars get ég svo endurtekið þá skoðun mína, sem ég hef oft látið í ljós, að að sækja slíka staði sem hér um ræðir, lýsi bara bágu standi á viðkomandi einstaklingum og afstöðu þeirra til kynlífs og kvenna já að líkum almennt!
mbl.is Femínistar segja KSÍ hafa brugðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íllt umtal betra en ekkert!

Jamm, þetta upphlaup ef svo má kalla, lyktar af tilraun til að vekja meiri athygli á stöðinni, uppgerðar atburðarás heyrist mér nú, hnífurinn aldrei gengið á milli sjónvarpsstjórans raddskarpa og þessa "Sjalladrengs" Viðbrögð hins síðarnefnda ekki sannfærandi samkvæmt fréttinni, þykist vera svo móðgaður, en ætlar samt ekkert að gera í raun
Lélegt!
mbl.is Þátturinn tekinn af dagskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árni og agúrkurnar!

Hinn "Sívinsæli" sunnlendingaþingmaður Árni Jonsen skemmtir þingheimi og landsmönnum öllum reglulega með athæfi sínu og orðum.
Í þinginu í dag mætti hann með gúrku í ræðustólin til að leggja þunga í mál sitt varðandi stöðu garðyrkjubænda, gúrkan íslenska væri auðvitað sú besta í heimi, en nú væri hætta á að ræktunin legðist af vegna hás orkuverðs.
Vona ég að eftir ræðu sína hafi þingmaðurinn knái ekki hent gúrkunni góðu, heldur annað hvort komið henni í viðeigandi geymslu eða bara etið hana!
Ljótt ef örlög hennar yrðu svo bara að eyðileggjast!

Árni Jonsen, afbragðsskýr,
áður dæmdur skúrkur.
Ærlegur nú hugsar hýr,
um "Heimsins bestu gúrkur"!


mbl.is Segja gróðurhúsabændur sitja við sama borð og aðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 217977

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband