Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Þar með er ekki öll sagan sögð!

Eins og þessi frásögn er sett upp hjá mbl með slíkri fyrirsögn, er þessi samanburður ekki nákvæmur. Allir læknarnir eru langt því frá ríkisstarfsmenn, auk þess sem sumir þeirra eru það bara að hluta eins og flestir sérfræðingar eða margir, eru með stofu út í bæ, en vinna jafnframt á sjúkrahúsum. Þá eru þeir margir með sitt í einkahlutafélögum, greiða ærið misjafnt útsvar eða ekki, (líkt og reyndar svo fjöldamargir aðrir) þannig að þessi tekjumynd er ekki alls kostar góð og raunar ekki mjög sanngjarnt að miða laun lækna við laun forsætisráðherra. Hins vegar er það ekkert óeðlilegt markmið í sjálfu sér, að laun lækna frá ríkinu sem og annara háttlaunaðra, séu ekki meiri en hans. Og ég hef auk þess lýst þeirri skoðun áður í því ástandi sem nú ríkir, að allir verði að taka ábyrgð og þar eru læknar auðvitað sem aðrir engin undantekning.
mbl.is 265 læknar með meiri tekjur en forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísnagaman!

Jamm, komin tími á slíkt svona rétt til að hita upp fyrir helgina. (eða þannig)

Oft finnast mér meint rök sumra bloggara, ærið haldlítil svo ekki sé meira sagt og þá ekki hvað síst þegar um pólitík er að ræða. Í krafti slíkra sjónarmiða eða til að verja þau, falla oft hin skrautlegustu orð, þannig að snautleg verða að teljast fyrir viðkomandi og gera lítið úr honum.
Setti þetta niður inni hjá Láru Hönnu vinkonu minni um daginn!

Þegar skynsöm skortir rök,
skoðanir að tjá á blaði.
Fjári oft í fíflsins vök,
falla menn og það með hraði!

Herskái verkfræðingurinn Loftur Þorsteinsson er velþekktur bloggari, nú eða alræmdur, eftir því hvernig menn líta á það.
Honum tókst að verða svo í nöp við mig og mín skrif í átt til hans, að hann lokaði á mig og er ég bara stoltur af því!
Inni hjá öðrum vígreifum karli, guðfræðingnum og ættapælaranum Jóni Val, gafst mér þó tækifæri til að pota örlítið í hann og það raunar svo mjög, að hann æstist allur upp og sagði mig stefna að "trúðsmennsku" hjá stjórnvöldum, en það því miður tækist þó ekki.svona "Dauðafæri" getur nú galgopi eins og ég ekki látið ónýtt og baunaði því ansi háðskur á karlinn til baka.

Nú er ég guminn já glaður,
glitra í augunum tár.
Loftur svo lítill er maður,
linur og kvikusár!

Engin fékk ég viðbrögðin til baka nema þögnina, þannig að líkast til hefur "Airman" bara verið sáttur við þetta!?

Ég er svo alltaf annað veifið að flækjast í pilsunum hennar Kollu vinkonu og varaformanns Ff. Oftast er það henni að skapi og þá kviðlingarnir fögru um hana fljúga, en stundum er ég leiðindaormur þótt sjaldan sé og þá sussar hún bara á mig eða skammar!
Hún var annars um daginn með kostulega frásögn af "Köngulóakynlifi" með ofbeldi í bland sem mestmegnis átti sér stað um bjartan miðdaginn. Svona í orði kveðnu var hin prúða mey ekki of hrifin af hinu fyrrnefnda "náttúrubrölti", en en sagði þó frá því ódeig og dróg svo ekkert af sér við "ofbeldislýsingarnar"!
Mér varð því eftirfarandi að orði í mínum kankvísa ályktunardrætti!

Bæði sæl og sómakær,
sýndist Kolla enn í gær.
En núna orðin næstum ær,
niður brytjar köngulær!

Þótt kunni á köllunum lag,
Kolla með glæsibrag.
Hún spúsa er spök,
sparar sín mök
Að mestu um miðjan dag!

Kolla var nú ekki alveg af baki dottin og kom með þetta um hæl!
(með örlítilli bót frá mér)

Að mestu um miðjan dag,
maður, á þér er lag.
Ja, flest er farið að spara,
fólk, ég segi nú bara!

Loks er það svo ein létt og laggóð sem féll inni hjá einni af fyndnustu konum landsins, Hildi Helgu Sigurðardóttur. Var þetta í kjölfarið á brunanum á Valhöll um daginn, hvað ætti að koma í staðin. hinn sposki og norðlenskættaði bloggari, Brjánn Guðjónsson, var með allt á hreinu um þetta, reisa ætti bara ölstofu í staðin og svo gæti fólk bara brugðið sér í gjána ef þyrfti að pissa!

Það teldist bæði lukka og lán,
þó lítið yrði ég hissa.
Á Almennagjáarbarminum Brján,
blindfullan sæi að pissa!


Enn er kveðið hjá Jóni Val!

Ég hef já lúmskt gaman af að heimsækja guðsmanninn galvaska og láta þar aðeins gammin geysa!

Eftirfarandi einkun fékk hann eftir smá samtal okkar frá í gær, en slóðin á færsluna er hér að neðan.

Þótt nú Jón sé fráleitt flón,
fögur sjón er blogg hans eigi.
Í öskurtón sem önugt ljón,
aumkar Frón á hverjum degi!

Held ég að þetta geti talist í nokkuð "Dýrari kantinum"!?http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/entry/920258/#comment2521143


Fyndið, en "Fergie" kann ekki að meta!

Jamm, mér fannst þetta nú bara fyndið fyrst er ég heyrði um þetta skilti og þótt rígurinn sé mikill milli Manchesterliðanna, þá held ég nú að flestir skilji að stríðnin og húmorinn er þarna saman í fyrirrúmi En "Sörinn" er skoti af harðgerðari tegundinni (a la Taggart) svo hann svarar með hörku í stað þess að skopast á móti!En gagnrýnin á peningaflæðið er auðvitað alveg réttmætt og leikmenn sem umboðsmennirnir teyma sjálfsagt fram og til baka, orðnir allt of uppteknir af því fári.Nema hvað þó, að karlinn sja´lfur á nú sinn þátt í þessu líka, en kannski meir á þann hátt að hafa verið ansi nískur (sem löngum hefur nú verið haldið fram um skotanna!) í tilfelli sumra leikmanna er haldið hafa tryggð við félagið eins og Wes Brown, en lagt meira til utanaðkomandi leikmanna!
En svo held ég bara að þessi viðbrögð karlsins sýni líka, að hann veit það ynnst inni, að City geta í krafti fjármagnsins orðið skeinuhættir keppinautar, þó sannleikur felist auðvitað í því líka, að menn geti seint keypt sér titla!
Já, svolítið hræddur kannski karlinn, þó aldrei myndi hann nú viðurkenna það!
mbl.is Ferguson: City er lítið félag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æ, sárgrætilegt!

Helga Margrét er okkar efnilegasti íþróttamaður í dag, sannarlega arftaki Jóns Arnars Magnússonar á frjálsíþróttavellinum í fjölþrautunum!
En ég ætla nú rétt að vona, að þetta sé ekki byrjun á endurtekningu er skemmdi hans feril mjög mikið þrátt fyrir mörg frábær afrek líka, endurtekin meiðsli á stórmótum!?
Óheppni af slíkum toga markaði því miður allt of mikið seinni hluta ferils J'ons Arnars, svo manni bregður óneitanlega við þetta nú, en Helga margrét hefur á sínum stutta en þegar góða ferli ekki verið að meiðast mikið held ég!
Vonandi verður þetta fall bara fararheill til framtíðar, þó meiðsli munu auðvitað alltaf annars lagið koma upp, það fylgir afreksíþróttum.
mbl.is Helga meiddist í Novi Sad
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónan er dauð, en kemur samt að gagni!? - Örlítið röfl um hagfræði og hana Evrópu.

Já, fyrirsögnin hljómar mótsagnakennd, en ég hygg nú að flestir þekki "Hjálp að handan" frásagnir og margur geti sagt sögur af góðri reynslu sinni af slíku líka! (frá heimsóknum til Einars heitins á Einarsstöðum til dæmis) En vegna síðustu orðanna í fréttinni sem höfð eru eftir Friðrik Má um krónuna, íll áhrif hennar í bankahruninu, en sýnilega "gagnsemi" hennar í hagfræðilegu samhengi dagsins í dag, vaknaði þessi fyrirsögn og þessar hugleiðingar. Fyrir ótal árum var ég annars eitthvað að kúldrast við að læra hitt og þetta, þar á meðal nokkuð í bæði rekstrar- og þjóðhagfræðum. Veit hins vegar ekki alveg hvort allir þeir sem lesa þetta hér á mbl eða viðtalið við Friðrik Má í poppírsútgáfunni, en svona í fáum orðum á mannamáli, þá má til dæmis nefna að verg landsframleiðsla eru öll þau verðmæti er ksapast í landinu óháð því síðan hvort þær nýtast svo innanlands eða hverfa úr landi með einum eða öðrum hætti. (álverin eru til dæmis fyrirtæki sem eru í eigu erlendra aðila sem flytja hagnaðin úr landi en skapar samt tekjur fyrir þjóðarbúið vegna orkusölu og launagreiðsla) En þegar ég segi "öll verðmæti" þá er það reyndar ekki alls kostar rétt, þannig var það allavega að landsframleiðslan tók fyrst og fremst til verðmætasköpunnar á markaði, vöru og þjónustu, þannig var það minnir mig og er kannski enn. Svo er það hins vegar verg þjóðarframleiðsla, sem eru þá eingöngu tekjurnar sem verða til og haldast í viðkomandi landi auk reyndar ef ég man rétt, verðmæta er eignir erlendis skapa á svipaðan hátt og er um að ræða hjá útlendingum hér sem eiga eignir og hagnast af þeim. Það mun vissulega vera rétt hjá Friðrik, að uppsveifla hafi oft orðið hröð eftir að botni kreppu hafi verið náð og sjálfsagt eru málin krappari á Írlandi en hér. Ég fór hins vegar að rifja það upp núna líka, að þó vissulega kunni uppsveiflan eftir núverandi kreppu að verða sem hann og félagar í Seðlabankanum spá og vonast eftir,en þó krónan muni ef til vill hjálpa svo "dauð sem hún er" í því, meiri gjaldeyrir muni fást vegna aukings útflutnings á kosnað innflutnings, þá er það nú staðreynd, að alltaf að minnsta kosti frá síðari heimstyrjöldinni, hefur þurft meiriháttar aðstoð að utan til að rétta hlutina af!Hergróðin sem slíkur, fyrst með komu Bretanna og síðar Kananna, skaut Íslandi nánast í einni svipan inn í þáverandi nútíma á vesturlöndum. En eftir stríðið þurfti mun meira þurfti til og þá nokkuð sem ekki svo mjög er talað um í dag, en skipti sköpum fyrir okkur sem og einar 15 aðrar Evrópuþjóðir, hin svonefnda Marshallaðstoð og nefndist eftir þáverandi utanríkisráðherra USA!Síðar eru það svo inngangan í EFTA og líkast til EES, sem miklu hafa ráðið um þróun (þrátt fyrir allt) velmegunnarríkisins Íslands og séð til þess að samdráttarskeið hafa breyst með hraði oft á tíðum í uppsveiflu. því er það vægast sagt fyndið, að nokkur hópur manna er bloggar mikið og hefur býsna hátt vegna hugsanlegrar inngöngu landsins í ESB í náinni framtíð og líka vegna Icesave m.a. og kalla sig þjóðernissinna (en mætti alveg eins nefna þjóðREMBUsinna!?) hafa sumir allavega kennt samningnum um EES um bankahrunið, en gætu frekar í sannleika sagt miklu frekar skrifað það með slíkum hætti á marshallaðstoðina!
Endurreisn Evrópu, stofnun Evrópuráðsins sem svo varð að Efnahagsbandalagi Evrópu og enn síðar að myndaði Evrópubandalagið er varð svo Evrópusambandið árið 1993, hefði aldrei orðið með slíkum hætti að líkum nema einmitt vegna hennar!
"Í upphafi skildi endin skoða" það ágæta orðatiltæki, mætti því alveg viðhafa yfir viðkomandi einstaklinga sem jafnan sjá rautt er minnst er á ESB og Ísland nú!

Og svo að lokum sé aftur vikið að upphafinu he´rna,orðum Friðriks Más, þá skulum við bara vona að hann hafi rétt fyrir sér, þó svolítið kaldhæðnislegt já sé hvernig hann metur krónuna enn til gagns í ljósi þess að hefði hér til dæmis Evra verið gjaldmiðillinn í október sl. þá hefðu að líkum atburðarrásin sem þá varð, ekki átt sér stað og þetta ömurlega Icesavemál allavega verið allt öðruvísi vaxið! En það er auðvitað flóknara mál þó, þar sem vítavert stjórnarfar og raunar stjórnleysi markaðarins réð för!


mbl.is Hraður vöxtur eftir kreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjarnakvinna!

Það held ég nú að sé óhætt að segja um frú RR, þótt ég hafi nú langt í frá verið sammála henni um margt!
En hún er dóttir eins af helstu fótboltamönnum þjóðarinnar frá upphafi, markakóngsins Ríkharðs Jónssonar af Skaganum og sonur hennar er Ríkharður Daðason, sem sömuleiðis var mikill markaskorari með Fram og víðar.

Ragnheiðar ei liggur leynd,
lífsskoðanna gata.
Dugleg er og dável greind,
dóttir Eðalkrata!

Faðir hennar einmitt annálaður sem slíkur.


mbl.is Ragnheiður gerir grein fyrir atkvæði sínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig bregst nú hinn kappsfulli formaður Framsóknar við þessu?

Spurt er, að þessu ekki aldeilis að ástæðulausu, því pilturinn hafði uppi aldeilis váleg tíðindi um yfirfærslur milli gömlu og nýju bankana á síðustu mínútum kosningabaráttunnar í apríl og skoraði e.t.v. eitthvað fyrir vikið!
EF þetta gengur eftir sem boðað er með þeim fyrirvörum sem fylgja, ja, þá skuldar Sigmundur Davíð einhverjum að minnsta kosti skýringar!
mbl.is Endurfjármögnun eigi síðar en 14. ágúst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og eru þá ekki bara allir í stuði!?

33-28, það teldist góður sigur í handboltanum!
Nú geta menn annars, hvernig sem líðanin er annars innanbrjósts, farið að hugsa um eitthvað annað í bili, látið Össur og Co. taka til óspiltra ma´lanna fyrst og síðan allir bara samtaka í að smíða góða aðildarumsókn!
Nú, þá kemur í kjölfarið bara í jlós hvort eða hvað ESB vill koma til móts við okkur og ef það verður lítt, þá verður náttúrulega engin samningur gerður og þá munu hinir hugsanlega fúlu í dag bara taka gleði sína að nýju! En þá verður heldur engin þjóðaratkvæðagreiðsla, en einn misskilningurinn eða blekkingin eftir því hver hefur á málum haldið, hefur gengið út á að þjóðin væri bara komin sjálfkrafa "í gin ESB ljónsins" ef ekki yrði fyrst af atkvæðagreiðslu um hvort sækja ætti um.
tveir þingmenn Borgarahreyfingarinnar, Birgitta og Þór greiddu atkvæði með fyrri tillögunum um foratkvæðagreiðsluna og skilyrta þjóðaratkvæðagreiðslu, en sögðu nei við aðildarviðræðunum, alveg þveröfugt við það sem þau boðuðu fyrir kosningar um að ekki væri hægt að taka afstöðu til ESB nema einmitt að loknum slíkum viðræðum. Leitt að horfa upp á það!
Þrír B liðar, Siv, Guðmundur snillingur Steingríms (sem hefði þó átt að halda sig "heima" í S) og svo Birkir varaformaður greiddu atkvæði með, sá síðarnefndi flutti sína bestu tölu sem ég hef heyrt!
Jamm, það held ég nú!
mbl.is Samþykkt að senda inn umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðfríður Lilja og tvöfalda atkvæðagreiðslan, Birgitta og Borgarahreyfingin!

Eins og aðild eða ekki að Evrópusambandinu er nú stórt mál og umdeilt, þá getur maður nú ekki annað sagt nú, en að ekki sé öll vitleysan eins!
Ég hef nú hér aðeins lýst þeirri skoðun minni, að þessi mikla vegferð og tillögugerð D liða sé ekkert annað en farsi og lýðskrum er varðar hina svokölluðu "Tvöföldu atkvæðagreiðslu um aðildarumsögnina", fyrst til að vita hvort þjóðin vilji sækja um og svo aftur um samning þegar og ef og hér endurtek ég EF samningur næst og liggur á borðinu! Eitt ruglið í málinu er nefnilega einmitt að ef ekki verði farið í þessa "tvöfeldni" þá sé bara aðildin nánast orðin að veruleika, sem "stjórnöld hafi dregið eða neytt þjóðina inn í" eins og margur andstæðingur ESB hefur orðað það!Auðvitað ekkert annað en áróðursrugl og rangindi.
En þessu hélt þó hin annars ágæta þingkona Borgarahryfingarinnar fram um að ylli því líklega að hún vildi þessa tvöföldu aðferðí stað einnar þ.e. atkvæðagreiðslu um samning er komin væri á borðið og frambjóðendur og þar á meðal hún sjálf, höfðu sagt skýrt í kosningabaráttunni, að ekki væri annað mögulegt til að taka afstöðu til ESB, nema að samningur lægi fyrir til atkvæðagreiðslu!Þetta skrifaði hún í sínum næstnýjasta pistli á bloggi sínu birgitta.blog.is, að ef ekki yrði semsagt um atkvæðagreiðslu um hvort ætti yfir höfuð að sækja um, þá væri málið bara útkljáð og við komin inn!? Sá góði maður Ómar Ragnarsson benti henni þá á í athugasend, að Norðmenn hefðu nú tvívegis greitt atkvæði um inngöngu og jafnoft fellt, sem þar með auðvitað sagði allt sem segja þurfti um þessa röngu ályktun og rökstuðning þingkonunnar um að ein atkvæðagreiðsla væri ekki nægjanleg.
En því miður eins og lesa má í fréttum dagsins, létu Birgitta og tveir aðrir þingmenn O ekki þar staðar numið og héldu sig einfaldlega við yfirlýsingar frá því fyrir kosningarnar. Nei, enn eitt "snilldartrixið" ofan í kaupið kom frá þeim (og líkast til frá hendi hugmyndasmiðsins knáa, Mr. Saari!? um að ekki myndu þau greiða atkvæði með þingsályktunartillögunni um aðildarumsögn nema "Icesave yrði hent út af borðinu" eða eitthvað í þá áttina!Hljómar satt best að segja eins og hótun eða meining í þá átt, en er bara enn eitt "blúsaða stefið" í sögu þessa þó bráðungu hreyfingar, því blessunin hún Birgitta fullyrti nefnilega í nýjasta bloggpistlinum, að öruggt væri að ÞRÍR AF FJÓRUM þingmönnum hennar myndu greiða atkvæði með umsókninni! (sjá lið 2 í pistlinum)
Þessi framganga er ærið dapurleg finnst mér, en skrifast sjálfsagt að hluta á reynsluleysi og skort á Ekkingu að bregðast rétt við og yfirvegað í þessum nýju aðstæðum.

En aftur beint að þessari makaleysu sem samþykki á tvöfaldri atkvæðagreiðslu verður að teljast og D mun að sögn til dæmis hafa sett í landsfundarsamþykkt.
Í orðanna hljóðan þá þýðir þetta hvað í raun?
Jú, menn vilji eða samþykki að fram fari tvennar kosningar og þá auðvitað að því gefnu að sú fyrri fari á þann veg að þjóðin segi já við aðildarumsögn.
Í dag lýsti sú indæla og góða kona hún Guðfríður Lilja Grétarsdóttir formaður þingflokks VG því yfir "að hún vildi tvöfalda atkvæðagreiðslu" því m.a. að hún treysti þjóð sinni betur en þinginu!
Gott og vel, en þá bið ég fólk að íhuga vel eftirfarandi.

Ef svo er og þannig að Guðfríður Lilja ásamt hinum tveimur Liljunum í VG m.a.telur sig vera að fara þannig að stefnu síns flokks og í þágu þjóðarinnar, þá spyr ég!

Verða þær og raunar einnig margir bæði úr B og D sem talað hafa svipað, þá ekki að GREIÐA BÁÐUM TILLÖGUNUM ATKVÆÐI til að teljast samkvæmar sjálfum sér!?

Ég get ómögulega ályktað öðruvísi en svo, allavega ekki í tilfelli Guðfríðar og þeirra orða sem hún lét falla nú síðdegis í ræðu sinni á alþingi!
Hvort svo síðan það verður raunin, er annað mál, en annað hvort eru menn samkvæmir eigin orðum eða eins og því miður einkennir margan pólitíkusinn, stundar blekkingar og klæki með þeim!


mbl.is Niðurstaða um ESB á hádegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband