Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Samur við sig!

Michael Schumacher er tvímælalaust einn af mestu afreksíþróttamönnum seinni ára, í flokki með Tiger Woods, Michael Jordan, Bubka,Izendaeévu m.a.
En fyrir mér og mörgum fleiri kemur nú þessi lýsing ef rétt er, ekki beinlínis á óvart, maðurinn einfaldlega margoft orðið uppvís að helst til leiðinlegu hátterni og miður aðlaðandi, því miður!
En bara hægt að snúa þessu upp í smá grín, fyrst ekki fór nú verr!

Hérna sérstök engin er,
ástæða menn gapi.
SVona bara er Schumacher,
í sínu besta skapi!


mbl.is Schumacher ók á gangandi vegfaranda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sitt lítið af hverju á sumarkveldinu blíða!

Margt hefur já flogið gegnum hugan á þessum drottins dýrðardegi og makalaust hlýja um allt land! Finnst það mjög merkilegt fyrir það fyrsta og na´nast einsdæmi, að hitin hefur nánast verið sá sami nyrst sem syðst í Eyjarfirðinum fagra, 20 stig + allt frá Siglufirði inn að torfum! Eins og þetta er já gott, læðist þó örlítil efasemd að líka, er þetta merki um sögulega umbreytingu í veðurfarinu, erum við að færast meir og meir í átt til þess að verða með Miðjarðarhafsloftslag, með vissulega hlýrri veðráttu, en jafnframt dynttóttari, eins og við þekkjum þaðan frá? Margt sem bendir til þess, breytingar í hafinu og koma nýrra fuglategunda í ríkara mæli auk aðskotadýra af minni gerðinni sumstaðar að minnsta kosti. Vonum þó það besta, þetta skelli ekki æ meira á og hraðar þannig að til dæmis þurkar og þar að leiðandi vatnsskortur verði vaxandi vandamál! Og vel að merkja, þessi pæling byrjaði einmitt að kvikna er ég lítt meir klæddur en í suttbuxum og sumarskyrtu var fyrr í dag að nota ofangreind ómetanlegu gæði, vatnið úr garðsslöngunni til að vökva húslóðina stóru! Ómælt magn fer í þetta og hófst raunar í gær á vökvun “Skúlagarðs” matjurta- og blómareits í horni lóðarinnar. Auðvitað gert í þágu skrælnandi plantanna, en samt finn ég til svolítillar skammar líka, mikil sóun sjálfsagt um leið líka á vatnsgæðunum! Meira brasið þetta með bloggbilunina og má lesa milli línanna frá umsjónarmönnum blog.is, að mikill taugatitringur hefur átt sér stað vegna bilunarinnar og er sjálfsagt enn fyrir hendi, ekki víst nema að myndir til dæmis og annað geti hafa tapast eftir allt saman. Ein ónefnd bloggvinkona kom mér garminum til hjálpar við að lappa upp á mitt annars fáfenglega blogg og kann ég henni bestu þakkir og rúnlega það fyrir. Hún er góð og glæsileg kona og þekkt, en segi nú ekki meir. Svona á hásumri og það í lsíkri blíðu sem raun ber vitni, er maður nú ekki beinlínis að mæla með hangsi yfir sjónvarpi, en vil þó vekja athygli á þáttum á RÚV á eftir, að loknum tíu fréttum, um Blómabyltinguna margfrægu og kallast þættirnir sem verða víst fjórir, Sumarið ’67! Verð að segja, að ég kem bara “sæmilega undan Hr. Skatti”, ofgreiddi þónokkra þúsundkalla of mikið, svo örlítið betur útlitandi bankareikningur verður staðreynd á föstudaginn! Vona að slíkt hið sama sé upp á teningnum hjá ykkur sem flestum! Einhverjar uppástungur um hvernig verja á krónunum, sukka kannski fyrir þær!? Einu sinni sem oftar datt ég inn á áður ókunna bloggsíðu, í þetta sinn hjá kvennskörungnum Matthildi Helgadóttur á Ísafirði. Þar var hún í gær að segja frá meðal annars svonefndu Lágmenningarkvöldi, sem nú stendur einmitt yfir og átti að verða ansi krassandi sem nafnið gefur til kynna. Litla hagyrðingnum varð þá á að lauma einni “bröndu” í athugasendakerfið og hljómaði svona í sinni annars lítt merkilegu mynd: Fyrir vestan, já flestar lífsins hvatir,
Nú fá að njóta sín og öllu tjalda.
Á Lágmenningarkvöldi LIGGJA FLATIR,
Líkast til því allir myndi ég halda!?

Ég er mikið ólíkindatól þegar kemur að tónlist og það er engin lýgi að ég fer langt með að geta í alvöru kallast ALÆTA! Þessar eftirfarandi skífur hafa ratað undir geislan að undanförnu eða eru rétt á leiðinni þangað. Naglarnir fjórir hans Bubba. -Er alveg sammála þveim mörgu sem hrósað hafa kallinum, plata sem vissulega þarfnast góðrar hlustunar, en vinnur mjög á og er fín! Náði aldrei almennilega að stulla migg inn á “Skilnaðarplöturnar” tvær, á bara eftir að sökkva mér í þær með tíð og tíma. Land með Týr. -Skrifaði jú sérstaka grein um þessa plötu á dögunum, en er enn við höndina og ítreka að um hörkufína kraftrokksskífu er að ræða, sem þó á sameiginlegt með margræðri rokk- og poppáhrifaplötu Bubba, að gefa þarf henni góðan tíma. Draumar Einars Braga (saxi.blog.is) -Bloggvinur minn hann einar Bragi byrjaði nú minnir mig bara í vor að gefa forsmekkin af þessu djasskennda balletverki sínu, stendur undir nafni og á ég eiginlega eftir að hlusta almennilega á þennan “Seyðisfjarðarseyð”! Hope Radio með ronnie Earl & The Broadcasters. -Ronnie er einfaldlega snillingur með gígjuna, kenndur við Texasblúsinn fyrst og síðast þar sem hann hefur lengst af þróast og mótast, en er þó reyndar upprunnin frá Queenshverfinu í New york! Á rúmlega 20 ára ferli sent frá sér dýrðlegar plötur sem einkennst hafa af blús með sterkum djass og S-Amerískum áhrifum. Sumpart ekki svo ólíkt og hjá Santana, en miklu áhrifameiri finnst mér nú, þó viðlíka stjarna sé Ronnie ekki né verði nokkurn tíman á heimsvísu!Hef reyndar verið með ótal fleiri hans skífur í takinu undanfarið, alveg yndislegur tónlistarmaður! Tvöfalda safnið með hinum látna tenórsnilling Lucianno Pavarotti hefur svo líka ratað undir geislan auk margs fleira ónefnds, en á leiðinni undir hann eru svo til dæmis Ástarplatan hans Palla poppstjörnu frá sl. Jólavertíð, (já, alveg satt hef ekki hlustað og það þótt ég hafi alltaf haft lúmst gaman af stráknum!) glæný plata með Kvennakór Akureyrar og plata með dáðadrengnum Halla reynis, Fjögra manna far! -Að Birkir Ívar handboltamarkvörður kæmist ekki í lokahópin fyrir OL, var ein af þeim litlu fréttum undanfarina daga sem komu mér á óvart! En þá er loksins tími björgvins páls komin, en hann hefur margsinnis þurft að bíta í hið súra epli að detta út á síðustu stundu!Var nú í ársbyrjun enn talin okkar besti markvörður, en svona geta nú fljótt skipast veður í lofti! Á annars ekki von á neinu í keppninni, geri alveg ráð fyrir að við komumst ekki áfram úr riðlinum! Ætli Mel Gibson sé góður í golfi? Kemur nú fyrir bestu menn að týna boltum, rétt að taka það fram fyrir þá sem ekki eru innvígðir og innmúraðir í listinni!Ef einvher skildi vita forgjöfina má hann segja mér frá! Hættur þessu bulli, enda klukkan orðin tíu!


Hráskinnaleikur!

SEm ég hef áður sagt og það oftar en einu sinni, þá eru þetta málalok, ef þetta eru það þá, sem ég hef gert ráð fyrir og vonast jafnframt eftir að hinn spænski Alonso yrði á fullu áfram án meiðsla, sem væri mjög mikilvægt!
En þetta ferli allt með Barry er mjög dapurlegt verð ég að segja og forráðamenn villa búnir að vera ansi furðulegir í sínum vinnubrögðum. Það mátti til dæmis skilja á framskvæmdastjóranum Martin O'Neil í sl. viku, að fresturinn væri útrunnin um komandi helgi er lið hans spilaði seinni leik í Intertotokeppninni. þar kom Barry inn á vegna meiðsla annars leikmanns, sem þýddi held ég þar með að honum væri ekki leyfilegt að spila með Liverpool í Meistaradeildinni í vetur ef hann færi þangað!?
Nú, í dag er svo slúðrað með að samningar heðfu náðst, en sem reyndist að þessu rangt og nú vegna einvhers annars frests sem runnin var út? Hvaða frestur það ætti að vera og hvers vegna, er erfitt að skilja, en eftir situr leikmaðurinn sem vildi fara og er nú held ég fjórum sinnum búin að heyra að félagið sem vill fá hann en er hafnað, með mjög svo sárt ennið og má þola að farið er með hann og hans vilja sem einskis verðan hlut!
Þetta sem endaleysuruglið fram og til baka með Ronaldo, er það leiðnlegasta sem fylgir nú fótboltanum og varpar óneitanlega dökkum skugga á hann ´þarna í Englandi og til Spanar.Peningahyggjan og hennar kröfur ráða einfaldlega orðið allt of miklu!
mbl.is Barry verður um kyrrt hjá Aston Villa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ó&Ó, ææ!

Tvíeykið Ó&Ó hafði vart verið myndað, Ólafur borgarstjóri og Ólöf hans hægri hönd, en hún hætti. Og nú ætlar blessaður karlinn semsagt að sparka henni úr þessu embætti líka, fyrir það sem á alþýðumáli verður ekki kallað en "að halda ekki kjafti" þótt hún hafi þó að því er virðist ekkert sagt neitt afgerandi um þessa verðlaunatillögu á nýjum Listaháskóla, (sem Ólafi er meinílla við) aðeins sagt að enn væri eftir að fjalla um málið í nefndinni/ráðinu. En eins og heyra mátti í hádeginu, þá dettur konan nú samt ekki sísvona út, er kjörin að borgarráði og því þarf læknirinn að "skrifa upp á nýtt recept" fyrir nýjan mann, sem ku heita Magnús Skúlason að sögn. Haha, það virðist bara engin endir ætla að verða á "Sirkús Reykjavík" farsanum, þegar maður hélt að það væri að gerast, þá kemur eftir nokkurt hlé a vísu, bara eitthvað nýtt til að "gleðja" borgarbúa og aðra landsmenn! En ekki mun þetta nú efla traustið á meirihlutanum, frekar en yfirlýsingarnar út og suður hjá einstökum fulltrúm hans, samanber skilning formanns stjórnar Orkuveitunnar allt í einu upp úr þurru, að bitruvirkjun væri alls ekkert útilokuð, en alveg öndverða skoðun borgarstjórans nú fyrir nokkrum dögum.Eitthvað rámar mig þó í að fulltrúi B listans hafi verið að brölta eitthvað snemmsumars eða í vor með tillögu einmitt um endurskoðun varðandi bitruvirkjunina. en þá var það auðvitað ekki inn í myndinni! Jamm, alltaf jafn skrítin þessi tík, Pólitíkin! Og hvað skildi svo koma upp næst þarna í stóra húsinu við tjörnina?
mbl.is Borgarstjóri skiptir um varaformann skipulagsráðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýri Íri!

Ég hafði á svipuðum tíma fyrir ári, efasemdir um verðmæti Fernando Torres við komuna til Liverpool, vel rúmar 20 milljónir punda.
Það kemur ekki fram í þessari frétt mbl, en verðið á Keene er ansi hátt að sagt er og gæti farið enn hærra að uppfylltum skilyrðum.
Um 18 m. á strákurinn að kosta, sem gæti svo farið upp í um 20!
Ef rétt er, þá er þetta svipað eða meira en Aston Villa hefur viljað fyrir Gareth Barry, sem nú reyndar virðist alveg út úr myndinni að komi og ég svo sem átti ekki von á eftir EM, Alonso verði kyrr og muni standa sig fyllilega ef hann sleppur við þrálát meiðsl er hrjáðu hann sl. tímabil.
ég er því ekki viss í minni sök varðandi þessi kaup á Keene, en það er auðvitað hans að keða slíkt í kútinn.
Annars hafa menn á Anfield líklega meiri áhyggjur þessa stundina af stöðu hægri bakvarðar skilst manni, hinn svissneski SEgan nýkeypti glímir við erfið nárameiðsl, er virðast hafa tekið sig upp frá sl. ári og hinn trausti Alvaro Ardeloa ku víst eiga við einvher persónuleg vandamál að stríða og er kannski því á heimleið!
Ekki gott, þó vissulega sé Finnan þarna ennþá fyrir og Carragher geti auðvitað spilað þarna.
En semsagt nýr framherji að dýrari sortinni, sem aftur mun gera yngri og mjög efnilegum strákum erfiðara fyrir að komast í hópin, Nemeth hinum ungverska til dæmis.
mbl.is Keane búinn í læknisskoðun hjá Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alveg hreint rosalegt mót!

Þarna í annars leiðinda "Rokrassgatinu" í Eyjum, fór eitthvert mest spennandi Íslandsmótið í manna minnum fram. Bæði umspil og bráðabani í karla- og kvennaflokki, gríðarleg spenna, en var nú samt spenntari fyrir eigin hönd 2000 er frændi minn Ingvar Karl var nálægt því að leika þennan sama leik og hinn ungi Kristján Þór gerði svo sannarlega í dag!
Ekki nokkrum einasta manni gat órað fyrir því sem gerðist í dag og skor þeirra tveggja sem lengstum börðust, Heiðars og Björgvins, á 16 holu, þeirri sjötugustu í mótinu, hlýtur að vera einsdæmi á slíkum tímapunkti í seinni tíð allavega, 11 hjá Heiðari og 8 hjá Björgvin!? Alveg hreint makalaust og alveg lýgilegt sömuleiðis eftir hina frábæru baráttu sem þá þegar hafði átt sér stað í kvennaflokknum, þar sem ríkjandi meistarinn og kasóléttur að auki, Nína varð að lokum að játa sig sigraða fyrir norðansnótinni Helenu!
Svona sannkallaður golftryllir verður vart endurtekin, það efast ég um!

En það sem þó mest gladdi um þessa heitu helgi hér norðan heiða sem víðar hvað golfið snertir, var að minn tæplega 15 ára bróðursonur, Ísak Kristinn, sýndi og sannaði í gær að sigurinn hans í öðrum flokki í klúbbsmóti G.A. var engin tilviljun! Gerði dengsi sér nefnilega lítið fyrir og sigraði í keppni með forgjöf á Remax Open á 68 höggum netto, kom inn á glæstu 80 högga skori með 12 í forgjöf. Dugði þetta skor honum einnig í áttunda sætið, sem er hreint frábært, en margir kylfingar eldri, reyndari og með mun lægri forgjöf urðu á eftir!


mbl.is Kristján Þór Einarsson Íslandsmeistari 2008
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bæjarins besta!

Á Akureyri móðir kona, meyja,
mjúka kroppa í sólskininu baða.
Þessar elskur, Magga, Fjóla, FREYJA,
nú fella klæðin já á örskotshraða!

Og þetta er bara EIN sönnun þess!


mbl.is Freyja sólar sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árni Johnsen, framboð og eftirspurn!

Á undanförnum vikum hef ég oftar en einu sinni verið að velta því fyrir mér sem felst í fyrirsögninni hér að ofan. Og ekki að ástæðulausu, því ekki aðeins hefur Árni sjálfur farið hamförum í hverri blaðagreininni á fætur annari í að því er virðist endalausri viðleitni sinni að fanga sviðsljósið, með meðal annars frekar óvandaðari gagnrýni á bubba Morthens og björk Guðmundsdóttur heldur hafa fjölmiðlar, starfsmenn þeirra, að einvherjum ókunnum ástæðum stígið dansinn við karlinn og fengið hann í viðtal eftir viðtal! Meðal annars vegna þessara ritdeila við B & B, en líka að einvherjum öðrum ástæðum, sem mér eru alveg fullkomlega á huldu! Til dæmis eyddi sá ástsæli útvarpsmaður til tuga ára, Jónas Jonasson, heilum FJÓRUM þáttum í að ræða við mannin, sem mig minnir þó glögglega, að hafi allavega einu sinni áður verið hjá honum í þáttunum Kvöldgestir, þó fyrir allnokkrum árum væri! ER svona virkilega mikil eftirspurn eftir Árna frá þorra almennings, eftir allt sem gekk á með hann og hans grófu misgjörðir? Svo ég svari bara sjálfum mér, þá hef ég bara alls ekki orðið var við það, heldur þvert á móti og það veit sá sem allt veit, að eftir til dæmis heldur snautlega útkomu í ritdeilu sinni við Björk, sem svaraði honum í senn afskaplega fast og vel, en jafnframt mjög kurteislega, þá hefur nú vegsauki Eyjamannsins heldur ekki batnað í þá átt. Nú síðast í vikunni berast svo þau STÓRTÍÐINDI að ÁRni sé nei sko ekki að baki dottin í athyglisbröltinu, nei, nú skal bara stefna sjálfri blaðadrottningunni á Mogganum Agnesi Bragadóttur, , (og örugglega gömlum samstarfsmanni Árna þar líka) fyrir eitthvað sem á að heita vond orð í hans garð, en lúta að þþví er virðist bara að misgjörðum hans, er hann svo dæmdur var fyrir í hæstarétti! Árna er sem öðrum auðvitað frjálst að tjá sig og sínar skoðanir, en mín vegna mætti alveg setja á hann kvóta hjá blöðunum og í ótímabundið frí frá ljósvakaviðtölum. Annars vildi ég fá rökstuðning fyrir því, hvers vegna hinir síðarnefndu sérstaklega, hafa verið að eltast svo mikið við mannin, hvar sé fundin út þessi eftirspurn frá þjóðinni, sem svo orsakar öll þessi viðtöl við hann!?

Merkilegt, ef ekki bara stórmerkilegt!

Mér finnst þetta já nokkuð svo athyglisvert að lesa,á að vísu ekki nein gæludýr í dag, tja, nema kannski SJÁLFAN MIG og það mætti nú alveg skera ýmislegt niður hvað það "Dýr" varðar!
En sitthvað er nú gæludýr fleiri en gæludýr, Hamstrar, Naggrísir, Fínkur og Páfuglar, að ógleymdum hinum klassísku Gúbbífiskum! Fer offitan líka vaxandi á þeim bæjum, haha!?
Get nú ekki setið á strák mínum, því fyrirsögnin er bara þannig, að hún kallar á það, en stöllurnar tvær í dýralæknastéttinni sem rætt er við, virðast þó fyrst og fremst vera að tala um hunda og ketti, eða það virðist mér.
En örugglega eitthvað já sem gæludýraeigendur þurfa að gæta betur að.
Að lokum aðeins hvað varðar hugtakanotkun þarna í fréttinni, hvort sem það er nú haft eftir dýralæknunum eða er beint frá blaðamanni, þá er skemmtilegra að tala um að dýrin séu ofalin, frekar en offóðruð, samanber hið gamla og góða máltæki, að "Sjaldan launi kálfur ofeldið", en þetta er nú samt ekkert stórmál.
mbl.is Vaxandi offita íslenskra gæludýra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

TÝR - Færeyskt rokkævintýr!

Alltaf þegar færeyska Víkingaþungarokksbandið tý hefur borið á góma, dettur mér oftar en ekki skemmtileg minning í hug um heimsókn þeirra á rás tvö árið 2002, er þeir voru að taka landan með trompi. Þá sat og ég undirstrika SAT útvarpskonan þokkafulla Hrafnhildur Halldórsdóttir við hljóðneman og nánast missti sig í hrifningarvímu að sjá drengina ganga í hljóðver og sagði eitthvað á þessa leið: “Oh, ég KIKNA bara í hjáliðunum að sjá þessa stráka, þeir eru svo sæætir”!
En burtséð frá útliti, þá hefur þeim kumpánum gengið margt í hag frá þessum tíma og nú þegar fjórða platan var að koma út ekki alls fyrir löngu, er ekki úr vegi að tíunda ferilinn aðeins!

- 1998: Hljómsveitin stofnuð.
- 2002: Hjólin fara strax að snúast hratt. Hljómsveitin sendir í janúar frá sér fyrstu plötuna "How Far to Aasgard". Sigrar um svipað leyti í dönsku hljómsveitakeppninni "Melody Makers" sem besta hljómsveitin (valin af dómnefnd) og vinsælasta hljómsveitin (valin af áheyrendum). Guðni Már Henningsson spilar á rás 2 upptöku frá dönsku hljómsveitakeppninni flutning Týs á "Orminum langa". Hlustendur rásar tvö sýna einhver öflugustu viðbrögð sem um getur. Næstu daga rignir yfir starfsmenn rásarinnar óskum um að heyra þetta lag aftur. Svo spaugilegt sem það er þá stóðu þeir í þeirri trú að þetta væri norsk hljómsveit. Íslendingar þekktu ekki færeyska tónlist og það hvarflaði ekki að þeim að til væri færeyskt rokk. Þegar þeir hringdu inn báðu þeir um að fá að heyra aftur norska lagið um "Orminn langa".
Lagið varð fljótlega vinsælasta óskalagið í sögu rásar tvö og undrandi Íslendingar lærðu að þetta væri færeyskt lag í flutningi færeyskrar hljómsveitar.
AF sinni alkunnu markaðssnilli og ódrepandi áhuga á flestu sem færeyskt er, brá minn gamli félagi og gæðablóð, Jens Guð skjótt við í kjölfarið og taldi Kristinn Sæmundsson, ( alltaf kallaður þá Kiddi í Hljómalind eða Kiddi Kanina.) annað mikið gæðablóð á að flytja plötur með tý inn og að koma sveitinni sjálfri hingað til tónleikahalds!
Kiddi er alltaf svo stórhuga að hann bókaði hljómleika með Tý vítt og breitt um landið: Reykjavík (tvennir hljómleikar), Kópavog, Keflavík, Selfoss, Akureyri.
Man nú ekki hvernig þetta gekk hér nyrðra, en fyrir sunnan var víst troðið út úr dyrum. Hljómleikarnir í Smáralind slógu aðsóknarmet og biðröðin eftir eiginhandaráritunum varð sú lengsta sem menn hafa séð fyrir framan Skífuna í Smáralind. Á Selfossi voru fleiri utan dyra - sem komust ekki inn - en innandyra.
"Ormurinn langi" varð vinsælasta lagið á Íslandi og í Færeyjum 2002. Vikum saman sat "How Far to Assgard" í 1. sæti sölulistans á Íslandi og í Færeyjum. Hérlendis seldist platan í um 4000 eintökum og er ennþá að seljast enn þann dag í dag.
Týr hefur nokkrum sinnum síðar komið til Íslands og haldið vel sótta hljómleika. Vinsældir Týs opnuðu fyrir það sem hefur verið kallað "færeyska bylgjan" á Íslandi. Allt í einu uppgötvuðu Íslendingar að eitthvað rosalega spennandi var í gangi í færeyskri tónlist: Eivör, Makrel, Brandur Enni, pönksveitin 200, djasshljómsveitin Yggdrasil, Teitur, Jógvan, Rassmus, Valravn og svo framvegis.
Týr opnaði dyr sem síðan hafa verið galopnar inn í færeyska tónlist.
- 2003: Önnur plata Týs, "Eric the Red", kom út. Nokkrum vonbrigðum olli að þar var ekki neinn verðugur arftaki "Ormsins langa". Platan í heild var betri en frumburðurinn en vantaði "smell".
Týr fór að vekja athygli vítt og breitt um Evrópu. Spilaði á hljómleikum út og suður og komst á kort. Næstu ár var hljómsveitin upptekin við að koma fram á ótal "festivölum" víðsvegar um Evrópu. Fékk svo plötusamning hjá austuríska þungarokksfyrirtækinu Napalm Records. Það er hátt skrifað á alþjóðamarkaði þungarokks og er afskaplega vel tengt. Er ekki með mjög margar hljómsveitir á sínum snærum en sinnir þeim mjög vel og það er gæðastimpill að vera á merki Napalm Records.
- 2006: þriðja plata Týs, "Ragnarök".
- 2008: 4ða plata Týs, "Land". Hljómsveitin er komin inn á alþjóðamarkað. Lög af plötunni fylgja safndiskum vinsælla enskra þungarokksblaða á borð við Metal Hammer og Rock Sound. Þar eru lögin í slagtogi með lögum hljómsveita á borð við Sepultura og Soulfly.
Í dag er Týr í þeirri aðstöðu að velja og hafna tilboðum um hljómleika á festivölum. Eftirspurn er meiri en hljómsveitin getur sinnt.
Í áranna rás hafa orðið mannabreytingar hjá Tý. Á tímabili spilaði með Tý á gítar Ottó B. Arnarsson frá Mývatni. Hann túraði með þeim á hljómleikum en það reyndist vera flókið dæmi að vera með einn Íslending innanborðs í færeyskri hljómsveit.
Hef á undanförnum vikum verið að hlusta á “Land” og er bara nokkuð svo hrifin af þessu verki,færeyskum þjóðlögum smellt í þrælþéttan og kraftmikin búning svo vel hristir upp í manni!Svo er þarna líka eitt ættað frá Ísa kalda landinu hygg ég, “Brennivínsvísur” sem skemma nú ekki fyrir.
Svolítið seintekin, krefst af manni góðri hlustun, en það fer ekkert á milli mála að Týr er komin á góðan alþjóðamælikvarða og á skilið þá athygli sem tíunduð er að ofan!


Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 217998

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband