Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Meinhæðin mannlýsing!

Ég hef verið sæmilega duglegur við að rökræða og benda á galla léttvíns- og bjórsfrumvarpsins að undanförnu.
Rökin á móti hafa mér þótt nær undantekningarlaust rýr í roði og haldlítil. Eftir skoðanaskipti við einn annan bloggara, komu mér aftur í hug hendingar sem mér þóttu lýsa málflutningi hans nokkuð og ástandi á þeirri stundu!

Aumur, móður, másandi,
maður einn var þvælandi.
Argur, reiður, rásandi,
ræfill já og skælandi!


Norðlenskt handboltahallæri!?

Já, eins og staðan er nú, er ástandið ekki rishátt á meistaraflokksliðum Akureyrar í handbolta karla og kvenna.
Þær fyrrnefndu neðstar í deildinni og karlarnir í næstneðsta, eins og fram kemur í fréttinni.
Hef sjálfur alltaf verið mótfallin sameiningu KA og Þórs á þessum forsendum, að meistaraflokkar séu svona einir og sér sameinaðir. Nær væri ef til vill að byrja neðar, en þar er þó vel að merkja öflugt starf hjá félögunum, sem enn hefur þó ekki skilað sér á þessu rúma eina keppnistímabili sem af er frá því sameiningin varð.
Hjá kvennþjóðinni í fótboltanum hefur þetta kannski gengið örlítið skár, en því miður ekki meir en það.
Eins og fram kemur í viðtalinu við rúnar, er afreksíþróttaútlitið almenn ekki rishátt, gengi karlaliðanna í fótboltanum slakt í 1. deildinni sl. sumar og líkt og í handboltanum með Akureyrarliðið, hefur Þórsliðið í körfunni valdið nokkrum vonbrigðum það sem af er vetri, búist við því mun sterkara en það hefur sýnt hingað til!
Hugmynd rúnars um að slíta handboltalið Akureyrar frá KA og Þór og láta það í staðin undir ÍBA þar sem svo Íþróttahöllin með smáendurbótum yrði miðstöð liðsins, er í sjálfu sér góðra gjalda verð og yrði þá eiginlega afturhvarf til þess forms er var á fótboltamálunum um langt skeið fyrr á árum, eða fram til 1975 að KA og Þór sendu eigin lið til keppni í 3. deild eftir að ÍBA liðið hafði fallið í 2. deild árið áður. (Sællar minningar afrekuðu þórsarar svo að fara rakleiðis upp í 1. deild á tveimur árum!)
Kannski myndi þetta eins og rúnar vonast til, hleypa nýju lífi í handboltan, ákveðnum ferskleika sem þá væntanlega myndi svo skila sér í betri árangri.
Skal sjálfur ekki fullyrða neitt, auðvitað söknuður eftir samkeppninni og vissa dýrðarljómanum er bæði KA og Þór áttu góð lið í efstu deild, raunar ekki svo langt síðan að svo var og upp undir 2000 manns fóru á frábæra leiki liðanna í Höllinni!
En tímarnir hafa breyst fljótt, áhugi minnkað e.t.v. og erfiðara til langs tíma að halda uppi þessum gæðum og fjármagna dæmið, því verður já einhvern vegin að bregðast við, eiginlega ekkert annað en handboltahallæri eða svo gott sem ella framundan!
mbl.is Gera verður Akureyrarliðið að sjálfstæðu félagi sem heyri beint undir ÍBA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Birgishringhenda hin dýra!

Birgir Leifur, brosir hreifur,
brattan kleif að sönnu já.
Líkt og Seifur, sigurreifur,
sínu veifa stolti má!

Já, stolt er orðið!

Til áréttingar virðist lokaniðurstaðan vera sú, að Birgir Leifur endaði í 12 til 15 sæti! Hvert sæti þessara 30 getur skipt miklu máli upp á fjölda móta sem kappinn fær að taka þátt í nú á nýju tímabili!
Endaði ef ég man rétt í 25 sæti fyrir ári, svo mótin verða eitthvað fleiri sem hann fær kepnisrétt á núna!
SVo er það reyndar orðum aukið kannski í fréttinni að hann hafi verið nánast komin út úr myndinni eftir skramban á 7. holu, skorið hans þá líklega það sem dugði fyrir síðustu menn (-3)
Annars hafði ég mjög góða tilfinningu strax snemma í morgun fyrir gengi Birgis Leifs og var bara viss um að hann kæmist í gegn, golfið vissulega ein sveiflukenndasta íþrótt sem til er og dyntóttasta, en hin jafna og góða spilamennska á hringjunum fimm á undan, gaf bara sterka vísbendingu um að spurningin væri meir hvar meðal hinna 30 efstu hann myndi lenda, en ekki hvort hann næði einu af 30 efstu sætunum!
STOLT er því sannarlega orð dagsins í samræmi við tilfinningar kappans í viðtalinu.
Allir íþróttaáhugamenn og fleiri út fyrir raðir þeirra geta sannarlega verið stoltir af þessum ágæta afreksmanni!
Fyrir hann er nú svo bara að taka helstu reynslupunktana með sér yfir á nýja tímabilið og reyna að nýta þá svo vel, að hann nái árangri til að halda sæti sínu áfram er því líkur næsta haust í þessari "Meistaradeild Evrópu" golfsins!
Hamingjuósk til birgis Leifs og allra hans vina og ættingja!
mbl.is Birgir: „Ég hef aldrei verið eins stoltur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkurs konar líkamsræktarauglýsing, en þó ekki!

Ég er reyndar ekkert fyrir að vera með auglýsingamennsku eða hygla einhverjum fyrirtækjum fram yfir önnur, vil taka það strax skýrt fram, auk þess sem engin hefur heldur falast eftir auglýsingum hjá mér hér á síðunni líkt og hjá sumum "Ofurbloggurum"!
En nú á þessum fyrstu dögum og vikum vetrar, er það lenska sem oft áður að fólk drífi sig í líkamsrækt á einhverri stöðinni og þær sjálfar keppast þá um að auglýsa sig með ýmsum gylliboðum, afslætti o.s.frv.
Sá til dæmis að Blindrafélagið fékk þetta líka flotta tilboð fyrir hönd félagsmanna frá söðinni sem svo kemur við sögu í línunum hér að neðan.

Ef stæltan kropp, já stinnan rass,
strax þið viljið fá.
World þið skuluð velja Class,
vextinum að ná!

Annars er þetta örugglega allt fínt, Átak hér í bæ til dæmis hin flottasta stöð, sem ég er nei ALLS EKKERT að auglýsa hér og kemur þá heldur málinu ekkert við, að eigendurnir eru gamlir og góðir grannar mínir, þau Guðrún og gústi!


Fyrirsjáanlegt!

Ég held já að þetta hafi verið fyrirsjáanlegt í okkar riðli, Svíar voru ekkert að leggja of mikið á sig í kvöld og þótt Lettarnir séu góðir, þá eiga þeir litla sem enga möguleika á að vinna Svía í Svíþjóð og í raun skiptir leikurinn þá engu máli. N-Írar vinna heldur ekki Spán aftur, svo einfalt er það!
En að skotar skulu vera úr leik eftir að hafa staðið með pálman í höndunum fyrir tveimur umferðum eftir frábæran sigur á Frökkum á Frakklandsleikvanginum, er alveg svakalegt og framvindan sem lýst er í fréttinni segir allt um! Mörg hryggðartár áreiðanlega fallið í Glasgow í kvöld og eru sjálfsagt enn að falla!
En svona er þessi íþrótt ekki hvað síst heillandi, svo örstutt á milli gleði og sorgar, sigurs og taps!
Það sýndi sig einnig klárlega í leik Ísraela og Rússa, þeir síðarnefndu í senn óheppnir og klaufar að ná ekki allavega einu stigi,stigi sem eftir óvænt tap Króata gegn nágrönnunum í Makedoníu, hefði verið mikilvægt!
mbl.is Spánverjar tólfta þjóðin til að tryggja sér EM-sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mývetningar eru sérstakir!

Kom kannski ekki á óvart, Mývetningar hafa löngum verið sérstakir og sjálfstæðir!
Og mjóu munaði í Aðaldalshreppnum!

Við sameiningu sögðu nei,
í sínum ynnstu röðum.
Allt sitt vilja halda í hey,
heima að Skútustöðum!


mbl.is Ekki sameining í Þingeyjarsýslu - tillagan felld í Skútustaðahreppi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugljúf!

Einar Bragi Bragason - Skuggar.

Lög: 1. Móðir jörð. 2. Nú allt er svo hljótt. 3. Skuggar. 4. Saknaðarlag. 5.Kvöldljóð Andreu. 6. Vorkoma. 7. Tunglskinsnótt. 8. Litið um öxl. 9. Augnablik. 10. Glymur foss. 11. Á. B.E. 12. Örlagaþræðir.

Þegar ég heyrði fyrst af því fyrir nokkru, að skógabóndinn skeleggi og afburðahagyrðingurinn með meiru, Hákon Aðalsteinsson, hefði samþykkt að leyfa Einari Braga hinum margreynda saxafónleikara og fyrst og fremst "Stjórnarherra" (einn stofnandi Stjórnarinnar reyndar!) þá varð ég dálítið hissa, hélt nú að karlinn hefði lítin áhuga á að láta "poppa" kvæði sín og kviðlinga upp! Nema hvað, að svo fór ég nú að hugsa og þá ekki laust við með stríðnislegum hætti, að kannski hefði Hákon bara orði afbrýðisamur þarna fyrir tveimur eða þremur árum eða hvað það nú var, þegar heil plata með ljóðum eftir bróður hans, Ragnar INga, kom út og heil hljómsveit bara stofnuð í kringum það verkefni af engum öðrum en frænda þeirra bræðra, prakkaranum og ærslabelgnum með fjölmörgu fleiru, honum Haffa Helga! (sem reyndar tók upp á því eftir að hafa unnið samkeppni um afmælislag fyrir reykjavík, að nefna sig Bjarna Hafþór, svo að lengi vel vissu sambæingar hans hér í fagra höfuðstað norðursins, ekki hver sá maður væri!) En textar auðvitað áður birst á plötum hygg ég eftir höfðingjan í Húsum, svo hann hefur bara verið ánægður að finna frekari áhuga frá Einari Braga! Þann pilt hef ég nú í gegnum tíðina séð örugglega svona 1213 sinnum á sviði spila með hinum og þessum, einum og öðrum, manni og mönnum, með Stjórninni auðvitað, Sálinni, todmobile og fleirum! Í seinni tíð hefur hann hins vegar verið búsettur austur á Seyðisfirði, gengt þar stöðu skólastjóra tónlistarskólans m.a. Spilamennska þó aldrei lögð á hilluna og hefur m.a. í seinni tíð spilað með danshljómsveitinni Von. En semsagt, Einar fékk þessa hugmynd að klæða kvæði hans Konna í tónabúning og ég held bara eftir nokkra yfirlegu og hlustun, að "Saxanum" hafi tekist bara nokkuð vel upp þegar á heildina er litið! Heildarsvip plötunnar held ég að sé best lýst sem hugljúfum. Einar Bragi líkast til gert sér grein fyrir að ekki mætti fara hörðum höndum um þessar ljóðsmíðar Hákonar, þó vissulega sé á köflum smá rokkstígandi, t.a.m. í titillaginu, þar sem sópransöngkonan björt Sigfinns, syngur. Auk hennar syngja svo valin flokkur góðra söngkvenna flest hinna laganna, Alla Borgþórs, Sigga Beinteins,Erna Hrönn Ólafs og Alda sif Magnúsdóttir. Einnig syngja þrír herrar sitt lagið hver, Vilhjálmur Þ. Ólafsson, Steinar Gunnarsson og Helgi Georgsson.Ljóðið Örlagaþræði fer Hákon svo sjálfur með í lok plötunnar, að ógleymdu ósungnu lagi til minningar um látna dóttur! Einar Bragi spilar sjálfur auðvitað á Saxið auk þess að notast við hljóðsarp eða smala til strengjaframleiðslu m.a. Aðrir sem spila m.a. Jðón HHilmar gítarleikari, Jóhann Hjörleifs á trommum m.a. og áðurnefndur Helgi spilar auk söngs einnig á bassa og hljómborð m.a. Mér finnst hljómurinn á plötunni bara ansi fínn, sterkur og já býsna hreinn! Auðvitað hefði maður kannski vijað hafa öðruvísi hljóðfæraskipan í sumum laganna og útsetningar öðruvísi, en það er nú ekkert sem neitt pirrar eða skemmir svo fyrir. Fyrstu tvö lögin fóru strax einkar vel í mig, auk þess fimmta, þar sem laglínan er einkar hugljúf. Sjötta lagið sömuleiðis að vinna á og virðist að því mér skilst bara fara almennt vel í landann. SAknaðaróður Saxa til dótturinnar hornu er svo einkar smekklegt! Bara já alveg ágæt og settleg popptónlist með djass- og þjóðlagaívafi, eitthvað sem höfðar ekki hvað síst til fólks komið vel á fullorðinsár, er svo sömuleiis hlustar eftir textunum sem sungnir eru og þarf ekki að fjölyrða um hve góðir eru!

Bloggsíða Einars Braga:
http://saxi.blog.is/blog/saxi/


Megi hann dafna!

Fyrir viku var dagur íslenskrar tónlistar haldin hátíðlegur, nú er dagurinn sjálfrar þjóðtungunnar, á tvöhundruðustu árstíð frá fæðingu Jónasar!
EFast sannarlega ekki um að ævisagan sé vandað og mikið verk, Böðvar fyrir löngu búin að sanna rithöfundarhæfileika sína með bæði fjölmörgum leikritum og ritverkum af ýmsu tagi!
Gott mál að hlua svo sem best að þessum degi og þar með að tungunni sem mest. Ekki veitir af, er fleiri og fleiri sögur um að unga fólkinu sé mörgu orðavant og skorti skilning, heyrast.
Auðvitað má hafa gaman af í aðra röndina og vona að um einangruð dæmi sé að ræða, en ekki veitir samt af að standa vörð og efla tunguna sem best og mest.
Að hætti Jónasar endar þetta svo á stöku!

Mikilvægur og merkur,
megi hjá þegnunum ungu.
Dafna, dýrmætur sterkur,
Dagurinn íslenskrar tungu!


mbl.is Forsetinn afhenti bók um Jónas Hallgrímsson í Þelamerkurskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira sérkenni!

Garðabær hefur nú aldrei þótt mjög sérstakur þannig séð, verið svona úthverfi frá Hafnarfirði í augum margra utanaðkomandi. Verður sjálfsagt sameinað allt þetta dót einhvern timan, Hafnarfjörður, Kópavogur, Garðabær!?
En hvað um það, þetta er hið besta mál sýnist mér, nema hvað Garðbæingar sem nú alast upp mega ekki fá þá ranghugmynd, að Jónas sé annars á nokkurn hátt tengdur eða náin byggðarlaginu, öðru nær, úr Eyjafirðinum fagra, frá Hrauni í Öxnadal!
Annars má þetta segja nú.

Garðabænum grænkar í,
er glænýtt torgið fær.
Nú er orðin næstum því,
"Náttúrulegur" bær!

En verður það svo auðvitað alveg þegar safnahúsið rís!


mbl.is Nýtt torg í Garðabæ nefnt Jónasartorg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 217945

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband