Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

"Endurtaka leikinn drengur"!

Já, fyrst spilamennska sumarsins skilaði ekki áframhaldandi keppnisrétti, er ekki annað hægt en að senda baráttukveðju á þessum nótum!
Getan er fyrir hendi, það hefur Birgir Leifur sannað, en úthald og ef til vill einbeiting m.a. varð til þess að góður árangur hjá honum náðist ekki sem vonast var eftir!
Erfitt að lesa í þessa byrjun, en hann á já alveg að geta endurtekið leikin frá sl. ári!
mbl.is Birgir er í 17.-27. sæti eftir fyrsta hringinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varlega skal stígið til jarðar!

Get alveg sem oft áður, verið sammála hinum skelegga Skáksambandsforseta, Guðfríði Lilju, (hef margoft tjáð aðdáun mína á henni til margra ára!) að ef bókun þessi þýddi að Ísland væri enn á uppleið hvað mengun varðar er árið 2013 rennur upp, þá væri íllt í efni og ekki hátt risið á þjóðinni í þessum efnum!
En eins og að ég held gamli skörungurinn Churcill sagði, þá er erfitt að spá og þá sérstaklega um framtíðina!
Hamingjan má nefnilega vita hvernig öll þessi mál og bara heimurinn allur á eftir að þróast fram til 2013!
Tæknibyltingin á öllum sviðum á fleygiferð, þannig að kannski verða bara komin fram á sjónarsviðið aðferðir ef ekki bara önnur efni er geta til dæmis leyst ál af hólmi!
Og sú tækni og þau efni verið sköpuð með allt öðrum og einfaldari hætti?
Einhverjar fregnir voru um daginn einmitt tengdar minni álnotkun, en það er horfið úr mínu minni núna!
Aðalatriðið núna er að draga andan djúpt, hrapa ekki að neinum ákvörðunum, já stíga varlega til jarðar, að ég tali nú ekki um að koma okkar innanlandsmálum á hærra plan, ttil dæmis varðandi orkunýtingu!
Þarf væntanlega ekki að orðlengja frekar hvað þar er átt við!?
mbl.is Geir: Eigum að reyna að fá samþykkt nýtt íslenskt ákvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjósandinn ég segir NEI!

Það gleður mitt gamla hjarta í hvert sinn sem ég sé fregnir eða heyri af þessu tagi, að hinar ýmsu stéttir og áhrifaaðilar í þjóðfélaginu á borð við velferðarráð Reykjavíkurborgar, vara við eða leggjast gegn þessu óþarfa og að mínu mati grunnhyggna máli, sem frumvarpið um að leyfa sölu á áfengum bjór og léttvíni í matvörubúðum er!
EF einhverjir eiga að þekkja fleiri en eina hlið neikvæðra afleiðinga af áfengisneyslu, þá eru það stéttir á borð við hjúkrunarfræðinga.
Kemur það m.a. fram í fréttinni að neysla áfengis getur haft skaðleg áhrif á fóstur á meðgöngu og einnig geta neikvæðar afleiðingar komið fram síðar á ævi barnsins.
Og skal hér svo hnikkt á því, að mæðrum hefur nú um nokkura ára skeið ALFARIÐ verið ráðlagt að neyta ekki áfengis og það EKKI AF NEINU TAGI, BJÓR OG LÉTTVÍN MEÐTALIN!
Ein áfengiseining, tvö glös léttvín, 3 léttir bjórar eða 1 til 2 sterkir til dæmis í viku geta haft örlagaríkar afleiðingar t.d. útlimafötlun, misþroski getur komið fram síðar m.a.
Þessar afleiðingar og fleiri er mætti nefna, til dæmis mjög varasama neyslu áfengis samfara lyfjanotkun, hafa betur og betur komið í ljós með meiri þekkingu á seinni árum og tengjast ekkert síður hinni svokölluðu "hófdrykkju" en ofneyslu áfengis, sem eins og fram kemur í fréttinni af hjúkrunarfræðingunum, er vaxandi vandamál, meiri heildarneysla, þótt alltaf sé verið að reyna að halda því að fólki svo það fari nú að trúa því, að einhver "Drykkjumenning" hafi myndast eða stórbatnað!?
Vissulega neyta margir áfengis í litlum mæli af þeim sem á annað borð neyta þess, en það er ekki réttlæting á að auka bæði aðgengi og áhuga á því og þar með stórauka áhættuna á að hlutfallslega fleiri byrji neyslu með ófyrirséðum afleiðingum. Og heldur er það sannarlega ekki röksend af neinu tagi, heldur alveg öfugt, að þeim hinum sömu er neyta lítils áfengis, verði með sölu á bjór og léttvíni í matvörubúðum, færður einhver réttur sem af þeim hefur verið tekin, eða hefur orkað sem hamlandi á aðgengi þeirra hingað til!
Slíkur málflutningur er ekki aðeins rangur, hann er ekkert annað í mínum augum en blekking hjá þeim er vilja þessa breytingu!

Ekkert helsi!

Sannleikurinn er nefnilega sá, að í dag er í raun engin fyrirstaða eða um hömlur sem heitið getur, fyrir þá er neyta áfengis og þá á ég sérstaklega við hina sem hvað hæst láta, tala um forræðishyggju, frelsi til athafna, eigin vilja, helsi og ég veit ekki hvað og hvað, en jafnframt nefna sig í hópi þessa sérstaka "hófdrykkjufólks"!
Í tölum sem Líðheilsustöð sendi frá sér um neyslu áfengis á norðurlöndunum árið 2004, kom það til dæmis fram um Ísland, að á árabilinu 1993 til 2004, jókst neysla að meðaltali á bjór á hvern landsmann úr 30 lítrum í 67!

Já, á tíu árum júkst neyslan um hvorki meira né minna en yfir 100%!
Slík gríaðrsprenging á einum áratug, hlýtur að skora nærri Evrópumeti, ef þá ekki bara heimsmeti!?

SVo tala menn um að þá skorti aðgengi og frelsi til að nalgast mjöðin, eða að frelsi til að nálgast hann sé skert!?
Ég hef margoft að undanförnu spurt mann og annan, hvar í raun og veru helsið þetta sé að finna, í hverju það já í raun og veru liggi að geta ekki keypt léttvín og bjór í matvöruverslunum,
Engin, nei nákvæmlega ENGINN hefur getað fært nein sannfærandi rök fyrir því, ef þá nokkurt svar hefur þá komið!

Bjór og léttvín alls ekki sem hver önnur neysluvara!

Annað sem margur almennur borgarinn er farin að bera fyrir sig kaupmönnum mörgum til gleði, er að halda því blákalt fram að bjór og vín séu bara eins og hver önnur neysluvara! Jafnvel ótrúlegasta fólk sem drekkur aldrei, en hefur svo oft heyrt kaupmennina og "hófdrykkjufólkið" tyggja þetta sem fleira, er farið að trúa þessu, eins og svo oft gerist þegar lýgin er sögð nógu oft að hún breytist í "heilagan sannleik"!
Áðurnefnd varnaðarorð varðandi meðgöngu og fæðingu barna, ætti nú eiginlega eitt og sér að nægja til að hrekja þessa villukenningu!
Vissulega eru verðandi mæður líka varaðar við neyslu sums fæðis í sumum tilfellum og af ýmsum einstaklingsbundnum ástæðum, en fullyrða má að í því efni stenst engin neysluvara í matvörubúð samjöfnuð við bjórinn og léttvínið! Líkt og alla jafna hvað lífsnauðsynlega fæðuneyslu snertir, er hún sem best já í HÓFI og sem reglubundnust, nokkuð sem gildir ALLS EKKI um áfengi!
En fleira má líka tilgreina um leið og ein vitleysan til er hrakin.
Sumir tönnlast á misnotkuninni, sjá eða hafa ekki gert sér grein fyrir hinum víðtæku áhrifum áfengisneyslunnar, að minni neysla og án sýnilegrar ölvunar getur haft slæmar afleiðingar, eins og fram kom að ofan.

Neyslan varðar við lög, þú afsalar þér athafnafrelsi!

"Fólk getur jú misnotað alla hluti, ætti ekki bara alveg eins að banna salkjötið eða súkkulaðið, aldeilis hægt að misnota það sér til skaða! Bjórinn og léttvínið því alveg eins réttlætanlegt og sú neysluvara"
Eitthvað á þessa leiðina, eða í svipuðum dúr, hef ég heyrt annars hið mætasta fólk reyna að rökstyðja álit sitt á að fá bjórinn og léttvínið í matvörubúðirnar.
En eins og með allt helsistalið, er þetta einfaldlega rangt og koma þá aftur til sterk mótrök er varða þá staðreynd að almenn áhrif áfengis eru svo langt um viðameiri en nokkurar neysluvöru í þessu samhengi er seld er þegar í matvörubúðum og það sem meira er,
það varðar við lög að taka þó vart sé mikið meira en "einn sterkan", sem þó á ekki að "skipta neinu máli"!
Með því að fá sér sopan sterka "af uppáhaldsbjórnum í Bónus" eða "eitt saklaust eða tvö af hvítvíninu úr kjörbúðinni" eins og margur hugsar sér væntanlega ef af yrði, væri viðkomandi þar með að svipta sjálfan sig því athafnafrelsi til dæmis, að mega ekki aka bifreið!
Það hafa þó ótalmargir gert, (meira að segja ónefndur alþingismaður sem stendur að þessu frumvarpi hygg ég!) og þar með hlotið sektir eða jafnvel ökuréttarmissi! því miður eru svo aðrir sem ekki voru teknir, en enduðu með því að valda sjálfum sér og öðrum skaða, óafturkræfum í sumum tilfellum, eftir slíka og "aðeins slíka hófdrykkju"!

Getur vænn biti af saltkjötinu eða stórt sykki af súkkulaðinu valdið slíku, eða gilda lög um neyslu þessara vara er takmarka athafnafrelsi þitt, að ég tali nú ekki um, getur í svo litlu mæli sem í einu glasi af hvítvíni er eða tveimur, orsakað brengl á
sjónskynjun og viðbragðsflýti við óvæntu áreiti, eins og gerist til dæmis þegar barn hleypur skyndilega fyrir bílinn!?
Nei, auðvitað og að sjálfsögðu ekki, því eru bjór og léttvín alls ekki eins og hver önnur neysluvara! Og svo lengi sem þessi lög gilda auk annara hafta sem áfengisneysla getur valdið, til dæmis á aðgengi, þá getur ekki öðruvísi verið!
Fleira væri líka hægt að nefna og hrekja sem fylgjendur sölu á bjór og léttvíni í matvörubúðum halda fram, til dæmis um lægra verð og úrval.
Staðreyndin sem blasir við er hins vegar sú, að verðlagningin er fyrst og síðast í höndum ríkisins rétt eins og á olíunni og álagningin í ÁTVR er svo lítil að sögn, að allt eins líklegt er að verðið muni hækka þegar á heildina er litið.
Og jafnvel þótt rauðvín og bjór "hófdrykkjufólksins" myndi til dæmis lækka um 10% flaskan úr 2000 í 1800, hverju munar svo um þá lækkun þegar um eina flösku í mánuði (mjög varlega skotið) er að ræða, með það svo í huga að breytingin hefði í þjóðfélagslegu samhengi meiri útgjöld í för með sér!?
Og um meira úrval, hvað þá betra, er alveg hægt að efast og alveg eins líklegt ef reynt verður mikið að selja ódýrar, að bara verði um lélegri framleiðslu að ræða, lélegri tegundir og e.t.v. lítt þekktar!
Nei, í þessu efni er betra heima setið en að stað farið, það er bjargföst skoðun mín því meir sem ég ígrunda þetta.
Nógu erfitt er í dag að spyrna við fótum gagnvart þeim vanda er þegar er til staðar.
Vilja menn virkilega taka þessa áhættu að auka hann og það án nokkura alvöru raka?
Nei, það vil ég ekki!

Að lokum kemur hér vísan sígilda eftir Árna bindindisfrömuð í Stykkishólmi að ég hygg, sem svo vel á við hér nú.

Hófdrykkjan er heldur flá,
henni er íllt að þjóna.
Hún er bara byrjun á,
að breyta manni í Róna!


mbl.is Skora á þingmenn að greiða atkvæði gegn áfengisfrumvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SVekkelsi fyrir Sunderland!

Er bara fúll og svekktur já með þessi úrslit fyrir hönd míns góða félaga og frænda hans Gústa, Sunderland átti alveg skilið að fá allavega eitt stig, en höfðu víst ekki heppnina með sér við mark heimamanna á Manchesterleikvanginum!
Líflíkur Sunderland í deildinni byggjast þó helst hygg ég á að hala inn stigin á heimavelli, þar verða sigrar fleiri að vinnast svo möguleikin sé raunsær á að halda sætinu.
Og svo gefst stjórin Roy Keene auðvitað aldrei upp fyrr en í fulla hnefana, svo engin ástæða er til að örvænta fyrir liðið enn sem komið er!
mbl.is Ireland skaut City í þriðja sætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og skildi engan undra!

Hún Contoleezza er myndarkvinna og allt það, en að henni sé ekki tekið opnum örmum þarna, kemur nú ekki beinlinis á óvart!

Í Palestinu víst að vonu,
vel á móti blæs.
Nei,meta eigi kunna konu,
Contoleezzu Rice!

En það má aldrei hætta að reyna og vísast hugsar nú Hr. Brúskur og hans lið, að það yrði nú heldur betur sterkur leikur að koma þessu eilífðarvandamáli í þó ekki væri meir en í farveg er gæti leyst það á endanum, nú þegar forsetakosningar færast nær og nær!


mbl.is Rice varar við of miklum væntingum varðandi Miðausturlönd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SVona vinna menn ekki titilinn!

Nei, svona misnotkun færa á færi ofan, gefur ekki tilefni til að menn ætli að vinna enska meistaratitilinn!
Það átti sérlega við um Liverpool í leiknum, sjötta jafnteflið í 11 leikjum hitt sigurleikir, er bara of mikið, þótt mótið sé auðvitað ekki nema rétt að komast á skrið!
Þyrfti sérstaklega að taka Hollendingin Kuyt, á smá fund, makalaust hvernig hann misnotaði sín færi!

Og var þá komin tími til!

Jájá, ástæða til að óska bæjarbúm til hamingju, en aðrir landsmenn hljóta að spyrja hvernig standi á að þetta hús hafi ekki fyrir löngu orðið að veruleika í öðrum stærsta kaupstað landsins!?
En nei, það hefur hins vegar ekki skort á leikhúsmenninguna í bænum, örugglega verið fyrir hendi frá stofnun bæjarins, í hálfa öld eða meir.
Og svo eru ýmsar "listrænar tjáningar" og "farsar" frægir með eindæmum í Kópó Vógó!

Í Kópavogi er kannski best,
kvennalist ein þekkt
Sem mun vera framin flest,
í fullkominni nekt.
Svo mörgum hefur góðum gest,
já gleði fundist legt
En víst þá hefur veskið lést,
sem væri orðið lekt!


mbl.is Fyrsta eiginlega leikhúsið opnað í Kópavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gríðarlega mikilvægur leikur!

Eftir úrslitin fyrr í dag, stórmeistarajafnteflið hjá Arsenal og Man Utd, þar sem síðarnefda liðið skoraði reyndar eins og stundum áður færri mörk sjalft en andstæðingurinn en hann svo óheppin að skora í eigið mark og svo sigur Chelsea, verður Rauði herinn að landa þremur stigum hér, væri mjög sterkt!
Hann kæmist þá aftur á hæla Arsenal og United, sem Blackburn myndi þó gera enn frekar með sigri, er með einu stigi meir en Liverpool.
mbl.is Liverpool með sitt sjötta jafntefli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Neytendahornið - AB - léttmjólk.

Hættið, hættið, já hættið að kaupa þessa viðurstyggilegu AB venjulegu mjólk, segi ég alveg harður nú!
Alltof feit og bragðverri, kaupa létt útgáfuna miklu frekar, allir og alltaf, miklu hollari og betri með morgunkorninu!
Og hætta að borða bara Cheeious með nýmjólkurfjanda á morgnana, AB - létt með All Bran miklu betra og jú kannski stundum allt í lagi að fá sér hringina með hnetubragðinu svona einu sinni í viku, eða kannski blanda þeim með All Braninu!
En hætta í fitumjólkinni, draga úr henni til dæmis líka með því að nota léttmjólk út í kaffi, te eða soðna vatnið!
Og lifi Bónus, Krónan Nóatún, Kaupmannsbúðirnar, Hagkaup, NETTÓ og allar hinar okurbúðirnar okkar!

« Fyrri síða

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 218042

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband