Færsluflokkur: Matur og drykkur

VÁ?!

Já, nú er aldeilis vá fyrir dyrum, dropin dýri gerist enn dýrari svo drykkjusnobbar margir trúi ég, þessir t.d. sem halda að rauðvín kvölds og morgna sé meinanna allra bót, gráta hástöfum hækkun þessa um 100 kall á flöskuna og rúmlega þrjú hundruð á kassan!
Við hin sem ekkert erum yfir höfuð "Rauð eða hvít" né liggjum í bjór eða brennivíni, glottum hins vegar ögn vi tönn og vorkennum engum!
mbl.is Kassi af rauðvíni mun hækka um 381 krónu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árni og agúrkurnar!

Hinn "Sívinsæli" sunnlendingaþingmaður Árni Jonsen skemmtir þingheimi og landsmönnum öllum reglulega með athæfi sínu og orðum.
Í þinginu í dag mætti hann með gúrku í ræðustólin til að leggja þunga í mál sitt varðandi stöðu garðyrkjubænda, gúrkan íslenska væri auðvitað sú besta í heimi, en nú væri hætta á að ræktunin legðist af vegna hás orkuverðs.
Vona ég að eftir ræðu sína hafi þingmaðurinn knái ekki hent gúrkunni góðu, heldur annað hvort komið henni í viðeigandi geymslu eða bara etið hana!
Ljótt ef örlög hennar yrðu svo bara að eyðileggjast!

Árni Jonsen, afbragðsskýr,
áður dæmdur skúrkur.
Ærlegur nú hugsar hýr,
um "Heimsins bestu gúrkur"!


mbl.is Segja gróðurhúsabændur sitja við sama borð og aðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Simmi!

Fátt hefur nú meir verið rætt eða frekar verið milli tanna lýðsins sl. daga, en "Sjóið hans "Simma" og það bara skyggt á Icesave ef eitthvað er!
En sem jafnan fyrr hef ég nú efast og ekki látið berast með straumnum í hans "Hvítvínskneifefnum"!raunar haft þetta um málið að segja:

Þótt myndskeið mikið nú trekki,
marga held ég að blekki.
Svo mikið Simman ég þekki,
að "Svartur á hvítu" var ekki!


Þorraauglýsing! (Eða eitthvað svoleiðis)

Þótt ýmislegt hafi nú gengið á í tilveru litla Íslands sl. vikurnar og mánuði, hafa landsmenn þó ekki alveg látið deigan síga og haldið sín hefðbundnu og ómessandi blót í tilefni Þorrans. Og mörg slík framundan enn, sem auðvitað þarf ekkert að hvetja mannskapin til að huga að, en lítill kviðlingur, sem já gæti alveg hljómað sem auglýsing varð til með blótin í huga með svona jákvæðum hvatningartón, eða þannig!

Þeysum nú á Þorrablót,
þjórum vel og etum súrt.
Galsa undir gefum fót,
gerumst villt og djömmum klúrt!


Heimafyllerí!

Í reykviskum heimahúsum,
hella menn í sig úr krúsum
öls vel birgir af brúsum,
Nenn' ekki á næsta bar.
Sjálfir og sáttir vér dúsum,
í sælunni heima og BLÚSUM
en aðeins í "Braga nú búsum",
Þar af er sem áður var!
mbl.is Víða læti í heimahúsum í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mætti ég koma og fá "TÁR"!?

Yndisleg frétt, vonandi fjölmenna allar "mjólkandi mæður" og gera þetta að stórskemmtilegri stund!
Og já, ef maður mætti nú koma og fá smá...!?
Myndi aldeilis vera góð og drjúg næring fyrir komandi vetur.

Alla daga, leynt og ljóst,
lifað hefur mannsins þrá.
Sæll að mega sjúga brjóst,
síðan hvíla vær þeim hjá


mbl.is Efnt til fjölda brjóstagjafar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vottun handa Hilmu og þorskinum!

Fyrir nokkrum dögum voru einmitt fregnir af að þungmálmar væru í litlum mæli að finna í lögsögunni, það ætti því að hafast með góðu að fá þessa timplun og þegar svo miklir hagsmunir eru í húfi er raun ber vitni þarna í Sviss!
En Hilma SVeins?
Stúlka afskaplega prúð og pen var nú með mér í barnaskóla og hét einmitt því nafni, bjó auk þess í næstu blokk.
'Það skildi þó ekki vera...?
mbl.is Lokað á villtan þorsk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grænt te er gott!

Lengi vel á barns- og unglingsaldri var ég matvandur í meira lagi. VAr sömuleiðis þrjóskari en fjandin ef átti að koma mér með einhverjum hætti til að borða til að mynda soðin fisk!?
Sömuleiðis skislt mér að ég hafi lengi vel ekki verið mikið gefin fyrir kjöt, en þeim mun hrifnari af rauðkálinu, sem að minnsta kosti í gamla daga, þótti alveg ómissandi með sunnudagssteikinni!
En með árunum, meiri víðsýni og þroska, hefur þetta auðvitað batnað, þó ég viðurkenni að sumt er alls ekki í uppáhaldi enn, en slíkt á nú við um flesta í einhverju geri ég ráð fyrir.
Opin hugur fyrir hollustu hefur heldur ekki alltaf verið til staðar, þó ég hafi samt alltaf annars lagið á fullorðinsárum viljað prófa eitthvað í þeim efnum.
Smitaðist til dæmis af brennandi áróðri Gunnars Eyjólfssonar stórleikara á neyslu sveppates um árið og held svei mér að það hafi gert me´r gott, þetta ár eða svo minnir mig sem ég neytti þess!
Sé eiginlega smá eftir að hafa ekki ends lengur á því.
Núnú, fyrir nokkrum vikum tók ég þó upp á allavega tilbrigði við sama stef, byrjaði að drekka grænt te, svona þrjá bolla eða meira á dag.
Sumir geta vart drukkið það nema helst með sykri/sætu í, en mér hefur tekist að sleppa því, en nota smá mjólk út í.
Skemmst er frá að segja, að mér finnst teið fara sérdeilis vel í mig, hafa haft góð áhrif á meltinguna og kannski komið betra jafnvægi á bloðrásina!
Drekk nú alltaf mitt kaffi líka, það alveg ómissandi svona tveir þrír bollar á dag auk annars vökva líka, en teð sannarlega verið góð viðbót.
Nýlegar ´rannsóknir munu líka sýna, að regluleg drykkja á grænu te, þryggja til fjögra bolla á dag, hefur víst góð áhrif til mótvægis sykursýki!
Mæli eindregið með teinu og er sömuleiðis fínt með öðru hollustufæði, ávöxtum og grænmeti, sem allir eiga auðvitað að neyta reglulega!

Neytendahornið - AB - léttmjólk.

Hættið, hættið, já hættið að kaupa þessa viðurstyggilegu AB venjulegu mjólk, segi ég alveg harður nú!
Alltof feit og bragðverri, kaupa létt útgáfuna miklu frekar, allir og alltaf, miklu hollari og betri með morgunkorninu!
Og hætta að borða bara Cheeious með nýmjólkurfjanda á morgnana, AB - létt með All Bran miklu betra og jú kannski stundum allt í lagi að fá sér hringina með hnetubragðinu svona einu sinni í viku, eða kannski blanda þeim með All Braninu!
En hætta í fitumjólkinni, draga úr henni til dæmis líka með því að nota léttmjólk út í kaffi, te eða soðna vatnið!
Og lifi Bónus, Krónan Nóatún, Kaupmannsbúðirnar, Hagkaup, NETTÓ og allar hinar okurbúðirnar okkar!

Já, það er sem ég hef alltaf sagt, DRYKKJA er dauðans alvara!

Vínið nú varlega teygum,
vandlega ´tungu fyrst dýfið.
Því glerbrot í guðaveigum,
gætu já kostað oss lífið!
mbl.is ÁTVR innkallar rauðvínstegund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 217998

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband