Hvert vilja menn eiginlega komast?

Eitthvað í þessa áttina dettur mér stundum í hug, þegar svona ofsaakstursfregnir birtast.
Nú veit ég auðvitað sem er, að þarna eru oftar en ekki annars vegar um unga ökumenn að ræða sem kunna sér ekki hóf eða hafa sumir ekki þroska enn þrátt fyrir tilskilin aldur og próf og/eða svo hins vegar "Stúta undir stýri". En svo eru hinir líka sem falla ekki í áðurenefnda flokka, en eru ekki síðri "fantar" á leið í flug eða annað og víla ekki fyrir sér að kitla pinnan ótæpilega með voðalegum afleiðingum oft á tíðum!
Verður þá endastöðin önnur en í upphafi var áætluð.
Tvöföldunin mun þó þegar hafa dregið eitthvað úr slysahættunni geri ég ráð fyrir, en hún er sannarlega áfram fyrir hendi og mikil, ef hraðanum er ekki haldið niðri!

Ökufanta, oft þú sérð,
ólma á þessum stað.
hálfvita á hraðri ferð,
til Heljar, eða hvað!?


mbl.is Hraðakstur á Reykjanesbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Að mínu mat voru allir þó undir hámarks hraða.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 10.11.2007 kl. 22:48

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Takk fyrir það Kristján, en undir LEYFILEGUM hámarkshraða voru menn ekki, um það snýst þetta víst og þess vegna eru menn teknir og/eða að grunur leikur á um ölvun!

Magnús Geir Guðmundsson, 10.11.2007 kl. 22:54

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Hvaða LEYFILEGUR

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 11.11.2007 kl. 03:35

4 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Hvað má?

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 11.11.2007 kl. 03:36

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hér kemur svar, háttvirta Helga Guðrún!

Öldrykkju í ökutúr,

engar leyfa rullur.

En það má klæða konu úr

og "KEYRA hana fullur"!

Magnús Geir Guðmundsson, 11.11.2007 kl. 04:12

6 identicon

Sæll alnafni. 

Gæti nú alveg verið að þessir hafi verið á löglegum hraða með kraftmiklum græjum....og þar sem þú ert ekki dómari í þessu máli þá eru þessir einstaklingar grunaðir

Annars ber þessi vegur alveg 130-150 km/h ef fólk nennir að leggja frá sér símann og keyra meðan undir stýri.

Bíður þarna á góðviðrisdegi og þú ættir að sjá einhverja vera á 200+ og nálægt 300 ef þú ert heppinn, allt gert án ofsa í garð annara ökumanna.  Svo eru reglulega haldnar spyrnukeppnir á krísuvíkurvegi og veginum lokað til að saklausir borgarar vandræðist ekki inn á svæði og fái 2 bíla á móti sér á um og yfir 300.

Tími til að byggja kappasktursbraut?.....nei nei....

Magnús Geir Guðmundsson (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 10:34

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sæll sjálfur, MGG.

Ýmislegtr í heiminum "getur nú vel verið" já, en hvað eða það sem þú gegur í skyn, verður þú að segja umyrðalaust!

Þetta er annars ekkert flókið, ákveðin hámarkshraði er í gildi, ef lögreglan mælir menn yfir honum, þá eru menn sektaðir eða eftir atvikum sviptir ökuleyfi!

Magnús Geir Guðmundsson, 11.11.2007 kl. 12:29

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Veit svo ekki betur, en að kapparkstursbraut sé nú eimmitt á teikniborðinu í Reykjanesbæ!

Ólafur Formulu eitt dómari Guðmundsson, eitthvað komið nálægt því ef ég man rétt!?

Magnús Geir Guðmundsson, 11.11.2007 kl. 12:50

9 identicon

Það sem ég gef í skyn er að lögreglan hefur ekki dómsvald á Íslandi þannig að fólk er einungis grunað af henni.  Fyrr en dómsvald hefur komist að sekt eða sýknu þá er fólk saklaust af kærum nema sátt hefur verið undirrituð.

http://www.icelandmotopark.com/

"Stjórn byggðastofnunar ákvað á fundi sínum 27 apríl síðastliðin að lána allt að 200 milljónum til uppbyggingar á fyrsta áfanga Iceland Motopark svæðisins í Reykjanesbæ. Um er að ræða langtímafjármögnun á þessum fyrsta áfanga verkefnisins og gert er ráð fyrir að svæðið verði fullbyggt í lok ársins samtals um 7 hektarar. þessum fyrsta áfanga motoparksins verður meðal annars byggð Go-kart braut á heimsmælikvarða ásamt þjónustubyggingu sem hýsir m.a. kennslustofur, aðstöðu fyrir ökukennara, veitingasölu ofl."

Íslenska ríkið var semsagt að lána 200 milljónir til að smíða Go-Kart braut og veitingaskála.

Ekkert hefur verið ákveðið um byggingu akstursbrautar fyrir almenn ökutæki og þó að svo væri er ekkert ákveðið um að íslenskir ökumenn hafi aðgang að því svæði og þótt að svo væri þá verður kostnaðurinn gríðarlegur þar sem þetta er marg milljarða framkvæmd.  Og á meðan hefur hestaíþróttum verið úthlutað svæðum í útjaðri borgarinnar og reiðstígar verið byggðir með peningum sem eru fengnir með álögum á eldsneyti.

Hvar annars heldur þú að lögreglan fái reynslu í að elta ofsaökumenn? (á sömu götum og þú keyrir á)

Magnús Geir Guðmundsson (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 01:38

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Takk fyrir það nafni!

Þú staðfestir það sem mig minnti um þessa braut. Hins vegar man ég ekki betur, en nefndur Ólafur hafi nú samt verið að tengja þetta við almennan akstur líka og hvði hví skildi þetta svæði ekki líka vera nýtt fyrir fleira en keppnir?

En varðandi lögregluna og hennar vald eða ekki, þá er nú óþarfi að fjölyrða mikið um það sem við báðir vitum, hún hefur samkvæmt reglugerðum það hlutverk að gylgjast með og stöðva eftir atvikum þá er aka yfir löglegum hámarkshraða samkvæmt þeim mælitækjum er þeir hafa í sínum bílum. Sömuleiðis hafa þeir vald til að stöðva akstur ef hann er á einhvern hátt óeðlilegur, gefur tilefni til að um ölvun og/eða fíkniefnadæmi geti verið að ræða. Þú veist að í slíkum málum, þegar menn eru STAÐNIR AÐ VERKI eins og þar stendur, þá er spurningin um sönnun formsatriði. Líkt og þú örugglega líka, þekki ég ótal manns sem hafa verið teknir fyrir of hraðan akstur og fengið sekt, engin þeirra svo ég viti hefur gert annað en að borga sektirnar!

Magnús Geir Guðmundsson, 13.11.2007 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 218044

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband