Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Afmælis- og fleiri léttir kviðlingar til nokkura minna glæstu bloggvinkvenna!

Hef á undanförnum vikum, skutlað kviðlingum í nokkrar minna gullfallegu bloggvinkvenna, nokkrum afmælis helst og eins og sjá mátti hér fyrir skömmu fékk einn óskyldur líka afmælislimru að auki, en sem þó ekki er í bloggvinahópnum, nefnilega sjálft Stormskerið!
En hér koma nokkrar hinna.
Gurrí Himnaríkisdrottning á Skaganum, sem nú hefur líka breyst í eins manns Hjálpræðisher sem frægt er orðið, fékk þessa litlu vísu þegar hún datt inn á "kellingaraldurinn" í sl. mánuði.

Aldri með sann og sóma,
sælleg fagnar í dag.
Guðríður, glæstust blóma,
gangi þér allt í hag!

Um mánuði síðar, eða í sl. viku varð svo önnur bloggvinkona, hún Ólína Þorvarðardóttir "Alltmögulegtmaneskja", jafngömul Gurrí og þótti mér því tilhlýðilegt að slá henni smá gullhamra!

Ert já heillin "höfuðrauð",
en hári undir eigi snauð.
Heldur rík af andans auð,
elli- sjálfsagt verður dauð!

Í sömu viku átti svo þriðja vinkonan og líka skörungur hinn mesti fyrir vestan, hún Ásthildur Cesil afmæli. Ekki sérstakt stórafmæli sem hinar tvær, en samt nóg tilefni til að skutla í hana limru, hún líka sem Ólína hagmælt vel.
Í kveðju til Ásthildar hafði kynfræðingurinn góðkunni og glæsti, Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, kallað hana ástargyðju og var það kveikjan að limrunni minni auk alkunnar gæsku afmælisbarnsins við börn sín og barnabörn.

Hennar já ómæld er yðja,
alltaf að hjálpa og styðja.
Enda dæmalaust dáð,
sem dýrlegust náð
Ásthildur ástargyðja!

Loks er það svo fjórða bloggvinkonan sem sannarlega getur ort vísur sem þær tvær vestfirsku, en átti samt ekki afmæli nýlega svo ég viti, hún Kolla, Kolbrún STefánsdóttir.
hún var nú fyrir stuttu að fjalla um góðan sigur sinna manna á Skagamönnum og lenti svo í kjölfarið í léttu spjalli við einn bloggvina sinna, sem einmitt er af Skaganum, m.a. um litina á búningum félaganna og þá í tengslum við pólitík, nema hvað! (KS jú varaþingmaður Frjálslyndra auk þess að vera framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar)
Kom þar fram, að hún hefði svosem ekkert á móti því að breyta "Framsóknargræna" Blikabúningnum í t.d. "Fallega Frjálslyndra bláan".
Kviknaði þá þessi limra.

Víst er hún Kolla já kvná,
kona og hýr á brá.
Næstum elskuð af öllum,
einkum þó köllum
FAlleg og frjálslega blá!

Og svo "Klukkaði" ég hana með þessari litlu vísu, við færslu þar sem hún hreinskilninslega játaði að vanta félaga til að fara með sér til útlanda að yðka eitt af óteljandi áhugamálunum hennar, golfið!

Einmana og aum að sjá,
ekki laus við trega.
Komdu því að "Klukkast á",
kellan elskulega!


Af hógværð fögnum vér góðum sigri!

Öfugt við þegar margur aðdáandi Man. Utd. hefur fagnað við slík tækifæri svo lekið hefur af honum stoltið, þá tökum vér hérna þessu með stillingu, gleðjumst að sjálfsögðu yfir sigri á meisturunum en vitum sem er að þetta er bara áfangi á langri leið í átt að stóra takmarkinu, sem vonandi verður að veruleika, að vinna Englandsmeistaratitilinn!
Með margan leikin í huga á sl. árum sem fóru 1-0 eða 0-1 eftir að þeir alrauðu höfðu verið betri, var þetta þó sætara en stundum og eftir tvo heldur dapra tapleiki á síðustu leiktíð.
Miðað við flest í gangi leiksins, skot og opin færi, var þetta held ég svo bara nokkuð sanngjarnt!?
Og svo bara áfram veginn, mannskapur og flest annað virðist gefa til kynna að Liverpool geti fyrir alvöru, gert atlögu að tititlinum og á svo held ég mikið inni enn gæðalega!
mbl.is Babel tryggði Liverpool langþráðan sigur á Manchester United
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búdda og Mogginn!

Skildi það já ná einhverri átt,
að eitthvert hamingjukveldið
brosi í kampin og búi í sátt,
Búdda og Morgunblaðsveldið!?

Veit ekki, en veit að Moggin býr þarna í þessari götu sem heitir þessu blessaða nafni, Hádegismóar!


mbl.is Búddahof í Hádegismóum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei, hættið nú alveg, ekki fullyrða svona!

Með fullri virðingu fyrir trommaranum góða honum Gunnlaugi Briem og öllum hans hæfileikum, þá er það nú á hreinu ef hin laglega Aníta hefur sönghæfileika, þá koma þeir aldeilis EKKI frá honum og mætti nú ritari þessarar fregnar nú örlítið passa sig á fullyrðingagleðini!
En ef þeir hæfileikar koma já í ljós, þá hljóta þeir að vera frá móðurinni komnir frekar en hitt, en sú er engin önnur en hin geðsllega og ágæta söngkona til fjölda ára, ERNA ÞÓRARINSDÓTTIR!
Þeir sem eitthvað þekkja að ráði til íslenskrar popptónlistar, vita að ERna var m.a. söngkona bæði með Brunaliðinu og Snörunum, en kom auðvitað fyrst fram á sjónarsviðið í Menntaskólanum á Akureyri með stöllum sínum Evu Ásrúnu Albertsdóttur og Ernu Gunnarsdóttur í söngþríeykinu Hver!
BAra dálítið móðgaður fyrir hönd ERnu hérna, en tek nú fram samt, að mín litlu kynni af Gulla Briem eru fín.
En hérna mátti blaðamaðurinn vanda sig öllu meir.
mbl.is Anita semur og syngur sín eigin lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir að flokka!

Já, styð Þórunni heilshugar í þessu og hef verið afskaplega ötull talsmaður flokkunar á sem mestu af heimasorpinu eftir að tunna var fengin til þessa heimilis í apríl á sl. ári.
Maður verður miklu meðvitaðari um hverju þetta skiptir þegar flokkunin hefst í fernur, annan pappír og umbúðapappa, plast, áldósir o.s.frv., magnið alveg rosalegt og það hlýtur bara að vera að minnsta kosti skömminni skárra að þetta sé endurnýtt út í heimi, þótt það kosti auðvitað siglingu með sinni tilheyrandi mengun. En ætli sú sigling færi ekki fram hvort eð er!
svo finnst mér þetta bara svolítið gaman auk þess að hafa já pínulítið betri samvisku en ella.
Að vísu má spyrja sig hví maður þurfi að greiða sérstaklega fyrir að vera svona "Vænn", þ.e. afnotagjald fyrir tunnuna, en ég víla það nú ekki svo mikið fyrir mér, bara fáir "Brynjólfar" á ári, þó ég hafi nú heyrt og hugsað sjálfur sem svo, að það ætti alveg eins að borga OKKUR fyrir að samþykkja að nota tunnurnar og leggja á okkur "erfiðið" að flokka, sem jú endurvinnslufyrirtækin hafa sinn arð af í veraldlegum rekstri sínum!
mbl.is Grænt líf ódýrara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldrei að vægja né víkja!

Þeir sem fylgst hafa með Gunnari I. Birgissyni bæjarstjóra í Kópó, vita auðvitað að þar fer grjótharður baráttuhundur, sem að hætti gamalla boxara, gefst aldrei upp fyrr en í fulla hnefana, veður bara áfram, vægir ei né víkur!Í seinni tíð hefur þó nokkuð gefið á bátin hjá karli og hann verið viðkvæmari og svolítið valtari ´sinni baráttu samanber í þessu dæmalausa máli með nektarstaðarflandrið, rimmu við Reyni Trausta o.s.frv.
Í þessu virðist svo taugatitringur frekar vera að gera vart við sig með meiru.

Gunnar Birgis blessaður,
bara nú er stressaður.
Í meira lagi "Messaður",
móður já og pressaður!


mbl.is „Blautir kossar bæjarstjóra“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fastir liðir eins og venjulega!

Enn eitt tapið já gegn skotum og það gegn ekkert sérstöku liði þeirra, höfum alltaf tapað fyrir þeim!
Þetta var já bara frekar fúlt og blautt satt best að segja, en kom samt ekki alveg á óvart nei, við unnum nú N-íra í fyrsta leik í fyrsta leiknum í undankeppni EM síðast og það í Belfast undir þá líka stjórn nýs þjálfara, Eyjólfs Sverrissonar, en svo fór nú flest á verri veg eftir það.
Tekur nú ekkert betra við hjá Óla Jó?
Veit ekki, en bjartsýnin var töluverð eftir jafnteflið við nosssarana, en þar á undan var lítið gleðilegt víst að sjá í æfingaleikjum.
Vonum samt það besta.
mbl.is Skotar unnu nauman sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óþarfi að bera blak af menntamálaráðherra!

DV er í sjálfu sér bara að enduróma það sem fólk tók að velta fyrir sér eftir seinni för Þorgerðar á OL í ágúst, hvort hún færi ekki líka á OL fatlaðra fyrst nærvera hennar var svona sérstaklega nauðsynleg á úrslitaleiknum og það einmitt vegna þess að hún væri jú ÍþrÓTTAMÁLARÁÐHERRA! Þannig var nú helst rökstuðningurinn fyrir skyndiákvörðun hennar að fara aftur og réttlæting þeirra sem töldu sig svo eftir á þurfa að verja þessa ákvörðun.
Engin nema ráðherran sjálfur tók þessa ákvörðun svo vitað sé, ekki kallaði HSÍ á hana aftur eða Íþrótta- og Olympíusambandið, ekki ríkisstjórnin né kom áskorun frá þjóðinni!
Ráðherran fór því aftur fyrst og síðast vegna þess að HANA LANGAÐI SJÁLFA og því er alveg ástæðulaust fyrir Íþróttasamband fatlaðra að bera blak af henni.
Auðvitað ekkert nema gott um það að segja, að samstarf sambandsins við ráðherran sé gott sem slíkt, annað væri nú, en í mínum huga kemur það þessari gagnrýni sem slíkri ekkert við eða mjög lítið allavega.Að öðru leiti veit ég ekkert hvað stóð í DV nema það sem fram kemur hér, getur vel verið að eitthvað þar sé ekki rétt eða sanngjarnt, en þessi ábending sem fyrst kom bara frá almennum borgurum um hvort menntamálaráðherran og jafnframt ráðherra íþróttamála, ætti þá ekki líka að fara á OL fatlaðra, er fyllilega réttlætanleg og rökstudd í ljósi breytni ráðherrans og sannfæringar um að ekkert rangt var að fara aftur út þótt engin væri nauðsyn á því.
Hins vegar er ég mjög sáttur og glaður með það að J'ohanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra skildi svara kalli og fara út, eins og mér þótti alveg við hæfi að menntamálaráðherran færi út í hið fyrra skipti!
mbl.is Einum ráðherra var boðið til Peking
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

...Og okkur kannski ekki heldur!

Já, blessaður karlinn hann Árni er samur við sig, tæpitungulaus og orðhagur í þessari yfirlýsingu, þannig að já, eiginlega meiri "bragur" á henni en orðum Agnesar, ef þið skiljið hvað ég meina!?
En auðvitað er karlinn þarna einfaldlega já að stappa stálinu í sjálfan sig og ekki að undra, erfitt að þurfa að kyngja öllu saman eftir allt sem á undan gekk og hafa gefið út ákæru um meiðyrði. Ætla nú annars ekki efnislega út í þessa sálma nánar, nema hvað í einu hefur nú Árni alveg kolrangt fyrir sér.
"Barnið er löngu dottið ofan í" hvað varðar að skemmta skrattanum, hann fyrir lifandis löngu búin að vera að stunda þá yðju og líka nú þegar með þessu brölti varðandi Agnesi.
Og litla púkanum sem í mér býr, hefur svo sannarlega líka verið skemmt, það verður því miður að segjast eins og er í öllum annars alvarleika málsins!
Honum myndi ekki til dæmis svo mislíka í framhaldinu, að vera fluga á vegg þegar og ef Agnes flytur árna þennan "upprifjunar- og áminningarpistil", sem hún boðar.
mbl.is Ákvörðun Árna kemur Agnesi ekki á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gú gú, gú gú, klukkan slær!

Allt er nú löðrandi í þessum klukkukrukki í bloggheimum og þar kom að því að maður var ekki lengur óhultur, "Líddsaralarfurinn" og lífskúnsnerinn Addi Vald, sem elskar Grænland næstum eins mikið og sjálfan sig, tróð þessu upp á mig!
Og auðvitað læt ég til leiðast!

Fjögur dæmi um Störf sem ég hef unnið.
Hrærivélarhringsnúarioghandlangari með pabba heitnum þegar ég enn stóð ekki út úr hnefa.
Skrifstofublók. (tolla reikna út laun og svoleiðis yndi!)
Hrikalega sjálfstætt starfandi blaðamaður.
Eiginhagsmunaseggur velborgaður.

Fjórar bíómyndir sem ég hef glápt á oftar en einu sinni
Ben Húr.
the Good, The Bad And The Ugly.
Tvöfalt líf Veronicu.
Bleiki pardusinn (bara einhver)

Fjórir Staðirsem ég hef búið á.
Akureyri
Akureyri
Akureyri
Og Svíþjóð næstum því og eiginlega.

Fjórir sjónvarpsþættir sem ég held upp á.
Kastljó.
4-4-2
Stundin okkar (m.a. vegna Ísgerðar frænku litlu!)
Silfur Egils.

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt
Donnington á Englandi ásamt 97.000 öðrum 1987, nokkuð svo minnistætt.
Danska þinghúsið og einvher konungs/drottingarhöll líka í sömu ferð. Ekki svo minnistætt, en samt!
Himalayafjöllin í draumi, svo raunverulegt að égþarf ekki að fara.
(hef líklega verið þar í fyrra lífi númer 16!)
Fredrikshavn í Dannmörku, eyddi þar hálfum degi á einkar skemmtilegu fylleríi!
Fjórar síður sem ég heimsæki fyrir utan bloggsíður
Liverpool.is
mbl.is
fotbolti.net
visir.is

Fjórar bækur sem ég hef lesið oftar en einu sinni
Góði dátinn Sveik eftir Hazek.
Ástríksbækur allar saman.
Kyrtillinn
Ívar hlújárn.

Fjórir uppáhaldsréttir
Soðin þorskur með sméri, rauðum íslenskum kartöflum og salati. (salatið ekki skilyrði)
Steikt Hrefnukjöt á pönnu í sósu og með kartöflustöppu.
Hangikjöt með öllu þar með talið laufabrauði!
Mongólískur matur (allrahanda samkrull af kjöti steikt á staðnum með alls kyns sósum)

Fjórir staðir sem ég vildi helst vera á núna
Þar sem ég er núna,Akureyri
Liverpool.
Á Tunglinu að horfa niður og hlægja af ykkur hinum!
Í paradísargarðinum Eden að eltast við Evu.

Fjórir bloggarar sem ég klukka
Jens Guð.
Kolbrún Stefánsdóttir.
Guðríður Haralds.
Steingrímur Helgason í Hauganesi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 218018

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband