Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Og hún má líka aldeilis vera það!

SEm vinstri útherji er auðvitað frábært hve Hólmfríður er marksækin og drjúg við að skora, gerði 19 í deildinni í ár ef ég man rétt og fékk bronsskóin ásamt stöllu sinni í KR, Hrefnu J'ohannesdóttur. Margrét Lára varð auðvitað markadrottning enn eitt árið, en silfurskóin fékk án efa efnilegasta og sú er eiginlega stal senunni á Íslandsmótinu í ár, Rakel Hönnudóttir héðan úr Þór-Ka!
Valur hafði já að sönnu betur við KR í baráttunni um titilinn, en eiginlega sannaðist í dag að KR er sterkara liðið í dag. En að því er auðvitað ekki spurt, Valur hélt haus betur og vann því mótið. Hins vegar verður það aðdáendum Vals lengi til skammar hvernig þeir höguðu sér í fyrri leik þessara liða í sumar í Íslandsmótinu, þar sem einmitt Hólmfríður Magnúsdóttir mátti þola mjög óíþróttamannlega framkomu að þeirra hálfu og það meira að segja af fulltrúm Vals í öðrum íþróttagreinum m.a. handbolta.
En í seinnni leiknum og svo auðvitað ekki hvað síst í dag, svaraði Hólmfríður rækilega fyrir sig, en aðkastið sem hún varð fyrir var auðvitað ekki hvað síst vegna óánægju Valsmanna og öfundar frá sl. tímabili, er hún var kjörin knattspyrnukona ársins og þannig tekin fram yfir margréti Láru!
Verður nú mjög fróðlegt að sjá hver hreppir hnossið í ár, spurning hvort Dóra í Val sé ekki einnig heit, allavega var hún mjög áberandi, en einnig gæti Rakel alveg eins komið sterklega til greina!?
mbl.is Hólmfríður: Stolt og ánægð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baráttan skilaði SToke City glæstu stígi!

Þó í hlut eigi mínir menn, sem misstigu sig heldur líkt og oft fyrr gegn lakari liðum, þá er ég í aðra röndina glaður fyrir hönd nýliðanna í SToke City að ná öðru stíginu á Anfield í dag gegn Liverpool! Þetta sýnir bara hvað baráttan er mikilvæg og hverju hún getur skilað þegar allir liðsmenn leggjast á eitt! En væri ekki með þetta tal nema helst vegna þess að vinur vor hann Jói í Sverige, er ævilangur stuðningsmaður SToke og ég get auðvitað ekki annað en samglaðst honum. En, sama fjárans ruglið því miður með´Liverpool gerir hins vegar vart við sig með þessum leik, klára ekki leiki við lakari lið á heimavelli, sem kann svo að verða örlagaríkt þegar upp verður staðið!? Liðið vinnur auðvitað ekki titilinn eða gerir almennilega atlögu að honum með slíkri frammistöðu. Þessi úrslit kunna þó ekki alveg að skipta miklu ein og sér, því Chesea og Man Utd. mætast á morgun, en auðvitað yrði það ksítt að missa Chelsea strax í tveggja stiga forystu ef þeir vinna, það er ljóst. Og Arsenal á svo líka tækifæri á eftir reyndar að fara á toppin með sigri á boltan, næðu þá 12 stigum, en hafa þá leikið einum leik meira. Þó auðvitað líka stutt liðið á tímabilið, en svona misstig gengur auðvitað ekki og má helst ekki endurtaka sig!
mbl.is Þrír leikir í Englandi, beinar lýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FF - Táp og fjör og frískir menn!

Veit svo sem ekki hvort Magga hin myndarlega hafi rétt fyrir sér, en svo mikið veit ég að FF og hans tilvera í íslenskum stjórnmálum er mikið sjónarspil, sem m.a. glöggt má fylgjast með hér á netinu, þar sem margir af hans liðsmönnum eru bloggarar og ansi hreint já "hressir og frjálslegir í fasi" oft á tíðum!
Og svei mér ef ég er ekki bloggvinur góðs hluta þeirra, bæði þeirra sem eru framarlega í flokksstarfinu og annara sem eru yfirlýstir stuðningsmenn! og svo skemmtilega vill til að stelpurnar eru þarna í svipuðu hlutfalli og stra´kskammirnar, þó vissulega séu þær aftur á móti miklu minna áberandi í hinu daglega tali um völd og áhrif innandyra. Það er auðvitað ekki nógu gott, minnir að hún SMS, Sigurlín margrét Sigurðardóttir sé eina kvinnan sem komið hafi við sögu flokksins á þingi, en mér getur þó skjátlast eða skort minni um það.
Nema hvað, þessar væringar nú vekja auðvitað athygli pólitískra áhugamanna, þ.e. annars vegar að ýmsir í flokknum vilji nú breytingar á forystunni, að Sigurjón hinn snaggaralegi og oft á tíðum skemmtilegi fv. þingmaður, verði nýr formaður og svo hins vegar að setja eigi reynsluboltan og gömlu handboltasleggjuna Kristinn H. af sem formann þingflokksins og setja "nýaflsmanninn" Jon M. inn í staðin!
Opinskáar umræður hafa farið fram og menn ekki vílað fyrir sér að rífast hressilega um þetta fyrir opnum tjöldum. Kristinn segir þetta hvortveggja vera aðför að formanninum og Margrét segist hérna taka undir það. Augljóslega er fyrra atriðið viljayfirlýsing um breytingar, segir sig sjálft, en veit hins vegar ekki alveg um hitt, að ef Jon yrði nýr þingflokksformaður, þá verði það endilega skilið sem aðför að blessuðumkarlinum Guðjóni A.!?
Mér finnst þetta meir snúa að Krisni sjálfum, þó J'on og sskósveinar hans úr aflinu á borð við hávaðaseggin Eirík S. hafi örugglega áform um meiri áhrif, til þess eru menn jú í pólitík, til þess að hafa áhrif og öðlast völd, innan flokka sem utan.
Eins og Kristinn talaði í gær, ætlaði að sjá frekar hverju fram vindur o.s.frv. þó hann segði reyndar nei svo við að hann væri e.t.v. á útleið, þá er ég í ljósi reynslunnar með hann, alveg eins viss um að hann hefur hugsað þetta lengra, er jafnvel búin að undirbúa sig eitthvað fyrir það þegar og ef hann myndi hætta og ganga úr flokknum!
Einhverjar ráðstafanir til dæmis innan vinnustaðarins, alþingis, gæti hann til að mynda verið þess vegna búin að gera, sem nauðsynlegar eru held ég, spjalla við helstu starfsmenn þingsins m.a. Held nefnilega ef hann hætti í FF, yrði settur af með látum sem þingflokksformaður, að hann myndi ekki til dæmis þekkjast góða boðið hans Össurar frænda um að ganga í S, heldur sitja út kjörtímabilið sem óháður þingmaður!
Þetta eru nú auðvitað svona mest bara mínar vangaveltur, en eftir að hafa lengi fylgst með stjórnmálunum og Krisni þar með, kæmi mér ekki nei á óvart að þetta gæti orðið niðurstaðan!
En hvað annars þessu öllu líður, þá held ég aftur á móti að ef FF ætlar til lengri framtíðar að vaxa og dafna sem alvöru stjórnmálaafl, þá verði konur að koma mun sterkar og meir áberandi inn í forystu hans.
Það er hygg ég nú alveg á hreinu og veit sem er að þær eru nokkrar þarna úti sem gætu svarað því, en enn sem komið er eru það karlarnir sem eiga sviðið meira og minna.
mbl.is Margrét: Nýtt afl meðal Frjálslynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Dýr yrði haukdal allur"!

7 millur takk eða svo úr vösum okkar vesalings skattborgaranna er niðurstaðan af tíu ára brasi vegna "500-kallsins"!
Og víst að koma eða komin kreppa!?

Enenen!

Í dag hann glaður sig gretti,
svo geislaði hrukkótt smetti
Sárasaklaus,
sérvitringshaus
Haukdal í hæstarétti!


mbl.is Eggert: Ánægður og þakklátur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Didda!

Þó það komi ekki mörgum fleiri en henni, Hölla og krökkunum okkur helstu ættingjum og vinum við, þá laumast ég til þess hérna að kjafta því að, ein minna mörgu gullfallegu og gáfuðu Mágkvenna, dugnaðarstúlkan Didda, er fimmtug í dag!hún var reyndar skírð Kristín Sigrún og er dóttir Grella og STínu, en það liggur við að engin viti það, hún alltaf kölluð bara Didda! Lítil vísudrusla laumaðist út úr mér í tilefni dagsins og var minnir mig svona!

Fimmtug að verða, ferlegt streð,
finnst mér svona, þannig séð.
En elsku Didda, í og með,
örugglega léttir geð!

Framundanfimmtugir og nýfimmtugir geta svo eftir atvikum verið sam- eða ósammála!


VAlt er guðsmannsgengið!

Seint verður sagt um Sr. Gunnar Björnsson, að aðsópslítill maður hafi hann verið.Ætla reyndar ekkert að rifja upp þau fyrri mál né sögur af framgöngu hans sem ég man, það væri að æra óstöðugan, en hvernig sem á þetta mál er litið eða önnur þar sem persóna Gunnars hefur átt í hlut, eða hún verið þáttur í deiluefnum, þá er þetta mjög dapurlegt allt saman.
Ókeypis fátt er fengið
sem freistar, hugsa nú ég.
Og valt er guðsmannsgengið,
götunni frameftir veg
mbl.is Séra Gunnari veitt lausn frá embætti tímabundið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jamm, læti í logninu!

Hér ekki langt frá mér losnaði nú heilt grindverk held ég með einvherjum látum, sem þó vonandi verður hægt að laga og setja á sinn stað.
Miklu verra ástand auðvitað fyrir sunnan og vestan auk þessarar miklu úrkonu. hún hefur þó sínar jávkæðu hliðar vonandi til bæði lengri og skemmri tíma, mun væntanlega bindast eitthvað í jarðvegi og bæta stöðu opina bóla og sönuleiðis fylla í jarðvegi eða endurnýja þá. (í ám og læ´kjum)
Nú hins vegar er sumarblíða bara, sólskin og 15+ hiti hérna góðir hálsar!
mbl.is Virðist vera að lygna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skammgóður vermir!?

Nú er það já gott og blessað út af fyrir sig ef hin góða stétt ljósmæðra hefur náð þessum árangri með einaðri staðfestu, í stórum dráttum því sem þær stefndu að, en eins og ég hef til dæmis örlítið reifað hér og þar eftir að hafa hugsað um þetta blákalt, þá kann þetta einungis að verða skammgóður vermir!
Eins og árferðið er allavega og ekki sýnist ætla að lagast, þá mun verðbólga klípa jafnt og þétt í þessa kjarabót eða aukningu líkt og víst þegar hefur gerst hjá mörgum öðrum stéttum sem samið hafa á sl. mánuðum.
EF svo færi að ný þjóðarsátt yrði gerð, þá er líka fyrirsjáanlegt að ljósmæðurnar yrðu að sjá á bak þessari bót að meira eða minna leiti.
Það sem svo mér finnst öllu verra að virðist strax ætla að gerast og ég velti jafnframt upp, er að vart hefur blekið á þessari miðlunartillögu þornað, en ein önnur stétt í heilbrigðisgeiranum (ljótt og leiðinlegt orð, en nota það hérna eitt skipti í undantekningartilfelli) eða talsmenn þeirrar stéttar, læknar, lýsa því yfir og lesa má hér neðar í fréttunum, að þeir muni ekki sætta sig við minna en ljósmæðurnar eru líkast til að fá ef þær samþykkja þessa miðlunartillögu!
Auðvitað finnst manni stundum gott og aman að vera pínu vitur og sannspár, en ekki þó sérstaklega í þessu tilfelli.
Þetta lítur bara því miður nei ekki vel út ef fram heldur sem horfir, en með einarða baráttu og samstöðu þeirra ljósmæðra sem í hlut hafa átt (ekki allar ljós´mæður í landinu sem áttu í þessari deilu, t.d. ekki á Akureyri) má óska til hamingju!
mbl.is Ljósmæður fá allt að 21% hækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það hafðist já..

...en heldur var þetta nú taugatrekkjandi í restina maður minn!
Marsille fékk allavega tvö opin færi í blálokin til að jafna, en sem betur fer klúðruðust þau og í markinu er heldur engin slappur tappi!
"Áfram vegin í vagninum ek ég" er nú bara viðkvæðið hygg ég hjá Rauða hernum og ekkert hálfkák!
Heppni jú var með, en það er hún nú nær alltaf hjá sigursælum liðum í bland við meistarataktana!
mbl.is Góðir sigrar hjá Chelsea og Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tillaga dagsins!

Ja, nema kannski fyrir utan miðlunartillöguna hans Ásmundar eða kannski þessa að gera Tomma Gumm hærra undir höfði í borginni, þið vitið borgaralega borgarskáldinu sem orti fullt af fallegum ljóðum um hana!
En það væri nú aldeilis komin tími á að náða Gretti karlinn og vonum seinna, aldirnar hlaðast upp frá hans tíð, en berserkurinn ekki fengið verðskuldaða uppreisn æru, sem þó sumir hafa fengið "billega", eins og við segjum stundum hérna í "danska bænum" fyrir norðan!
Ef ekki Ólafur Ragnar, þá bara handhafa forsetavaldsins í "jobbið", ekki spurning!

Sniðugir nú valdsmenn væru,
ef vildu létt með bros á smetti.
Loksins veita uppreisn æru,
öldum saman dauðum Gretti!?

Drífa bara íðessu!


mbl.is Vilja að Grettir verði náðaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband