Allir að flokka!

Já, styð Þórunni heilshugar í þessu og hef verið afskaplega ötull talsmaður flokkunar á sem mestu af heimasorpinu eftir að tunna var fengin til þessa heimilis í apríl á sl. ári.
Maður verður miklu meðvitaðari um hverju þetta skiptir þegar flokkunin hefst í fernur, annan pappír og umbúðapappa, plast, áldósir o.s.frv., magnið alveg rosalegt og það hlýtur bara að vera að minnsta kosti skömminni skárra að þetta sé endurnýtt út í heimi, þótt það kosti auðvitað siglingu með sinni tilheyrandi mengun. En ætli sú sigling færi ekki fram hvort eð er!
svo finnst mér þetta bara svolítið gaman auk þess að hafa já pínulítið betri samvisku en ella.
Að vísu má spyrja sig hví maður þurfi að greiða sérstaklega fyrir að vera svona "Vænn", þ.e. afnotagjald fyrir tunnuna, en ég víla það nú ekki svo mikið fyrir mér, bara fáir "Brynjólfar" á ári, þó ég hafi nú heyrt og hugsað sjálfur sem svo, að það ætti alveg eins að borga OKKUR fyrir að samþykkja að nota tunnurnar og leggja á okkur "erfiðið" að flokka, sem jú endurvinnslufyrirtækin hafa sinn arð af í veraldlegum rekstri sínum!
mbl.is Grænt líf ódýrara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

þú ert frábær

Heiða Þórðar, 12.9.2008 kl. 00:13

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Og ég held að þú sért fín! Ert samt líka pínu vitlaus að dúlla við frábæra asna eins og mig!

Magnús Geir Guðmundsson, 12.9.2008 kl. 00:51

3 Smámynd: Gulli litli

Þjóðverjar eru búnir að flokka síðan fyrir aðra heimstyrjöld... <við ættum að geta byrjað fljótlega..

Gulli litli, 12.9.2008 kl. 01:42

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þú ert gráglettin Gulli sæll!

Magnús Geir Guðmundsson, 12.9.2008 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 218056

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband