Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Úff, púff, það hafðist með herkjum!

VArt á nokkurn mann leggjandi svona dramatík!
Og þetta svosem ekki eina atriðið þarna í lokin sem hægt væri að rífast um og verður rifist um nú á næstunni í Liverpoolborg og víðar!
ARsenal þurfti líka að hafa fyrir sínu, öfugt kannski en við mátti bugast og Citiliðið í Manchester, heldur líka sínu striki á heimavelli. Chelsea að braggast líka, en Reading áfram í vondum málum!
Svo er það Villa gegn Man. Utd., set 1x á hann!
mbl.is Benítez sakar Lescott um leikaraskap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Neytendanöldur!

Komin tími á smá nöldur varðandi neytendamál og um hlut reyndar sem fer alveg óstjórnlega í taugarnar á mér!
Hví í veraldarandskota þarf matvælafyrirtækið Kjarnafæði (já einmitt, fyrirtækið sem hann Auðjón gamli kunningi minn vinnur hjá, bróðir vinsælasta bloggarans Jens Guð!) að stunda þá eyðileggingarstarfsemi á hrásalatinu sínu af íslenskri gerð, að sulla ómældu magni af sykri saman við það!?
Maður er með sínu litla lóði á vogarskál neyslusamfélagsins íslands, að kaupa helst ekki af öðrum en heimafyrirtækjum, starfsfólki til stuðnings (þó alvöru slík fyrirtæki séu nú orðin sárafá í bænum í eigu heimamanna!) en svona vitleysa kvetur mann nú ekki beinlínis í því!
Alltaf er verið að segja almenningi að það borði ekki nóg af grænmeti, ávöxtum og svo framvegis, en það er nú til lítis ef hollustugildinu er beinlínis drekkt í sykurhelvítinu!
Auðvitað eru til aðrir sem framleiða hollara salat, en ég vil helst kaupa af heimaframleiðendum.
Bæta úr þessu Auðjón og "Kjarnafæðisbræður"!

Sigur takk!

Eins og mál hafa þróast, er ekkert nema sigur sem kemur til greina og það þótt óvíðar eigi Rauða liðið stig eins torsótt eins og á Goodison Park!
99% öruggt er að Arsenal klárar sinn leik við Bolton á heimavelli, 8 eða 9 stiga munur eftir ekki fleiri leiki yrði ansi hreint of mikið fyrir minn smekk!
En vonandi verður Spánverjin með og það á fullu, ekki veitir af ef sigur á að nást!
mbl.is Torres líklega með í grannaslagnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðskuldað kjör!

Þau Helgi og Hólmfríður vel að þessu komin, ekki spurning!
Hvað efnilegasta karlin varðar, hélt ég kannski að Stefán markvörður úr KR yrði fyrir valinu, en Matthías yngri úr FH örugglega líka vel að þessu komin.
Fyrir okkur norðlendingana er svo kjörið á efnilegustu knattspyrnukonunni einkar ánægjulegt, Rakel líka að slá í gegn um dagin með U19 ára landsliðinu ef mér bregst ekki minni!
Tónlistarmaðurinn og bloggarinn Garðar Örn kjörin bestur dómara, hélt reyndar að ekki væri hægt að kjósa neinn annan en Kristin Jakobsson!?
Að lokum er svo gaman að sjá Gumma Ben heiðraðan fyrir prúðan leik, alltaf verið geðslegur strákur og svo stendur hann sig líka prýðisvel utan vallar, sem nýstirni í fótboltalýsingunum á Sýn! (en byrjaði auðvitað ferilin í þeim efnum á Skjá einum!)
Vonandi eru svo bæði konur og menn að skemmta sér bærilega þarna, geta gleymt um stund landsliðssvartnættinu karlamegin, sem vissulega dregur úr gleðinni!
mbl.is Helgi og Hólmfríður kjörin leikmenn ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei, nú er ekki gaman Geir!

Nei, formanni SjálfSjálfstæðisflokksins fannst hann ekki hafa neinar forsendur til að véfengja borgarfulltrúa sína í útskyringum þeirra á meirihlutasprengingunni, en í Kastljósi í kvöld gat hann samt ekki heldur tekið undir alvarlegar ásakanir allavega tveggja þeirra um framvindu þessarar málavöxtu, að Björn Ingi hefði með atferli sínu verið að hygla fjármálamönnum á Framsóknarlínu!
Ekki treysti hann sér að taka undir það, hann hefði ekki FORSENDUR til þess!
Og hin sömuleiðis mjög alvarlega ágreining milli fv. Borgarstjóra Vilhjálms Þ. og Bjarna Ármannssonar, enn að minnsta kosti stjórnarformanns R.E.I. um hvor hefði sannleikan sín megin um samningin örlagaríka, vildi formaður Sjálfstæðisflokksins og Forsætisráðherra telja sjálfum sér og þjóðinni trú um að væri bara misskilningur! milli manna!?
Æ, ég veit að þér finnst ekkert gaman núna nafni, þig langar bara að vera laus við þennan fjárans vandræðagang og (Villa)vitleysu, en þú sleppur og slappst reyndar í kvöld undan Simma sjðónvarpsstjörnu, ekki svo auðveldlega!
Og reyndar þurfti Sigmar ekki að vera svo mjög aðgangsharður, þótt hann væri það. Það leyndi sér nefnilega ekki í orðum og framgöngu GEirs, að hann vildi helst vera laus við þetta stand sem fyrst, en var og er greinilega ekki alveg viss hvernig það muni gerast.
mbl.is Geir H. Haarde mætti á fund Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endanleg niðurlæging í nánd?

Niðurlæging nálgast ótt,
nú ég legst á bæn.
Ef við eigi vöknum fljótt,
vinnur "Lígtenstæn"!?
mbl.is Ljótur skellur Íslands í Liechtenstein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Poor ENglish"!

Samsafn mistaka, einkum eigin og dómara líka, urðu enskum þarna að falli.
En vandamáli hefur líka verið þjálfari með skrýtnar hugmyndir varðandi leikmannaval. Hefur ekki viljað profa sumar leikmenn, gefa þeim tækifæri á að sanna sig eins og Pennant, en líka beinlínis hrakið menn frá landsliðinu, samanber Jamie Carragher, sem ekki bara sem leikmanns heldur drífandi persónuleika, er sárt saknað í enska hópðnum!
Nú þarf heppnin hreinlega að ganga til liðs við England, ef liðið á að komast áfram!
mbl.is Rússar lögðu Englendinga, 2:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fréttir dagsins, ef ekki bara ÁRSINS! Af Mr. Jones og Mrs. Johns!

Mikið fjör, mikið grín, mikið gaman hjá MR. Jones! Á fréttastofu Stöðvar tvö í hádeginu, hefði þó að hluta allavega mátt ætla, að hér væri aldeilis mjög mikilsmetandi "Lúður" á ferð, sem teldi það hafa verið mikið óráð hjá íslenskum yfirvöldum, utanríkisráðherra, að kalla fulltrúa okkar í Írak heim! Nú, ekki er það alveg svo, hins vegar þætti mér miklu verra með þessi "Stórtíðindi" að Björkin okkar væri í ónáð hjá Bin Lacim! Eða eins og sagði í kvæðinu, "Vont en það versnar, versnar og versnar"! En öllu gamni fylgir jú einhver alvara og svo má líka spyrja hversu fyndið þetta sjónarspil Mr. Jones er yfir höfuð? Sumir taka hann kannski alvarlega og þá um of!? En úr einum Jones í annan, því hingað er líka komin kona með því nafni, mikill sérfræðingur frá Alþjóðabankanum og var hennar heimsókn tilefni fréttar í hádegisfréttum á RÚV. Johns heitir hún reyndar svo það sé á hreinu, en hún hafði þann boðskap að flytja, að þeim mun bættara starfsumhverfi fyrirtækja, þeim mun betri hagur almennings og þeim mun meira JAFNRÉTTI KYNJANNA!?
Við Íslendingar erum víst komnir á topp tíu á listanum yfir besta umhverfið, lífskjörin hafa líka batnað, bara svo fjári fjári misjafnlega eftir hópum og landsfjórðungum, eins og flestir vita nú að ástandi og fréttum daginn út og inn!

En aukið jafnrétti?
Hef nú ekki heyrt frekari rökstuðning á þessu hjá Mrs. Johns, en staðhæfingin ein og sér og eins og hún birtist í fréttinni, er nú í besta falli bara hrár sannleikur.
Við þurfum nú ekkert nema að horfa á hin íslensku fyrirtæki sjálf hvað varðar toppstjórnendur, eitthvað gengur nú hægt að koma jafnrétti á þar, þrátt fyrir almennt betri starfsskilyrði sl. árin!
Eitthvað fyrir okkar litlu og vænu Jafnréttisstofu að kafa ofan í og hún sjálfsagt með á nótunum varðandi heimsókn þessarar ágætu frúar!?


mbl.is Osama bin Laden „hatar Björk“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til lukku með todda, Framarar!

Eftir að viðskilnaður Fram við jaxlinn Óla Þórðar átti sér stað með hvelli þarna á dögunum og það óvænt, kemur það ekki mjög á óvart að minn gamli góðkunningi og skólabróðir úr VMA hafi verið ráðin í staðin!
Toddi spilaði náttúrulega með Fram um skeið og nafn hans kom fl´jótlega upp í umræðunni eftir brotthvarf Óla.
Þeir eru annars orðnir ansi margir sem þjálfað hafa Fram á ekki löngum tíma, man í svipin eftir Óla Kristjáns, Ásgeiri heitnum Elías, Gumma torfa, Pétri Ormslev, auk Þorláks Árna? Og að ógleymdum Ásgeiri Sigurvins auðvitað!
Norðanmenn hafa annars margir líka komið við sögu í liði Fram, Ormar öðlingur og stóri bróðir todda og Þorvaldur Makan eru góðir KA-menn sem þarna hafa verið, auk þess sem frændi minn og líka gamall skólabróðir úr VMA, Árni Þór Freysteinsson, kom um tíma við sögu deildarinnar eða rekstrarfélagsins, Fótboltafélags reykjavíkur! Arnljótur Davíðs, sá mikli markahrókur og ´trúspekingur, Gummi Ben á unglingsaldri, tóti, þórir Áskels og nú Óðin ÁRna, koma svo upp í hugan af Þórsurum sem spilað hafa fyrir félagið. Er áreiðanlega að gelyma gleyma einhverjum!
mbl.is Þorvaldur ráðinn þjálfari Fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirburðir míns manns!

Mogginn er oftar en ekki kurteis, þetta var sannast sagna bara mal, eins og það heitir á góðu og kjarnyrtu íþróttamáli!
Els var snöggur að ná yfirhöndinni, komin með þriggja holu forskot strax á fyrri níu ef ég man þetta rétt og eftir það var bara ekki aftur snúið!
Vonandi boðar þetta fyrir alvöru afturhvarf á sigurbrautina hjá þessum vinsæla golfmeistara, ásamt Sing er hann hann sá golfari sem helst hefur staðið upp í hárinu á tiger og getur það vel þegar og ef hann er í sínu besta formi!
mbl.is Els flaug með milljónirnar til París
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 218008

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband