Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

"Allt er vænt, sem vel er grænt"

EF kröftuglega Mörð'ur messar,
þá meira en viss er ég.
GRÆNA NETIÐ, guð oss blessar,
götuna frameftir veg!
mbl.is Grænt net til verndar náttúrunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nánast tapað fyrirfram...

...því Agger var ekki með!
En hvernig er það, heitir hinn íslenskættaði framherji Dana ekki Jon frekar en John?
mbl.is Góður sigur Spánverja í Árósum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta ekki dæmigert!

Á sama tíma og karlalandsliðið gerir í buxurnar hér heima, svo það sé nú bara orðað á alþýðumáli, þá stíga stelpurnar enn einn gangin upp og bjarga fótboltaheiðrinum!
Að vísu töpuðu Valsstelpurnar fyrir Frankfurt 3-1 fyrr í vikunni, en það væri nú sambærilegt við að Valsstrákarnir hefðu verið í þeirra sporum og spilað við AC Milan eða Liverpool!
Og sá samjöfnuður nægir þó ekki alveg að skýra hverslags frammistaða þetta þór var, vþí þarna var nánast ALLT heimsmeistaralið Þjóðverja að ræða frá sl. tveimur HM! Eða svo gott sem.
Bara áfram Valsstelpur og haldið áfram á sömu braut!
mbl.is Glæsilegur sigur hjá Valskonum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Söm við sig!

Þetta á nú ekki að koma neinum á óvart, þannig hefur Kaþólska kirkjan verið í sinni stefnu um allar aldir, munurinn bara sá að þessi ákveðni einstaklingur fæst ekki brendur á báli, eða dæmdur til slíks af sérstökum rannsóknarrétti eins og forðum daga!
En eins og lesa má, verður hann væntanlega gerður útlægur úr samfélaginu þarna og nagar sig sjálfsagt í handarbökin að hafa farið í viðtalið! (og það þótt leynilegt ætti að heita!)
Líklegra held ég að geti gerst, að yfirvöld í Kína og Burma muni umsnúast eða deilan í Palestínu leysist, frekar en að kaþólska kirkjan breyti um stefnu frá sinni túlkun á biblíunni gagnvart samkynhneigð og fóstureyðingum til dæmis líka!
Það er og verður boðskapurinn, að samkynhneigð sé ekkert annað en kynvilla og hún eigi ekki heima í húsi kk!Með ótuktarskap er bara hægt að orða þetta svona!

Kenningu stöðugt vill styrkja
og stendur við hana nú
hin rótgróna kaþólska kirkja,
að kynvilla skoðist sem TRú!

Fólki er alveg frjálst að leggja sína túlkun á innihaldið!


mbl.is Vatíkanið vísar samkynhneigðum presti á dyr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að selja eða selja ekki, það var nú málið! ER nýr R-listi fæddur?

Svona fór um fjóferð þá!
"Að vera eða vera ekki, að selja eða selja ekki" það reyndist nú sú öxi er klauf grey meirihlutasprekið í sundur, ef svo má að orði komast, VAndræðaleg og misvísandi viðbrögð, rangar ályktanir og hreinn klaufagangur Sjálfstæðismannanna virðist hafa ráðið úrslitum!
Og eftir allt saman virðist já læknirinn Dagur B. ætla að verða Borgarstjóri, nokkuð sem næstum varð eftir að Þórólfur Árnason hrökklaðist frá!
Nú hrópa vinstrimenn VEI!,
en vafalaust Sjallarnir nei!
En semsagt nú nýr,
naskur og skír
Stjóri er "Doktorinn Day"!
mbl.is Nýr meirihluti myndaður í borgarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei, ekki var þetta nú nógu gott!

Að fá á sig svona tvö einföld, ódýr og nærri eins mörk, var ei nei gott mál! Hyypiajaxlinn hefði aldrei tapað svona einvígum fyrir bara örskömmu!
En andlitinu var bjargað svona að mestu, en Arsenal virðast íllstöðvanlegir í augnablikinu og sex stig dálítið mikið eftir ekki fleiri leiki!
Það verður bara að setja Crouts "litla" í vörnina ef Finnin er svona að slappast!
mbl.is Torres bjargaði Liverpool á síðustu stundu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi á uppleið strákurinn!

Man vel er Jón datt í lukkupottinn á sínum tíma og fékk samning við Dallas Mavericks í Texas! Arnar Björns gerði til dæmis um hann ágætan þátt úti, en þrátt fyrir mikla elju og ástundun við æfingar tókst honum þó ekki að festa sig þarna í sessi!
Tíð félagaskipti hafa verið hjá Jóni sl. árin, en nú er hann vonandi komin á beinu brautina!
Annars smávilla í þessu hjá Mogganum, getur ekki hafa skorað 19 stig ef hann hefur hitt úr 7 tveggja stiga skotum og þremur þriggja stiga, samlagningin úr því gera 23 stig!
mbl.is Jón Arnór lét mikið að sér kveða gegn Toronto
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svo lengi sem böggull fylgir ei skammrifi...

...að engar skuldbindingar eða að bankin telji sig eiga "hönk upp í bakið" á forsetanum eða embættinu sem slíku, þá er ég alveg sáttur við þessa málavöxtu!
Fyrir utan þennan fund með forseta Kína, má það ekki gleymast heldur, að Ólafur Ragnar er sérstakur verndari íslenska liðsins eða eitthvað slíkt emmeð meiru! Og svo finnst mér líka, að hann komi eitthvað nálægt stjórn þessara leika, sitji kannski í henni, en man það ekki alveg.

mbl.is Ólafur Ragnar flaug til Kína í boði Glitnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orð sem upp í hugan koma!

Pukur, klúður, græðgi, valdatafl, hneyksli, siðleysi...
Eiga þessi orð bara ekki öll við um þessa makalausu málsmeðferð og það sem fylgt hefur henni?
Þau hafa allavega flest ef ekki öll heyrst hygg ég og ljost er að ákveðin flokkur er í vandræðum vegna þessarar framvindu allrar.
Þessi ákvörðun sem hér er til umfjöllunar, bætir kannski eitthvað úr sem slík fyrir hinn almenna starfsmann sem þarna á í hlut, en eftir stendur samt ákvörðunin um fyrra kauffyrirkomulagið og hina hrópandi misgjörð sem hún hlýtur nú að teljast!
Þarna átti semsagt að veita fáum útvöldum mikil forréttindi, þó með skilyrðum væri, tækifæri til að auðgast gríðarlega fram yfir aðra, á auðlind sem þó á að heita að sé í almanna þágu og það fyrst og síðast!
pólitískur vandi ónefnda flokksins verður kannski látin leysast með kattarþvotti sem þeim, að einum manni verður skipt út fyrir annan, en hvað svo?
Spyr sá sem ekki veit, en það veit hann þó, að með nánast hverri MÍNÚTU sem nú líður, verður vatnsorkan, jarðvarminn, dýrmætari og dýrmætari í hinu stóra samhengi heimsins alls!
mbl.is Samþykkt að endurskoða sölu á hlutabréfum í REI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 218050

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband