Færsluflokkur: Lífstíll

Árni og agúrkurnar!

Hinn "Sívinsæli" sunnlendingaþingmaður Árni Jonsen skemmtir þingheimi og landsmönnum öllum reglulega með athæfi sínu og orðum.
Í þinginu í dag mætti hann með gúrku í ræðustólin til að leggja þunga í mál sitt varðandi stöðu garðyrkjubænda, gúrkan íslenska væri auðvitað sú besta í heimi, en nú væri hætta á að ræktunin legðist af vegna hás orkuverðs.
Vona ég að eftir ræðu sína hafi þingmaðurinn knái ekki hent gúrkunni góðu, heldur annað hvort komið henni í viðeigandi geymslu eða bara etið hana!
Ljótt ef örlög hennar yrðu svo bara að eyðileggjast!

Árni Jonsen, afbragðsskýr,
áður dæmdur skúrkur.
Ærlegur nú hugsar hýr,
um "Heimsins bestu gúrkur"!


mbl.is Segja gróðurhúsabændur sitja við sama borð og aðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rugl!

Þetta segir að mínu viti bara það, að meginþorri landsmanna hefur það enn gott, en jafnframt að sumir eru haldnir slíku sýndar- eða falsstolti, að frekar flytja þeir úr landi eða liggja á bótum, frekar en að taka svo niður fyrir sig, fara í slíkt "Skítajobb" eins og að vinna í sláturhúsi!Þetta gilti líka um fiskvinnsluna nú seinni ár og gerir kannski enn sums staðar á landinu!?
Ég ætla rétt að vona þó, að einhverjir af þeim sem dönsuðu villt í kringum gullkálfin í góðærinu svonefnda, lifðu jafnvel um efni fram þótt góðar tekjur hefðu, en sitja nú í skuldasúpu og með þá lifsreynslu að hafa mist vinnuna, hafi brotið obb af oflæti sínu í einhverjum tilfellum. En þó nú séu þúsundir á atvinnuleysisskrá er þetta samt enn staðreyndin og því ekki að undra þótt maður segi einfaldlega, RUGL!
mbl.is Íslendingar vildu ekki vinnu í sláturhúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísnagaman!

Jamm, komin tími á slíkt svona rétt til að hita upp fyrir helgina. (eða þannig)

Oft finnast mér meint rök sumra bloggara, ærið haldlítil svo ekki sé meira sagt og þá ekki hvað síst þegar um pólitík er að ræða. Í krafti slíkra sjónarmiða eða til að verja þau, falla oft hin skrautlegustu orð, þannig að snautleg verða að teljast fyrir viðkomandi og gera lítið úr honum.
Setti þetta niður inni hjá Láru Hönnu vinkonu minni um daginn!

Þegar skynsöm skortir rök,
skoðanir að tjá á blaði.
Fjári oft í fíflsins vök,
falla menn og það með hraði!

Herskái verkfræðingurinn Loftur Þorsteinsson er velþekktur bloggari, nú eða alræmdur, eftir því hvernig menn líta á það.
Honum tókst að verða svo í nöp við mig og mín skrif í átt til hans, að hann lokaði á mig og er ég bara stoltur af því!
Inni hjá öðrum vígreifum karli, guðfræðingnum og ættapælaranum Jóni Val, gafst mér þó tækifæri til að pota örlítið í hann og það raunar svo mjög, að hann æstist allur upp og sagði mig stefna að "trúðsmennsku" hjá stjórnvöldum, en það því miður tækist þó ekki.svona "Dauðafæri" getur nú galgopi eins og ég ekki látið ónýtt og baunaði því ansi háðskur á karlinn til baka.

Nú er ég guminn já glaður,
glitra í augunum tár.
Loftur svo lítill er maður,
linur og kvikusár!

Engin fékk ég viðbrögðin til baka nema þögnina, þannig að líkast til hefur "Airman" bara verið sáttur við þetta!?

Ég er svo alltaf annað veifið að flækjast í pilsunum hennar Kollu vinkonu og varaformanns Ff. Oftast er það henni að skapi og þá kviðlingarnir fögru um hana fljúga, en stundum er ég leiðindaormur þótt sjaldan sé og þá sussar hún bara á mig eða skammar!
Hún var annars um daginn með kostulega frásögn af "Köngulóakynlifi" með ofbeldi í bland sem mestmegnis átti sér stað um bjartan miðdaginn. Svona í orði kveðnu var hin prúða mey ekki of hrifin af hinu fyrrnefnda "náttúrubrölti", en en sagði þó frá því ódeig og dróg svo ekkert af sér við "ofbeldislýsingarnar"!
Mér varð því eftirfarandi að orði í mínum kankvísa ályktunardrætti!

Bæði sæl og sómakær,
sýndist Kolla enn í gær.
En núna orðin næstum ær,
niður brytjar köngulær!

Þótt kunni á köllunum lag,
Kolla með glæsibrag.
Hún spúsa er spök,
sparar sín mök
Að mestu um miðjan dag!

Kolla var nú ekki alveg af baki dottin og kom með þetta um hæl!
(með örlítilli bót frá mér)

Að mestu um miðjan dag,
maður, á þér er lag.
Ja, flest er farið að spara,
fólk, ég segi nú bara!

Loks er það svo ein létt og laggóð sem féll inni hjá einni af fyndnustu konum landsins, Hildi Helgu Sigurðardóttur. Var þetta í kjölfarið á brunanum á Valhöll um daginn, hvað ætti að koma í staðin. hinn sposki og norðlenskættaði bloggari, Brjánn Guðjónsson, var með allt á hreinu um þetta, reisa ætti bara ölstofu í staðin og svo gæti fólk bara brugðið sér í gjána ef þyrfti að pissa!

Það teldist bæði lukka og lán,
þó lítið yrði ég hissa.
Á Almennagjáarbarminum Brján,
blindfullan sæi að pissa!


Enn er kveðið hjá Jóni Val!

Ég hef já lúmskt gaman af að heimsækja guðsmanninn galvaska og láta þar aðeins gammin geysa!

Eftirfarandi einkun fékk hann eftir smá samtal okkar frá í gær, en slóðin á færsluna er hér að neðan.

Þótt nú Jón sé fráleitt flón,
fögur sjón er blogg hans eigi.
Í öskurtón sem önugt ljón,
aumkar Frón á hverjum degi!

Held ég að þetta geti talist í nokkuð "Dýrari kantinum"!?http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/entry/920258/#comment2521143


Kjarnakvinna!

Það held ég nú að sé óhætt að segja um frú RR, þótt ég hafi nú langt í frá verið sammála henni um margt!
En hún er dóttir eins af helstu fótboltamönnum þjóðarinnar frá upphafi, markakóngsins Ríkharðs Jónssonar af Skaganum og sonur hennar er Ríkharður Daðason, sem sömuleiðis var mikill markaskorari með Fram og víðar.

Ragnheiðar ei liggur leynd,
lífsskoðanna gata.
Dugleg er og dável greind,
dóttir Eðalkrata!

Faðir hennar einmitt annálaður sem slíkur.


mbl.is Ragnheiður gerir grein fyrir atkvæði sínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svo vitnað sé í frægan kviðling...

...þá gildir um þennan blessaða Þór, að..

HANN VEIT ALLT SEM ENGIN VEIT UM,
UPP Á SÍNA TÍU FINGUR!

Að öðru leiti segi ég nú fátt, sem sæmilega veluppöldum manni sæmir, en hugsa þeim mun meir, já miklumiklu meir!


mbl.is Svavar fullkomlega vanhæfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég hjá Jóni Val!

Hvað er betra á fögru sumarkveldi, nú eða um dag þegar lítið er að gera eða lundin ei svo létt, en að skella sér inn á bloggið hjá guðfræðingnum kjaftgleiða Jóni Val Jenssyni og gleyma sér þar smá stund, ég bara spyr!?
Það geri ég stundum, eins og fyrr hefur komið fram og víla ekki fyrir mér að svetta einhverju blaðri eða bögukorni í athugasendum, mér til mikillar ánægju og skapsbótar oft á tíðum! Skiptir mig engu þótt andsvörin séu oft út í hött og heldur óbilgjörn sem tíðum hjá kappanum, virkar sjálfsagt álíka á mig líkt og vatni sé skvett á gæs!
Jóni Val líkar ekki mjög önnur sjónarmið en sín eigin varðandi Icesave og sendi mér þessa alveg ágætu sendingu um margt í fjórum línum.

Icesavesnatar ýlfra hátt,
aumka breska vini.
Að mýkja þá er mikið brátt,
Magga Guðmundssyni.

Auðvitað ekki sammála innihaldinu, en afar ánægður með sjálfan mig, setti ég þetta í snarhasti á blað sem andsvar.

Tilfinning er tær og góð,
talsvert stoltur er.
Kveðskapar að kveikja glóð,
í KJAFTASKINUM þér!

Nú svo var hann sem oftar með frjálsa túlkun á orðum annara, sem ég leyfði mér að gera athugasend við. Ekki féll karli það alls kostar frekar en fyrri daginn og orðaði það þannig, að Magnús "þessi" væri lítt marktækur.
Launaði ég fyrir mig svona.

Mælir svo Magnús ÞESSI,
af munni hógværa bæn.
Að dável drottin þig blessi
og dæmi Syndugi-Jón!

Skemmst er frá því að segja, að þögn brast á, sem gerist nú ekki á hverjum degi á þeim bænum!


Allir að fagna með EIKANUM!

Já, allir sem vettlingi geta valdið,ljúfur og góður drengur hann Eiríkur, sem ég kynntist fyrst fyrir rúmum tuttugu árum, prúður og algjörlega laus við stjörnustæla!
Á meir en skilið að fólk hópist nú og fagni með honum á þessum tímamótum og það þótt það sumhvert hafi fengið um tíma ofnæmi fyrir sumum lögum sem hann hefur sungið og einmitt á borð við Gaggó Vest hans Gunna Þórðar!
mbl.is Rokkað í hálfa öld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Skömmustulistinn" minn og MJ!

Minn gamli félagi hann Bubbi, (bubbinn.bloggar.is) birti um daginn fróðlegan lista úr tímaritinu fræga Rolling Stone, yfir sveitir sem margur hefur dáðst af í laumi að sögn, en ekki farið of hátt með.Kallast þetta á útlenskunni "Guilty Pleasure", sem ég kalla bara "skömmustu" svona stutt og laggott.
Datt svo bara í hug að gleðja strákin og senda honum svona lista, með ýmsum flytjendum og lögum er mér fannst eiga við og komu upp í hugan að þessu tilefni.
Michael Jackson var einmitt eitt nafnið, eins og lesa má hér að neðan, en vart hafði ég sent Bubba listan og hann birt, en garmurinn snéri upp tánum! Kenni mér þó ekki um, en þetta var ansi örlagaríkt að rifja þetta upp með hann og fleiri, eða þannig!
Annars er fréttaflutningurinn nú eftir dauða hans og viðbrögðin víða, t.d. hér á blogginu, alveg yfirgengileg og ofurviðkvæm, svo hálfa af því hálfa væri nóg!Lítið hins vegar við því að segja og fólk verður bara að fá að haga sér kjánalega ef það vill!

Þegar ég hugsa til baka er ég á efri efri barnsárum, ef svo má taka til orða og síðan unglingsárum, var að mótast í mikin harðrokkara er hlustaði mest á Heep, Purple, Zeppelin og síðan Slade, Black SAbbath og Iron maiden o.s.frv. koma furðulega mörg lög jafnframt upp í hugan, sem gripu mann líka, en hreinlega DAUÐASYND hefði verið að láta vinina vita af!
Hérna koma nokkur, ekki þó í neinni sérstakri tímaröð, man árin heldur ekki svo glöggt eða útgáfuár laganna.

Tina Charles - I Love To Love.
-Man vel enn þann dag í dag, er einn bræðra minna kom með plötuna með þessu lagi og byrjaði að spila daginn út og inn! Bölvað diskó auðvitað, en viðurkenni nú, að ekki aðeins fékk maður þetta lag á heilan, heldur fannst sveininum unga söngkonan svo sæt!

Dr. Hook - Sylvia's Mother.
-Hef aldrei skilið það, en þetta helv. væmnislag lét mig bara ekki í friði mitt í rokk og bárujárnsupplifunum,eins og flest lögin hérna allt eldri bræðrum að kenna að þetta gerðist!

ABBA - hellingur af lögum, t.d. Fernando, Vúlli vú, Arrival, Money, Money, Money..o.s.frv.
- Hygg að margir hafi sömu sögu að segja,maður mátti ALLS EKKI viðurkenna að þetta annars fína popp ætti möguleika upp á pallborðið, þvert á móti var það mikill "töffaraskapur" að blóta þessu "Væluskjóðupoppi" En, ég laumaðist svo líka á myndina þarna um árið, hundleiðinleg reyndar, nema hvað eins og með tinu, stelpurnar voru svo sætar!

Human League - Don't You Want Me Baby.
-maður gat í orði þolað þetta á unglingaböllunum, en maður lifandi, þetta var eitt allramesta draslið! og raunar finnst mér þetta frekar þunnur músíkþrettándi í dag, en þetta lag og nokkur önnur sitja samt enn í huganum.

Judy Garland - Somewhere Over the Rainbow.
-Held að hefði einvher félaganna vitað að undir þessu lagi felldi ég tár harðjaxlinn, gjörsamlega heillaður ef ég slysaðist til að heyra þetta, þá hefði ég líkast til orðið fyrir alvöru einelti!
En mörg orð þarf ekki að hafa um þetta, með sígildari lagaperlum amerisku söngvamyndanna, úr Galdrakarlinum í Oz!

Þú & ÉG - Í Reykjavíkurborg.
-Svipað og með tinu Charles, fékk þetta diskó Gunna Þórðar bara á heilan, skil ekki hvers vegna enn í dag auk þess að verða skotin í Helgu Möller! (urðu annars ekki flestir stráklingar það á þessum árum?)

10cc - svipað og með ABBA, fullt af lögum sem urðu vinsæl, (flest þó af plötunni þarna með kafaranum framan á með drukknuðu stelpuna í fanginu, man ekki nafnið bubbi og man laganöfnin reyndar fæst líka nema á hinu frábæra Wall Street Shuffle, sem var þó ekki á þessari plötu held ég!)

Foreigner - I've Been Waiting For A Girl LIke You.
- Já, ehem, þetta annars ofurvinsæla lag gerði mann alveg grænan á endanum, stundum spilað hundrað sinnum, en var svona á jaðrinum að mátti viðurkenna hrifningu á eða að manni þætti söngvarinn "Raddmjói" flottur. Þó þótti í það heila ekki svo hallærislegt að hrífast af hljómsveitinni.

Roxy Music - Dance Away.
-Man hversu leiðinleg og asnaleg þessi sveit þótti, en þetta lag tók mig með trompi, bræðradæmi, en held ég hafi ekki heyrt lagið fyrst fyrr en nokkru eftir að það kom fyrst út.

Jóhann G. - Don't Try To Fool Me.
-Eitt af flottustu íslensku popplögunum frá upphafi, frábært lag, en það fór nú ansi hljótt um hrifninguna á unglingsárunum og hún mátti ekki vitnast.

BA Robertson - Flight 19
-Skoski háðfuglinn þótt nú bara hálfvitalegur minnir mig í félagahópnum, en þetta lag og fleiri heilluðu mig nú og platan þessi auk annarar á eftir ef ég man rétt.

Michael Jackson - Billie Jean & Beat It
-þarf nokkuð að útskýra þetta frekar, nema hvað að menn gáfu sjéns vegna Stevie VAi og síðar Steve Stevens, enenen, að sýna MJ sjálfum einhverja aðdáun, tja, það þótti bara vont mál! (og þykir nú reyndar enn!)


mbl.is Lík Jacksons flutt til Neverland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísgerður hin ljúfa!

http://visir.is/article/20090629/LIFID01/370748196

Gat nú bara ekki stillt mig um að stelast til að vísa á þessa litlu frétt á visir.is.
Gladdi mig að lesa þetta, stúlkan líka ekki bara ljúf, heldur gáfuð, falleg og fróm. Mun áreiðanlega taka þetta nám með trompi af öllu forfallalausu og verður svei mér komin á þingið fyrr eða síðar!

Þess má svo annars geta, að Ísgerður er frænka mín, en það er að sjálfsögðu aukaatriði og hefur ekkert með færsluna að gera!?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 218021

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband