Rugl!

Þetta segir að mínu viti bara það, að meginþorri landsmanna hefur það enn gott, en jafnframt að sumir eru haldnir slíku sýndar- eða falsstolti, að frekar flytja þeir úr landi eða liggja á bótum, frekar en að taka svo niður fyrir sig, fara í slíkt "Skítajobb" eins og að vinna í sláturhúsi!Þetta gilti líka um fiskvinnsluna nú seinni ár og gerir kannski enn sums staðar á landinu!?
Ég ætla rétt að vona þó, að einhverjir af þeim sem dönsuðu villt í kringum gullkálfin í góðærinu svonefnda, lifðu jafnvel um efni fram þótt góðar tekjur hefðu, en sitja nú í skuldasúpu og með þá lifsreynslu að hafa mist vinnuna, hafi brotið obb af oflæti sínu í einhverjum tilfellum. En þó nú séu þúsundir á atvinnuleysisskrá er þetta samt enn staðreyndin og því ekki að undra þótt maður segi einfaldlega, RUGL!
mbl.is Íslendingar vildu ekki vinnu í sláturhúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Már Sigurbjörnsson

Þetta snýst um að geta framfleytt fjölskyldunni, 140þ kall fyrir utan skatt fer ekki einsinni upp í leigu eða greiðslu af húsnæðislánum. Svo bendi ég líka á að bónusgreiðslurnar í frysthúsunum eru ekki lengur við lýði. Þegar þær voru í gangi var mjög vinsælt að vinna í frystihúsi. Það verður að vera ávinningur á því að vinna slík störf, en mér sýnist nú ekki svo vera í þessu tilviki.

Jóhann Már Sigurbjörnsson, 21.8.2009 kl. 17:25

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

En er þá meiri ávinningur fólgin í að segja sig á hreppin og liggja með tærnar upp í loft, þannig að fyrr eða síðar yrðu þær tekjur hvort eð er skertar vegna samdráttar? Um leið og ég þakka þér innlitið Jóhann Már, hlýt ég að spyrja svo og jafnframt hvort 140 þúsund krónur séu ekki betri en engar?

Magnús Geir Guðmundsson, 21.8.2009 kl. 17:44

3 identicon

Rugl segir þú? bara benda þér á að laun hafa ekki hækkað um krónu á tíman síðann ég var í sláturstíð 1998, þá var 'eg i fláningu sem var ein af betri launuðum störfum á bandinu+ þrif á kvöldinn, maður var að hala inn 35þús á viku sem þótti gott þá, enn ég sé ekki fyrir mér að flá 20.000 lömb í dag fyrir 280þús vertíðina. held að þú hafir aldrei prófað það eða dýft hendi í kalt vatn og ættir ekki að koma með svona yfirlýsingar að meginnþorri landsins vilja ekki vinna þessa vinnu, það er rangt hjá þér vegna þess að ég veit það.

tek það fram að ég er ekki atvinnulaus, væri alveg til í samt að taka eina sláturtíð ef launinn biðu uppá það.

Eyþór (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 18:38

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Og af því að ÞÚ veist það, þá er það þar að leiðandi rétt og þarf ekkert að rökstyðja það frekar, þú er kallar þig Eyþór?!

Honum væri svo vinsamlegast ráð, að lesa almennilega það sem hann er að gera athugasendir við, hér er því hvergi haldið fram að meginþorri landsmanna eða stór hluti þeirra vilji ekki vinna í sláturhúsum, heldur að meginþorri landsmanna hafi það enn svo gott að hann sæki ekki í þessi störf.En með sama hætti og ofangreindur gæti ég þó alveg haldið því fram líka, "bara af því ég veit það"!

Magnús Geir Guðmundsson, 21.8.2009 kl. 19:09

5 identicon

Magnús.

Rétt hjá þér.  Ég myndi frekar vera með tærnar upp í loftið heldur en að láta nota mig sem þræl fyrir 140þ á tímann.  

jonas (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 02:40

6 identicon

140 á mánuði átti þetta auðvitað að vera

jonas (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 02:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband