Árni og agúrkurnar!

Hinn "Sívinsæli" sunnlendingaþingmaður Árni Jonsen skemmtir þingheimi og landsmönnum öllum reglulega með athæfi sínu og orðum.
Í þinginu í dag mætti hann með gúrku í ræðustólin til að leggja þunga í mál sitt varðandi stöðu garðyrkjubænda, gúrkan íslenska væri auðvitað sú besta í heimi, en nú væri hætta á að ræktunin legðist af vegna hás orkuverðs.
Vona ég að eftir ræðu sína hafi þingmaðurinn knái ekki hent gúrkunni góðu, heldur annað hvort komið henni í viðeigandi geymslu eða bara etið hana!
Ljótt ef örlög hennar yrðu svo bara að eyðileggjast!

Árni Jonsen, afbragðsskýr,
áður dæmdur skúrkur.
Ærlegur nú hugsar hýr,
um "Heimsins bestu gúrkur"!


mbl.is Segja gróðurhúsabændur sitja við sama borð og aðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef Mr. Johnsen missir sæti sitt þaulsetna á Alþingi, þá getur hann alltaf fengið vinnu í sirkus. Er það ekki?

Stefán Sigurðsson (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 09:17

2 identicon

Hehe STebbi, bara gott ef ekki er! bk. í borgina.

Magnús Geir (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 17:52

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

hahah þú ert nú ekki hægt .... kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 5.11.2009 kl. 09:05

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hann er náttúrulega bestur í grjótnámu einhversstaðar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.11.2009 kl. 11:03

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jájá Kolla, ég er alveg og þú átt ekkert a hætta væna!

Ja Cesil, mig grunar nú einvhern vegin að fleiri séu þeirrar skoðunnar líka!

Magnús Geir Guðmundsson, 6.11.2009 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband