Vísnagaman!

Jamm, komin tími á slíkt svona rétt til að hita upp fyrir helgina. (eða þannig)

Oft finnast mér meint rök sumra bloggara, ærið haldlítil svo ekki sé meira sagt og þá ekki hvað síst þegar um pólitík er að ræða. Í krafti slíkra sjónarmiða eða til að verja þau, falla oft hin skrautlegustu orð, þannig að snautleg verða að teljast fyrir viðkomandi og gera lítið úr honum.
Setti þetta niður inni hjá Láru Hönnu vinkonu minni um daginn!

Þegar skynsöm skortir rök,
skoðanir að tjá á blaði.
Fjári oft í fíflsins vök,
falla menn og það með hraði!

Herskái verkfræðingurinn Loftur Þorsteinsson er velþekktur bloggari, nú eða alræmdur, eftir því hvernig menn líta á það.
Honum tókst að verða svo í nöp við mig og mín skrif í átt til hans, að hann lokaði á mig og er ég bara stoltur af því!
Inni hjá öðrum vígreifum karli, guðfræðingnum og ættapælaranum Jóni Val, gafst mér þó tækifæri til að pota örlítið í hann og það raunar svo mjög, að hann æstist allur upp og sagði mig stefna að "trúðsmennsku" hjá stjórnvöldum, en það því miður tækist þó ekki.svona "Dauðafæri" getur nú galgopi eins og ég ekki látið ónýtt og baunaði því ansi háðskur á karlinn til baka.

Nú er ég guminn já glaður,
glitra í augunum tár.
Loftur svo lítill er maður,
linur og kvikusár!

Engin fékk ég viðbrögðin til baka nema þögnina, þannig að líkast til hefur "Airman" bara verið sáttur við þetta!?

Ég er svo alltaf annað veifið að flækjast í pilsunum hennar Kollu vinkonu og varaformanns Ff. Oftast er það henni að skapi og þá kviðlingarnir fögru um hana fljúga, en stundum er ég leiðindaormur þótt sjaldan sé og þá sussar hún bara á mig eða skammar!
Hún var annars um daginn með kostulega frásögn af "Köngulóakynlifi" með ofbeldi í bland sem mestmegnis átti sér stað um bjartan miðdaginn. Svona í orði kveðnu var hin prúða mey ekki of hrifin af hinu fyrrnefnda "náttúrubrölti", en en sagði þó frá því ódeig og dróg svo ekkert af sér við "ofbeldislýsingarnar"!
Mér varð því eftirfarandi að orði í mínum kankvísa ályktunardrætti!

Bæði sæl og sómakær,
sýndist Kolla enn í gær.
En núna orðin næstum ær,
niður brytjar köngulær!

Þótt kunni á köllunum lag,
Kolla með glæsibrag.
Hún spúsa er spök,
sparar sín mök
Að mestu um miðjan dag!

Kolla var nú ekki alveg af baki dottin og kom með þetta um hæl!
(með örlítilli bót frá mér)

Að mestu um miðjan dag,
maður, á þér er lag.
Ja, flest er farið að spara,
fólk, ég segi nú bara!

Loks er það svo ein létt og laggóð sem féll inni hjá einni af fyndnustu konum landsins, Hildi Helgu Sigurðardóttur. Var þetta í kjölfarið á brunanum á Valhöll um daginn, hvað ætti að koma í staðin. hinn sposki og norðlenskættaði bloggari, Brjánn Guðjónsson, var með allt á hreinu um þetta, reisa ætti bara ölstofu í staðin og svo gæti fólk bara brugðið sér í gjána ef þyrfti að pissa!

Það teldist bæði lukka og lán,
þó lítið yrði ég hissa.
Á Almennagjáarbarminum Brján,
blindfullan sæi að pissa!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Þér er óhætt að vera stoltur af að Loftur loki á þig.  Það er gæðastimpill.  Vegna orða JVJ um að þú stefnir að "trúðsmennsku" hjá stjórnvöldum rifjast upp fyrir mér þegar Færeyingar tóku ritmál sitt föstum tökum um miðjan fimmta áratug síðustu aldar.  Þar var tekið mið af íslensku ritmáli.  Ekki síst er lýtur að bókstafnum ð.  Hann heyrist ekki beinlínis í færeysku talmáli sem slíkur heldur er stundum borinn fram sem v (maður),  j (Héðinn),  g (veðrur = hrútur) og svo framvegis.  Til að byrja með var færeyskur almenningur í vandræðum með að átta sig á hvenær átti að skrifa ð,  sleppa því eða skrifa annan staf.

  Um svipað leyti hóf göngu sína í Færeyjum tímarit sem enn kemur út og heitir Trúboðinn.  Fyrsta eintak tímaritsins hét Trúðboðinn.

Jens Guð, 30.7.2009 kl. 22:24

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Haha Jens, takk kærlega fyrir skemmtilegt og fræðandi innlegg! En JVJ átti að þessu sinni ekki hlut að máli, Loftur var með þessa "Trúðsyfirlýsingu". Annars voru hirðfífl fyrri alda ekki bara skemmtun fyrir herra sína, þau höfðu nefnilega oftar en ekki vit fyrir þeim og töluðu fyrir þá, svo þetta var í raun afar fyndið!

Magnús Geir Guðmundsson, 31.7.2009 kl. 00:47

3 identicon

Jæja Magnús. Þegar ég las það að menn væru að kvarta undan þér og loka á þig á netinu, þá ákvað ég að setja saman eitt lítið vísubrot handa þér:

Hirðfífl hann Magnús sagður er Hendir að öllu gaman Harðlífi og hreðjasig menn óska þér

Og haltu þér nú saman. 

 

Svona gerist það á mölinni þegar andinn kemur yfir mann - sem gerist u.þ.b. einu sinni á ári.  

Stefán Sigurðsson (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 14:28

4 identicon

Vísan kom ekki vel út. En ég copy and paste-aði hana frá öðru blaði. En hér kemur hún aftur:

Hirðfífl hann Magnús sagður er

hendir að öllum gaman

Harðlífi og hreðjasig menn óska þér

Og haltu þér nú saman.

Alveg stórkostlegur skáldskapur.

Stefán Sigurðsson (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 16:28

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hahaha Stebbi Melur, færð 10 fyrir innihaldið, en fyrir stíl og stuðlasetningu er einkunin bara á huldu og skiptir ekki alveg máli hérna.

TAkktakk!

En tja, hvort ég held mér saman? Þú ert annars hress vænti ég eftir "Skotbardagann" hér nyrðra um daginn og ekki dauður úr öllum æðum?

Magnús Geir Guðmundsson, 31.7.2009 kl. 20:47

6 identicon

Já, maður er bara furðu hress .... sendi þér tölvupóst við tækifæri ...

Stefán Sigurðsson (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 217999

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband