Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Kosningablaður og kviðlingur til Ólínu!

Eins og allt stefnir í nú, eru úrslit kosninganna þau allramest sögulegustu líkast til á lýðveldistímanum að minnsta kosti.
D geldur sitt mesta afhroð frá upphafi.
Í fyrsta skipti ná tveir flokkar sem allavega í margra skilningi teljast til vinstri, meirihluta.
Í fyrsta skipti svo ég man a.m.k. bæta heilir þrír flokkar bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu við sig fylgi auk þess sem nýtt framboð, Borgarahreyfingin nær glæstum árangri líka, fimm mönnum á þing.
Í fyrsta skipti í manna minnum er D ekki stærsti flokkurinn á þingi, Samfylkingin orðin langstærst.
Þetta eru svona nokkrir punktar sem koma í hugan nú síðla nætur og eru ásamt sjálfsagt fleirum, merkilegir sem kosningarnar sjálfar auðvitað í öllu sínu veldi!
Tvennt þykir mér annars svo heldur leitt við úrslitin, örlög Frjálslynda flokksins, sem bæði hafði og hefur haft um margt ágæta stefnu, en eyðilagði að líkum mest fyrir sér sjálfur með miklum innbyrðisdeilum og öðru rugli. Ekki vantar þó heldur gott og frambærilegt fólk í flokknum, m.a. hana Kollu vinkonu mína og aðra hana frú Cesil fyrir vestan að ógleymdum Jens Guð svo nokkur séu nefnd. Því ekki loku fyrir það skotið að enn geti flokkurinn átt sér líf og endurkomu aftur á þing. Hitt er svo árangur B, sem sannarlega er á skjön við afhroð D. Raunar óskiljanlegt hví flokkurinn bætir við sig í ljósi fortiðar hans og óljóss tilgangs fyrir þjóðina, en aðrir spakari en ég kunna kannski að útskýra þetta betur!

Ólína fékk þessa kveðju frá mér er ljóst var í hvað stefndi og skoðast hún sem nokkurs konar svar við lítilli spurnarvísu hennar sjálfrar frá því á kosningadagsmorgninum!

Fallin dómur, fagurt ómar,
fyllsti sómi er.
Þýður rómur, þinn senn hljómar,
þing svo ljoma fer!


mbl.is Ólína: Kvótakerfið og ESB brenna á fólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumarkveðja!

Jamm, þjóðtrúin segir það vita á gott fyrir framhaldið ef vetur og sumar frjósa saman, er á nokkrum stöðum gerði um landið.
Ég er líka bara bjartsýnn fyrir sumarið og held að það verði gott fyrir flesta landsmenn og það í víðum skilningi!

Nú hagurinn já hlýtur bara að vænkast,
er hérna skín af gleði sólin rík.
Og horfandi á allar grundir grænkast,
þú gleymir næstum allri pólitík!

Innilegustu sumarkveðjur til allra bloggvina og annara sem kunna að lesa!


mbl.is Frost á Suðurlandi og Vestfjörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Páskakveðja!

Fögnum nú í frið' og sátt,
forðumst allan háska.
Gjarnan svo við getum átt,
GLEÐILEGA PÁSKA!

Til hamingju, FRÖKEN RAUFARHÖFN!

Sérstök ánægja já að senda þessari bloggvinkonu minni heillaóskir í tilefni dagsins!

Aldeilis Kolla er kná,
kona, hér má nú sjá.
Fjöl- hún svo hæf,
hugljúf og gæf
og uppfull af athafnaþrá!

Þetta bara svona eitt tilbrigði í viðbót við hrifningarstef henni til handa!


mbl.is Kolbrún varaformaður Frjálslyndra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram veginn!

Kolbrún já í "Kraganum",
kná mun flokkin leiða.
Með eitilhörðum aganum,
atkvæðin að veiða!
mbl.is Kolbrún leiðir Frjálslynda í kraganum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Því má svo bæta við..

..að kvinnan hefur í kvikmyndum fram komið, bæði vestan hafs og austan, er fjölmiðla- og sérfræðingur í smáhundavísindum!Viðförul hefur hún líka verið með afbrigðum, staðið þar sannarlega undir nafni, flogið heimshorna á milli bæði í starfi og leik!

Á betri kost er varla völ,
víst er bæði gáfuð, slyng.
Einfaldlega Svalan SVÖL,
svífa ætti beint á þing!

Jájá, þetta má alveg teljast lítt dulbúin áróður, ef ykkur skildi detta það í hug!?


mbl.is Gefur kost á sér í 3.-5. sæti Samfylkingar í NA-kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vaxtarlag kvenna...

...hefur nokkuð verið til umræðu ekki síst vegna nýju forsetafrúarinnar í Bandaríkjunum.
Hlutföll hennar teljast já nokkuð "frjálsleg í fasi", ummmálið víst "víðáttumikið" á sumum stöðum meir en öðrum.En glæsileg þykir hún samt að flestum og klæðnaðurinn á henni ekki síður verið uppspretta umtals.
Sjálfum þykir mér svona og hefur þótt litlu skipta, finnst konur almennt upp til hópa fallegar, en ef eitthvað er þá er nú skömminni skárra að vöxturinn sé frjálslegri frekar en hitt, að hann sé eins og "tálguð spýta"!
En á hinn bógin veit ég auðvitað sem er, að slík dægurumræða og viðhorf til útlits og fegurðarímyndar, byrjaði ekki í gær og endar heldur ekki á morgun, er hvort sem manni líkar betur eða verr, nær órjúfanlegur partur af tilverunni!
En kær vinkona vor, blaðakonan frækna Hildur Helga Sigurðardóttir, á annars "sökina" á að ég er að pæla þetta núna, hún bloggaði einmitt um forsetafrúna fyrir stuttu og síðan aðeins meir um rekkjunautahjal breskrar söngkonu, fröken Allen, er ósvikin skemmtun var að lesa.
Í athugasend kom m.a. fram hjá HH, að hún líktist nú frúnni lítt í vissum efnum, þannig að ekki varð hjá því komist að skella á hana eftirfarandi!

Einkar er hrífandi Hildur,
hýra "Meyjarskinn".
Þótt ei sé á' enni gildur,
"Afturparturinn"!


Vísukorn!

Frekar lítið farið fyrir skrifum hérna síðustu dagana, sem þó hefur samt ekki þýtt beinlínis ritstíflu eða annars konar hugarangur. Öðru nær, bara smá hlé, en þeim mun meir blaðrað og ærslast hjá öðrum með tilheyrandi kviðlingaklambri hér og þar!
Eða með öðrum orðum!

Þótt dugur aðeins dvíni hér,
um dægurmál að fjalla.
Þá vísurnar af vörum mér,
vilja áfram falla!

Ég og Ólína.

Utan dagsrár í færslu bloggvinkonu minnar Ólínu Þorvarðar um seðlabankastjóra nokkurn, skellti ég smá skensi á hana í ljósi komandi alþingiskosninga.

Ólína er engum lík,
öflug vestfjarðanna stoð.
Hellings hæfileikarík
og hugsar nú um þingframboð!?

Ólína brást vel við og var ekki lengi að svara.

Orðin harmra á tölvutetur,
tæknilegt er amboðið.
Að mér falli alltaf betur,
eftirspurn en framboðið.

Og vissulega er hægara um að tala en í að komast, að fara í þingframboð auk þess sem Ólína hafði reyndar sagst í viðtali ekki vera á neinum framboðsbuxum!
En samt, ég gafst ekki alveg upp!

Í stjórnmálunum strítt er já
og stöðugt prjálið.
En skelegga þig skora á,
að skoða málið!

Og.. "Við sjáum hvað setur" sagði Vestfjarðavífið, þannig að einhver smá möguleiki er kannski fyrir hendi hjá henni á framboði!?
En þetta kom svo að lokum um vísnagerðina almennt, nokkuð sem við Ólína erum örugglega alveg sammála um!

Örlögunum ekki réð,
ósköp slík ég skuli letra.
En vísnasmíðin gleður geð,
gerir lífið miklu betra!

Einn minn nýjasti bloggvinur er ljósmyndarinn knái, náttúrubarnið, gamli pönkarinn og margt fleira hann Kristján Logason. En líkt og með fleiri bloggvini, er hann þó gamall kunningi og félagi frá fyrri tíð. stjaniloga.blog.is.
Drengurinn lætur sér nei ekki allt fyrir brjósti brenna, er óhræddur að koma sínum skoðunum á framfæri tæpitungulaust.
Ísland þykir honum til að mynda orði nokkuð rotið í einum nýlegum pistli, svo ég setti eftirfarandi við hann.
Nokkuð er stóryrtur Stjáni,
stilltan ei dóminn hér fellir.
Honum fram skarplega skellir,
úr skálum reiðinnar hellir!

SVo var það hún Hólmdís rétt einn gangin sem "kveikti í mér", sagði í fyrirsögn að "konur væru eins og eðalvín", yrðu betri með aldrinum í tengslum við svipaða yfirlýsingu frá Hollywoodstjörnunni Söru J. Parker.

Þú kynæsandi, klára,
krassandi já sprund.
Munt hitta hundrað ára,
Hólmdísi á Grund!

Næst var það svo hún Kolla, Kolbrún Stefánsdóttir, sem varð "fórnarlamb" mitt, en hún ljóstraði því upp á einum stað að í henni seitlaði franskt blóð í bland við hið norræna. Það þótti mér skýra út hve léttlyndisleg hún væri og það á hverju sem gengi.

Þótt standi í stöðugu brasi,
í starfi upp á hvern dag.
Er Kolla frjálsleg í fasi
og frönsk í ofanálag!

Að lokum er það svo hinn mjög svo skemmtilegi og sérstaki Hauganeshertogi, Steingrímur Helgason, sem ljóstraði því upp að starf "Æðstastrumps" Fjármálaeftirlitsins væri e.t.v. eitthvað fyrir hann, því honum hugnaðist ekki hvað síst starfslokakjörin haha!
Mín viðbrögð voru bara svona.

Glittir hér í græðgisfól,
Gríms í sálarhjúpi.
Er'ann ólíkindatól,
andskotans úr djúpi!?

Amen!


Stormur í vatnsglasi!?

EFtir upphafsorð Sigurbjargar í gær lögðu margir út af þeim og túlkuðu sem svo, að þetta hlyti nú að hafa verið Gulli garmurinn sem þarna væri að verki og konan sjálf væri leynt og ljóst að gefa það í skyn, hún enda ekki hans mesti aðdáandi heldur eftir að hann skipaði gamla flokkshestin Steingrím Ara sem forkólf nýja sjúkratryggingabatterísins, sem Sigurbjörg sjálf hafði sóst eftir að verða!
En það hefur semsagt nú komið í ljós að er ekki rétt, Gulli þó ýmislegt megi skamma fyrir ekki vondi karlinn í þetta skiptið.
Og þá er það líka spurningin eftir þessa uppljóstrun Ingibjargar, var eða er þá nokkur vondur? ER þetta ekki bara eitthvað sem tvær vinkonur frá gamalli tíð verða að gera upp á milli sín?
Það lítur nú helst út fyrir það, svo þetta virðist nú já vera eins og þar stendur, "stormur í vatnsglasi"!
Ég trúi Ingibjörgu allavega í þessu tilfelli, en tel hins vegar víst að öðrum líki nú svo ekki að túlka þetta og komi með aðra sýn á málið!

En í orðastað Ingibjargar til hálfnöfnu sinnar, ef svo má segja, Sigurbjargar, gæti þetta hljómað eitthvað á þessa leið!

Svo þú ekki farir flatt,
fyllist neinum trega.
Elskan bara segðu satt,
svona pass- já legaa!


mbl.is Ingibjörg Sólrún kom boðum til Sigurbjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÁRAMÓTAMOÐ!


Senn liðið er örlagaárið,
Er Íslandi kreppuna færði.
J’a, bölvaða bankafárið,
Sem blessaða þjóðina ærði!

Upp úr það auðvitað stendur
Og ugglaust skyggir á flest.
Almúgans Gunna og Gvendur,
Gráta það saklaus jú mest!

En alla þunglyndisþanka,
Þau reyna að forðast um stund.
Hugs’ekki um helvítis banka,
Hnípin og döpur í lund!

Nú kveðja örlagaárið,
Enn með vonu og yl.
Burt hverfi bévítans fárið,
Brátt heyri já sögunni til!

Penan setjum punktin hér,
Párið núna endi fær.
Árs og friðar óskum vér,
Öllum bæði nær og fjær!

Magnús Geir.


mbl.is Gott flugeldaveður í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband