Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Jólakveðja!

Núna rétt við Aðventunnar endi,
einu litlu gleyma varla hljótum.
Jólakveðju ykkur sæll ég sendi,
sannarlega beint frá hjartans rótum.

Gleðileg jól já til allra nær og fjær!


Bloggvinakvinnavísnabuna!


Mín góða og geðþekka bloggvinkona, fv. bankastýran og núverandi framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar með meiru, Kolbrún Stefa´nsdóttir og ég, eigum ágæt samskipti og samræður annað veifið.
N'u, um mánaðarmótin síðustu sagði hún frá draumi einum merkum er hún mundi vel þar sem Köngulóarvefur mikill kom m.a. við sögu. Lagðist maður undir manns hönd við að ráða þetta fyrir dömuna og sáu sumir m.a. ´i þessu t.d. auð, völd og áhrif, sem ég lagði svo bara út af í litlum kviðlingi!

Þú ert Kolla kyngimögnuð,
hvergi úr æðum dauð.
Draumur mun þér færa fögnuð,
frama, völd og auð!?

Bara aldrei að vita nei, en meðan munum við aðdáendur hennar fylgjast spenntir með framvindunni!
Nú, Kolla fór svo fram á smá greiða frá mér um aginn, sem ég gat nú ekki stillt mig um að túlka í fjórum léttum hendingum!

Nú er Kolla niðurlút,
neyðin kvelur hjarta inni.
Kallar því til hjálpar "Hrút",
henni villjugur já sinni!

(Ykkar einlægur ku víst vera í stjörnumerki kenndu við hrútinn!)

Önnur góð og falleg bloggvinkona mín, hún Eva Benjamíns, er sem margur annar þreytt og sár á ástandinu. Bloggaði svo harðort um daginn, að ég hafði aldrei heyrt hana svona hvassa. Skildi það þó vel, en bað hana nú samt ekki í framhaldinu að byrja á að berja mann og annan eða fara að dæmi útlensku stelpnanna sem komu hingað um daginn og flettu sig nær öllum klæðum til að vekja athygli á íllri meðferð á loðdýrum!
Eva henti það síðarnefnda á lofti og benti mér á, að hvernig sem í því lægi hverju sinni, þá væri hún nú alltaf á Evuklæðum" haha!
Ég snaraði því fram þessari limru í samræmi við það.

uppi á hæstu hæðum,
já, hinum ýmsu svæðum.
Svanna má sjá,
sífagran já
Evu á Evuklæðum!

Um daginn var ég í nokkuð svo miklu kviðlingastuði, þannig að aðeins var tekið eftir. Meðal annars af einni bloggvinkonunni til, hinni mjög svo ljúfu og allajafna jákvæðu golfvallarkonu í Þorlákshöfn, Sólveigu Guðjóns, Sollu! Meðal annars hafði ég samið litla afmæliskveðju til enn einnar bloggvinkonu, Láru Hönnu, 1. des., en svo skemmtilega vildi til að Solla átti afmæli þann merka dag einnig!
brá ég bara skjótt við og undir mig "betri tánni" og setti þetta inn hjá henni, mjög svo verðskuldað, þótt vissulega heldur síðbúið hefði verið, nokkrum dögum síðar.

Til lukku þótt síðbúið sé,
Solla mín ljúfasta G.
Ósk litla læt og í té,
lífs þíns enn blómgist vel tré!

Og loks varð þessi litla en HLÝLEGA til inni hjá henni Hólmdísi baráttuglöðu, er hún hafði sagt frá síðasta mótmælafundi er henni varð ansi kalt á tánum!

Þó kali mínir frísku fætur,
frostið herpi saman gogg.
Þá hlýnar mér um hjartarætur,
Hólmdísar að lesa blogg!


Rutla skutla og Lára Hanna afmælisbarn!

Hin nokk svo hressa bloggynja, rut Sumarliðadóttir, brást svo við í athugasend hjá vinkonu minni henni Hildi Helgu Sigurðardóttur, að fullyrða að “Kynlíf væri betra á borði en í orði”! Eins og venjulega gat ég nú ekki setið á mér við slíkt tækifæri og slengdi þessu fram:
Viðkvæman hér vífið hlut,
Viðrar léttu orði.
Löngum hefur legið Rut,
LOSTAFULL á borði!?

Ég átti nú von á einvherju til baka, en þessar ljúfu og auðvitað lífsreyndu snótir, kipptu sér hins vegar ekkert upp við þetta og Rut segist nú heldur aldrei hafa verið neinn “Púritani”! Svo er það hún Lára Hanna, afmælisbarn dagsins, sem fékk litla kveðju eftir pöntun! Fótboltaleikurinn sem fjallað er aðeins um hér að neðan, stóð þá enn sem hæst er ég skutlaði kveðjunni til hennar og er það skýringin á fyrripartinum!
Sínu kvæði í kross nú vendir,
Karl úr bolta í einum grænum.
Hér mæta kveðju Maggi sendir,
“MEGABEIBI” í Vesturbænum!


VARÚÐ! - KLÁMFÆRSLA

Eða hvað?

Ég er óforbetranlegur ærslabelgur á stundum, viðurkenni það, en veit líka sem er, að mörgum finnst það bara ekki svo slæmt og taka hrekkjum og hálfvitagangi mínum vel! Og þó ég jafnvel stelist til dæmis til að "káfa á eða klappa" sumum, til að mynda af mínum yndislegu bloggvinkonum, á helgustu stöðum, þá hafa þær bara ekkert svo mjög kippt sér upp við það, jafnvel bara sagt "gersóvel góurinn"!
Þær kalla nú heldur ekki allt ömmu sína margar hverjar þessar elskur og láta ýmislegt flakka og skiptir þá engu þótt meira að segja líkami eigi í hlut!
Þannig er hún Ásthildur Cesil til dæmis, hin ómótstæðilega vestfjarðavalkyrja, amma og amma og mamma í einum og sama pakkanum, garðyrkjandi og égveitekkihvað!
Fyrir löngu hafði hún til að mynda sagt frá all-svo-vænu "Barmflæði" sínu að gefnu tilefni og lítt eða ekkert roðnað við það og nú fyrir skömmu opinberaði hún svo kinnroðalaust vi annað tækifæri, að hún væri nú aldeilis "Búsældarleg" á fleiri stöðum og ætti auk þess ansi gott "uppfyllingarefni" jafnan í það "Bú" þegar svo bæri undir!
En nánar tiltekið, ef einvher skildi nú svo ólíklega skilja þetta fagurlega og einfalda orðskrúð mitt með erfiðismynum, þá var það önnur og ekki síður yndisleg bloggvinkona mín og sömuleiðis litlu eða engu bersögli en Cesil, hún Heiða HEITA, sem á góðu augnabliki í einni sinna dýru færsla, færði lesendum sínum "loðna píku og pinna" að gjöf, svona rétt til að viðkomandi færsla þætti ekki, aldrei þessu vant, vera "þurrpíkuleg"!
Haha, já ekki amaleg hún elskan mín hún Heiða, en frú Cesil lét sér nú fátt um finnast og kvittaði fyrir sig í athugasend með því að láta alla vita, að hún þyrfti nú ekkert á slíkum "gjöfum" að halda, hún ætti sko sína eigin vænu og velloðnu píku og fagran lim í hana við höndina!

Ég segi það já og skrifa, þessar dömur eru gjörsamlega óborganlegar og á þennan hátt þvílíkt freistandi kynbombur, að það hálfa væri helmingi meir en nóg hahaha!
En, ég gat auðvitað í framhaldinu ekki stillt mig um að senda "Skeyti" vestur í Kúluríkið, en var samt ekki brattari en svo að viðurkenna í leiðinni, að efast um að innihaldið þyldi dagsljósið frekar en þangað.
En seisei, kvinnan glæsta var söm við sig, hennar vegna væri þetta nú ekki mikið mál!
Hér kemur það því, stutt, en víst þykir þetta einhverjum um of og því er fyrirsögnin eins og hún er!

Að sköpulagi skarti ríku,
þú skvísan gerðir ljóst.
Sért lostafull með loðna píku
og ljúffeng risabrjóst!

Jamm, dæmi nú hver fyrir sig og segi sína skoðun ef vill!
SVo get ég bætt veimur litlum "skektum" við, sem ég skellti einmitt inn hjá Heiðu minni og gætu nú alveg líka fallið í "klámkramið" líttgóða hjá einvherjum!?
Annars vegar hafði bloggskutlan verið frá skriftum vegna veikinda, en var mætt á ný með látum þar sem "Reið" og fleira gott kom við sögu. (eða kannski var það vöntun á slíku!?) Allavega, hún mætt og í stuði, þannig að ei gátum vér setið á strák vorum!

Heiða litla, hýr og rjóð,
heilsu aftur nú er góð.
Mér því vill hún, alveg óð,
einum ríða, "gömlum skrjóð"!

Hins vegar var það svo stuttu síðar, að hún auglýsti fjálglega eftir "Vel rökuðum ástarpungum" og bað jafnframt um uppskrift!
Og uppskriftirnar fékk hún og það fleiri en eina og fleiri en tvær haha! Enenen, auðvitað vildi "klámdrottningin" uppskriftir til "bakstursrugls",heldur ALVÖRu haha! Skammaðist hún því í færslu á eftir sem hennar var von og vísa og kallaði liðið FÍFL!
Ég hafði nú lítt til að skammast mín fyrir, en sagði þó og hafði um leið skýringu á "æsingnum" í henni!

Frussaðu á fíflið mig,
fúslega mín kæra.
En greddan er að gera þig,
gjörsamlega æra!


Heimsins mesta hjartagæska!

Hverjum öðrum en Færeyingi dytti annar eins rausnarskapur í hug og legði hann svo kinnroðalaust til?
Get ekki ímyndað mér það, en þetta kemur samt ekki beinlínis á óvart eftir dæmalausa samstöðu sem Færeyingar sýndu okkur eftir snjóflóðin hörmulegu í Súðaví og Hnífsdal um árið, söfnuðu gríðarmiklu fé og að því mig minnir voru byggðir fyrir það leikskólar.
Ég er nú ekkert kyssandi eða kjassandi karlmenn dags daglega, þó það sé nú ekkert til að forðast eða skammast sín fyrir, en myndi glaður kyssa þennan útgerðarmann og faðma í þakklætisskyni fyrir hjartahlýjuna sem skín út úr máli hans og sýnir okkur mikin vinahug á erfiðum tímum!
Geri reyndar ekki ráð fyrir að þetta verði niðurstaðan, en hvað getur maður annað en tekið hatt sinn ofan fyrir slíku og þvíumlíku!?

Væntumþykja, vinarþel,
víst í þessum orðum mannsins liggja.
Sýna já og sanna vel,
sælla er að gefa en að þiggja!


mbl.is Vill gefa Íslendingum 300 milljónirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LJÓSIÐ í myrkrinu!

Þó falli verkin fjárglæfranna,
fullyrðir nú Magnús Geir.
Ljós í myrkri, Lára Hanna,
líkast til sé öllu meir!

http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/694044/#comments


Lára Hanna í línum fjórum!

Að gefnu tilefni.

Lára Hanna vinsæl er að vonum.
víðtæk enda hennar fróðleikslindin.
Lesin er af körlum jafnt sem konum,
komin er nú alla leið á tindin!

Hvert tilefnið er og upp á hvaða "Tind" átt er við, geta menn væntanlega giskað léttilega á!


Fyrsta faðmlagið!

Ónefnd yngismeyja, allt í senn glæsileg, gullfalleg, gáfuð,aðlaðandi, ástrík og lokkandi með málin 90-60-90, 1.72 á hæð og 59 kg. gerði sér lítið fyrir áðan og sendi mér funheitt faðmlag með rafrænum hætti!

ÞAÐ FYRSTA SEM ÉG FÆ!

Er nema von að ég sé núna allt í senn já, hamingjusamur, glaður, reifur, hress, kátur, hreykin og já bara allur settur út af laginu, sem feimin lítill skólastrákur!?

Annars fínt framtak hjá Mogganum/blog.is, en þó voru sumar píur allavega að kvarta í fyrstunni yfir slíkum "Troðningi og taumleysi" í faðmlagaframlögum, að þær voru komnar með auman kropp og marbletti!

Inn úr dyrum Geiri gekk,
glaðlegur að nýju.
Áðan loksins gaðmlag fékk,
fullt af ást og hlýju!


Hin fljótfærna mær!

Mín geysisnjalla og gullfallega vinkona hún Gurrí Skagamær og Vikunnar fræga fljóð, var aðeins að rasa út í kreppu hjali í gær, um meintar hrakfarir íslendinga í verslunum í Dannmörku. Eitthvað voru nú sögurnar orðum auknar svo Himnaríkisdrottningin þurfti að draga í land. En það gerði hún auðvitað með reisn og viðurkenndi að hún væri stundum fljótfær, þessi elska. Í staðin uppskar hún smá skens frá mér, þar sem sjálfgefið uppnefni hennar kemur meðal annars við sögu.

Að Guðríður sé væn og vær,
vitaskuld þið trúa megið.
Samt er alltof fljót já fær,
Feministabeljugreyið!

Skildi ég þetta eftir hjá henni, svo bæði gleði- og hamingjutárin tækju að streyma að nýju eftir fljótfærnina! http://gurrihar.blog.is/blog/gurrihar/entry/673724/


Didda!

Þó það komi ekki mörgum fleiri en henni, Hölla og krökkunum okkur helstu ættingjum og vinum við, þá laumast ég til þess hérna að kjafta því að, ein minna mörgu gullfallegu og gáfuðu Mágkvenna, dugnaðarstúlkan Didda, er fimmtug í dag!hún var reyndar skírð Kristín Sigrún og er dóttir Grella og STínu, en það liggur við að engin viti það, hún alltaf kölluð bara Didda! Lítil vísudrusla laumaðist út úr mér í tilefni dagsins og var minnir mig svona!

Fimmtug að verða, ferlegt streð,
finnst mér svona, þannig séð.
En elsku Didda, í og með,
örugglega léttir geð!

Framundanfimmtugir og nýfimmtugir geta svo eftir atvikum verið sam- eða ósammála!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 218039

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband