Jólakveðja!

Núna rétt við Aðventunnar endi,
einu litlu gleyma varla hljótum.
Jólakveðju ykkur sæll ég sendi,
sannarlega beint frá hjartans rótum.

Gleðileg jól já til allra nær og fjær!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Jólagleði Geir hér boðar

 gleður þegna reiða.

Meðan fífl og fyrrum goðar

frið og kærleik eyða.

Offari, 23.12.2008 kl. 20:25

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Gleðileg jól

Hólmdís Hjartardóttir, 23.12.2008 kl. 20:28

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Óska þér og þínum gleðilegra jóla.
Kær kveðja
Solla G (ollasak)

Solla Guðjóns, 23.12.2008 kl. 21:23

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ja, hvurt í hoppandi... Offaratöffarinn innkomin hingað líka frá landi Ljúfunnar Hh haha! Með eitthvurt hragl hérna sem um minnir margt á fornyrðislag eða égveit ekki hvað!? Soldið já, OF íðessu hjáonum, en held samt aðann geti verið seigur gutti!

Og hm, kannski þingeyskur, svo mikið af slíkum snillingum hjá HH!?)

Sömuleiðis Signora Hólmdís, gleddileg jul! Kann ekki að segja það á málinu þarna sem þú ert alltaf að slá um þig með!

Kæra Solla, sömuleiðis gleðilega hátíð til þín og þinna!

Magnús Geir Guðmundsson, 24.12.2008 kl. 00:13

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hagyrðingur Hólmdís er

hlær að vísnasmiðum.

Falleg líka, fegurst ber

hjá henni aldrei friður.

Hólmdís Hjartardóttir, 24.12.2008 kl. 01:30

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hahahahahahóhóhæ, ég fæ bara í magan núna!

Aldeilis ereg nú svakalegur að "kveikja svona íðér"! Alveg frábært og vá, ískyggilega stutt í tvíræðni hérna mín kæra og það að koma jól haha! (að ég tali nú ekki um ERÓTÍK!)

Stelst til að laga þetta pínupons!

Hagyrðingur Hólmdís er,

hlær að vísnasmiðum

Falleg líka, fegurst ber,

fræg af rekkjusiðum!?

Úhú, þetta fer nú að verða spennandi haha!

Magnús Geir Guðmundsson, 24.12.2008 kl. 02:30

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

ég tók mér skáldaleyfi

Hólmdís Hjartardóttir, 24.12.2008 kl. 02:47

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Haha, já, bara strax kona kotroskin og komin með leyfi úr "Skáldabankanum"!

Verð bara að "Feta mig nær hyldýpinu" Hólmdís, en þori því þó ekki hérna...

Magnús Geir Guðmundsson, 24.12.2008 kl. 03:13

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gleðileg jól, Magnús minn!

Þorsteinn Briem, 24.12.2008 kl. 14:30

10 identicon

 Gleðilegt að sjá að Hólmdís sé að ganga til liðs við okkur "leirsullarana". Gleðileg jól þið öll.

Að margra dómi Magnús hér,

mikill sóma drengur er. 

Kvennaljómi hvar sem ber. 

Hvergi í tóman kofa fer.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 15:35

11 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Gleðileg jól félagi :-)

Kristján Kristjánsson, 24.12.2008 kl. 15:59

12 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Takk kærlega Herr. Briem og minn gamli rokkfélagi Kiddi, sömuleiðis gleðileg jól!

haha Húnbógi minn, kærar þakkir fyrir kveðjuna og vísuna. Hún leynir á sér þessi elska já, en hvort hún er svo sammála innihaldi vísunnar eða aðrar af mínum bloggskvísum, þori ég nú ekki að segja um!?

Kærar þakkir félagi Eyjólfur og kveðja til baka, Omar og aðrir Blúsgarpar kunna vel að meta kveðjur frá þér!

Magnús Geir Guðmundsson, 25.12.2008 kl. 16:11

13 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Takk kærlega fyrir þetta allt saman Eyjólfur!

En hehe, á nú erfitt með að ímynda mér þennan dúett á "Heims um ból" og veit ekki hvernig í ósköpunum útsetningin myndi geta hljómað!?

(hugsanlega þó með Hammondorgeli í meðspili!?)

Magnús Geir Guðmundsson, 26.12.2008 kl. 00:52

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Kærleikskveðja og góðar óskir þér til handa Magnús minn, takk fyrir yndislega viðkynningu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.12.2008 kl. 18:53

15 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Magnús minn, þú ert líka góður og mammeskja í botn...það er nóg fyrir mig HAHAHAHA

Gleðileg jólin áfram! kveðja eva

Eva Benjamínsdóttir, 27.12.2008 kl. 01:13

16 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Eyjó, þú ert ansi spaugsamur jóladrengur! Sömuleiðis mín góða frú Cesil, sem í "Djúpinu drottnar"! Takk Eva mín listræna snót, vona að ég standi undir því!

Magnús Geir Guðmundsson, 27.12.2008 kl. 02:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband