ÁRAMÓTAMOÐ!


Senn liðið er örlagaárið,
Er Íslandi kreppuna færði.
J’a, bölvaða bankafárið,
Sem blessaða þjóðina ærði!

Upp úr það auðvitað stendur
Og ugglaust skyggir á flest.
Almúgans Gunna og Gvendur,
Gráta það saklaus jú mest!

En alla þunglyndisþanka,
Þau reyna að forðast um stund.
Hugs’ekki um helvítis banka,
Hnípin og döpur í lund!

Nú kveðja örlagaárið,
Enn með vonu og yl.
Burt hverfi bévítans fárið,
Brátt heyri já sögunni til!

Penan setjum punktin hér,
Párið núna endi fær.
Árs og friðar óskum vér,
Öllum bæði nær og fjær!

Magnús Geir.


mbl.is Gott flugeldaveður í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Gleðilega hátíð drengur!

Hólmdís Hjartardóttir, 31.12.2008 kl. 18:01

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sömuleiðis Kella!

Tek sannarlega undir það félagi Eyjólfur og kærar þakkir fyrir!

Magnús Geir Guðmundsson, 31.12.2008 kl. 20:29

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hahahaha elsku karlinn, ert í hörkustuði, boðar aldeilis gott fyrir nýja árið!

Takk svo fyrir að krýna mig Meistara ársins!

Magnús Geir Guðmundsson, 1.1.2009 kl. 01:39

4 Smámynd: arnar valgeirsson

árið verður fínt en veit ekki með friðinn.

megi leeds rúlla yfir alla andstæðinga og púllarar hala inn nokkrum jafnteflum.

en hafðu það sem allra best.

arnar valgeirsson, 1.1.2009 kl. 02:52

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Meistari ársins, já það ertu Magnús minn.  Takk fyrir það gamla og gleðilegt nýtt ár.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.1.2009 kl. 13:08

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Leeds mun vinna fullt af leikjum Arnar minn, sannaðu til og Liverpool nær einhverjum jafnteflum líka já hehe!

Kær kveðja vestur frú ÁC, en kannski er ég bara eini meistarinn í kjöri!?

Magnús Geir Guðmundsson, 1.1.2009 kl. 15:56

7 Smámynd: Halla Rut

Gleðilegt ár og takk góð samskipti á árinu sem er að líða.

Flott vísa hjá þér og skemmtileg.

Halla Rut , 2.1.2009 kl. 01:59

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

TAkk sömuleiðis Halla Rut og vonandi verður nýja árið þér gott.Vísurnar svona sæmilegar held ég og þakka ég hrósið um þær. Hvað samskipti okkar varðar, þá voru þau ekki mikil held ég reyndar, en allt í lagi með það!

Magnús Geir Guðmundsson, 2.1.2009 kl. 11:33

9 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Ljómandi hamingja, samstaða þjóðarinnar, gleði, friður og  BURT MEÐ SPILLINGARÖFLIN!

Baráttukveðjur meistari, vísan er bara nokkuð góð ekki get ég betur!!!en  Áfram Ísland!

Eva Benjamínsdóttir, 4.1.2009 kl. 02:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband