Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Játning - Mér þykir og hefur lengi þótt vænt um karlinn!

Jájá, þið lesið ekki vitlaust, mér þykir vænt um hann og hefur þótt lengi.
ÉG VERÐ NÚ BARA AÐ SEGJA ÞAÐ!

Ég kaus hann meira að segja, Framsóknarflokkin, meðan kempan góða en stundum gleymna, var formaður hans, en.. reyndar bara einu sinni!
En hamingjuóskir fær hann héðan.

Alltaf var traustur og tryggur
og trúanlegur að von.
En líka stundum jú styggur,
Steingrímur Hermannsson!


mbl.is Steingrímur Hermannsson 80
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er glaður, Spánn og FÓTBOLTINN sigruðu!

Hóhó, réttlætið er aldrei þessu vant með í spilinu, viðleitnin að leika fallega og sækja sem mest, bara í kvöld sigurorð af "Tjaldmennskunni" í varnarleik, með von um skyndisókn og sigurmark!
Vissulega hefðu úrslitin getað farið á hinn vegin bæði í venjulegum leiktíma og framlengingunni auk vítakeppninnar auðvitað, en það hefði verið hreinasta synd!
VAr afskaplega rólegur yfir henni og næstum sigurviss fyrir mína menn, sem svo á dagin kom að voru mun betur undirbúnir fyrir þessa voðalegu þolraun sem þessi þrautalending sannarlega er!
Þetta þýðir þá endurtekningu á einum leik frá riðlakeppninni, Spánn gegn rússlandi.
Spánverjarnir hljóta að taka sigur þar aftur og ég yrði ekki hissa þótt það yrði með látum líkt og í riðlakeppninni!
Með þessi úrslit er ég svo ekki síst sáttur vegna þess, að ég reynist þá eftir allt saman ekki alveg afleitur spámaður!
Held semsagt að Spánn fari í úrslitin og mæti þar líklegast Þjóðverjum, en maður veit þó aldrei..
mbl.is Heimsmeistararnir fallnir úr keppni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EM, 8 liða úrslit leikur 4. Hvað gera Torres (sem Real madrid fær aldrei!) og félagar gegn Ítalíu?

Getur vel verið að Ronaldo endi þarna, en nei, ekki FErnando, sem ALLIR vildu nú eiga!
En í kvöld er það rimman við nokkuð laskað lið Ítalíu sem gildir og ég hreinlega trúi ekki öðru en Spánverjar, hvernig þeir svo fara að því, fari með sigur að hólmi!
Nógu óþolandi að hafa Þjóðverja þarna na´nast eins og á´skrifendur í undanúrslitunum, megi gæfan og góðir vættir forða því að ítalir komist þangað líka!

VIva Espania!


mbl.is Zidane: Madrid fær þá leikmenn sem það vill
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jújú, Þingeyingar "Framsýnir" í FRAMSÝN, en..!

Hún var vissulega bráðskemmtileg fregnin í hádegisfréttum Útvarpsins áðan, að Framsýn,verkalýðsfélagið í Þingeyjarsýslum, greiði nú meðlimum sínum 50000 krónur fyrir að stunda fjörugri bólfarir í barneignaskyni!Að sögn formannsins knáa á Húsavík, Aðalsteins Baldurssonar, er þetta komið "á fulla ferð" og árangur þegar farin að koma í ljós!
Ég er nú sjálfur að stórum hluta Þingeyingur og finnst þetta því hið besta mál, að fjölga sem mest og best "kynstofninum"!
Nema hvað, að rétt áðan þyngdist brúnin þó aðeins og ánægjan minnkaði heldur, því það rifjaðist nefnilega upp fyrir mér að þetta er ekkert nýtt framtak og það sem heldur verra er, aðrir gerðu mun betur í hvatningarskyni hinu samam!?
Og hverjir skildu það svo hafa verið nema engir aðrir en þeir er teljast einmitt á háfleygum stundum allavega, "Mestu drykkju, kvenna, og hestamenn landsins",

SKAGFIRÐINGAR!

Og ekki nóg með það, því yfirvaldið í Akrahreppi, þar sem slík hvatning átti sér stað með sama hætti,ef mig misminnir ekki, bauð ekki bara góða umbun fyrir aukið ástalíf og fleiri börn, heldur MIKLU BETUR en Framsýnarfélagið nú.
Heilar 100000 kúlur takk fyrir!
Og hvernig má þá túlka þetta með Þingeyingana?
Jú, það þótt tiltækið sé sem fyrr sagði gott og skemmtilegt...

...Að Þingeyingar séu HÁLFDRÆTTINGAR Á VIÐ SKAGFIRÐINGA!?

Ja, svei mér þá, ef ekki hún Helga Guðrún bloggvinkona mín í Englandi og skagfirska sveitapían eldfjöruga, hlær sig ekki ma´ttlausa núna er hún heyrir þetta eða les!
Og það gildir sjálfsagt um fleiri sveitunga hennar!


Ja hérna!

Hva getur mmaður annað sagt?
ÉG var svo brattur að spá þessu alveg öfugt, 3-1 fyrir Holland!
Rússar eru með reynsluminnsta liðið í keppninni og voru kjöldregnir af Spánverjum í fysta leik, ekkert sem benti til neins af þeirra hálfu nema hverfa heim eftir riðlakeppnina.
En það er nú aldeilis annað og það sem meira er, möguleiki á að mæta Spánverjunum aftur í undanúrslitunum!
En þá þurfa hinir síðarnefndu að "brjóta þá reglu" sem alveg furðulega virðist komin í gang, að liðin í öðru sætinu í riðlakeppninni, vinni liðin sem urðu í efsta sæti!
Heimsmeistararnir frá Ítalíu eiga því að vinna á morgun samkvæmt þessu og svo sem ekki ólíklegt að þeir geri það, Spánverjum gengið einkar ílla á móti þeim í stórkeppnum.
En Torres og félagar eru mínir menn og munu...
mbl.is Rússar í undanúrslit eftir sigur á Hollandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EM, 8 liða úrslit, leikur 3. Hollendingar, eða hvað?

ÉG er þó ekkert viss um að það verði sem flestir búast við, að Hollendingar fari áfram.
Úrslitin í tveimur fyrstu leikjunum segja bara að allt getur gerst.
Meira fjör kannski held ég þó að verði upp á teningnum nú á eftir hjá Dirk Kuyt og félögum í hollenska liðinu á móti 'Rússum, en raunin varð á í gær hjá Króötunum og tyrkjunum.
ER að glata sjálfsörygginu í spámennskunni, verð nú að viðurkenna það, en segi þó sæmilega brattur..

Holland vinnur 3-1!


N'u er ég stoltur Íslendingur!

Stórt skref í átt að úrslitakeppninni á EM 2009 í Finnlandi!
Ánægjulegasti viðburður dagsins, svo eintalt er það!
Íslensku stelpurnar sjá já bara um það þessa dagana að halda þjóðarstoltinu við efnið, ekki gengur það nú of vel hjá strákunum í sömu grein og bakslagið gegn Makedoníu í handboltanum hjá strákunum var bara agalegt!
En í dag segjum við bara til hamingju Ísland!
mbl.is Katrín Jóns: Erum rosalega ánægðar með stigin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undrin halda áfram!

Fyrr í dag sagði ég að eftir makalausan leik Portugala og Þjóðverja, tgæti maður svo sem átt á ýmsu von í framhjaldinu, en ég hefði samt ekki t´ru á vþí með leik kvöldsins.
En maður lifandi! EF einvhern tíman er hægt að tala um að lukkudísir séu með í spilinu, þá má sannarlega segja það um Tyrkina, sem með ótrúlegum hætti lifðu þennan framlengda leik af, jöfnuðu já ævintýralega á lokasekúndum hennar og unnu svo eftir lýgilega lélega vítanýtingu hjá annars alþekktum sparkvissum Króötum!
ÉG er eiginlega alveg orðlaus, búin að strita eins og skepna með misjöfnum árangri í dag, ætlaði svo í rólegheitum að fylgjast með Króötunum taka Tyrkina létt, en þá fékk maður þennan "Trylli"!
Fyrir þriðja leikin í 8 liða úrslitunum á morgun, útilokar maður því bara alls ekkert að geti gerst. Liggur við að 5-0 fyrir annað hvort liðið hljómi bara raunhæft!
En vér látum hverjum degi nægja sína "þjáningu",
spáum nánar í þann leik á morgun.
En hvernig sem á þetta er litið, er þessi keppni orðin örugglega ein af þeim skemmtilegri og viðburðaríkari!
mbl.is Tyrkir unnu í dramatískum leik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hljómar ólíklega, EM, 8 liða úrslit, leikur 2. - Á þetta ekki að vera borðleggjandi?

Eitthvað finnst manni það nú, eitthvert slúður frekar en raunhæfur möguleiki. En tottenham eru örugglega til alls vísir á næsta vetri.
En í dag er þetta nú frekar en aðrar vangaveltur um leikmenn á EM, ekki það sem menn hugsa um heldur næsti leikur og Nistelrooy, er núna bara að hugsa um leikin við Rússa á morgun.
En í dag er það viðreign Króata og Tyrkja.
tyrkirnir ásamt rússum komið mjög á óvart með að ná svona langt, en samt, þetta á fyrirfram að vera borðleggjandi sigur fyrir mun betra lið Króatana.
En þegar svona langt er komið í keppninni, veit maður samt ekki alveg við hverju má búast og sannaðist það rækilega í gær í sigri þjóðverjana á Portúgölunum, í þessum líka frábæra leiknum!
trúi samt ekki öðru en hið flotta lið Slavin Bilic standist þetta próf með glans og sigri með svona tveimur, jafnvel þremur mörkum!
mbl.is Nistelrooy til Tottenham?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ronaldo reynir á taugarnar!

Svo hef ég nú hlerað á stuðningsmönnum United og ég er bara ekkert hissa á vþí, meiri endaleysan þetta með hann!

Má bara orða þetta svona!

Pilturinn pirraði þig
og pínulítið já mig.
Sífelt velktist í vafa,
en virðist nú hafa
Ákveðið ákveðið sig!?

Eða svo hlýtur bara að vera, fjandakornið!


mbl.is Ronaldo: ákvörðun innan þriggja daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 218008

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband