Ja hérna!

Hva getur mmaður annað sagt?
ÉG var svo brattur að spá þessu alveg öfugt, 3-1 fyrir Holland!
Rússar eru með reynsluminnsta liðið í keppninni og voru kjöldregnir af Spánverjum í fysta leik, ekkert sem benti til neins af þeirra hálfu nema hverfa heim eftir riðlakeppnina.
En það er nú aldeilis annað og það sem meira er, möguleiki á að mæta Spánverjunum aftur í undanúrslitunum!
En þá þurfa hinir síðarnefndu að "brjóta þá reglu" sem alveg furðulega virðist komin í gang, að liðin í öðru sætinu í riðlakeppninni, vinni liðin sem urðu í efsta sæti!
Heimsmeistararnir frá Ítalíu eiga því að vinna á morgun samkvæmt þessu og svo sem ekki ólíklegt að þeir geri það, Spánverjum gengið einkar ílla á móti þeim í stórkeppnum.
En Torres og félagar eru mínir menn og munu...
mbl.is Rússar í undanúrslit eftir sigur á Hollandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Eftir öruggan sigur Hollendinga í sínum riðli, sagði ég á bloggi mínu, að mögulegir andstæðingar þeirra myndu setja allt á fullt að reyna að finna veiku punktana á þeim.

Rússarnir gerðu það augljóslega og voru búnir að lesa Hollendinga. Þeir gerðu líka það eina sem virkar gegn vel spilandi liðum: Lokuðu svæðum og leyfðu þeim ekki að byggja upp sitt spil.

Hollendingar urðu pirraðir og brotnuðu að lokum, sem þeir hafa reyndar yfirleitt gert á stórmótum þegar þeir hafa mætt harðri mótspyrnu.

Theódór Norðkvist, 21.6.2008 kl. 21:29

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég er í rusli eftir þennan leik - eða þannig. Vonbrigði en... nú heldur maður bara með Spánverjum!

Lára Hanna Einarsdóttir, 21.6.2008 kl. 21:31

3 Smámynd: Árni Þór Sigurðsson

Vísa á færslu mína um þennan leik.  Er svo alveg ósammála um að Rússar hafi verið kjöldregnir af Spánverjum, úrslitin voru vissulega 4-1 og benda til þess, en Rússar voru frábærir í þeim leik, líkt og Spánverjar og úrslitin ekki að mínu viti í samræmi við gang þess leiks, en það er annað mál.

http://arnith.blog.is/blog/arnith/entry/573680/

Árni Þór Sigurðsson, 21.6.2008 kl. 21:37

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Vissulega rétt að Rússarnir spiluðu góða leikaðferð sem virkaði, þjálfarinn enda hollenskur og þekkir landa sína út og inn. En ef einvher af þessum rosaskotum þeirra í seinni hálfleik hefðu ratað á ramman væru úrslitin önnur. En svona er fótboltin.

Jamm , mín kæra Lára Hanna, með þitt fylgi hljóta Spánverjar að klára Ítalana.

Ágæti ÁRni Þór, auk þessara fjögra marka sóuðu Spánverjar fullt af færum, svo ég veit ekki alveg hvaða augum þú horfðir á þann leik, en þeir áttu jú tækifæri rússarnir í stöðunni 1-0 og 2-0, en nýttu ekki.

Með sama flæði og hraða í sínum leik eru Spánverjarnir langbesta sóknarliðið og ef allt verður nú eðlilegt og að óskum, vinna þeir heimsmeistarana á morgum og fara svo aftur létt með þína menn í undanúrslitunum.

Vinna svo líkast til þjóðverjana í úrslitaleiknum og þá verða allir hamingjusamir! (nema Þjóðverjarnir auðvitað, en þeir eru hvort sem er aldrei hamingjusamir greyin!)

Magnús Geir Guðmundsson, 21.6.2008 kl. 22:04

5 Smámynd: Gísli Torfi

munurinn er að eftir 2 leiki hjá rússum kom Asavenin eða hvað hann heitir aftur inní liðið og þarf eitthvað að ræða þann kappa frekar. " algjör yfirburðarmaður"

ég hélt með Hollandi eins og venjulega en einum fleiri áttu þeir ekki fræðilegan á móti Hiddink og félögum.   Rússarnir hefðu getað sett 7 mörk í leiknum á mjög góðum degi " slúttlega séð"  EVD Saar er stórbrotin markmaður.

VIVA Espania  

Gísli Torfi, 21.6.2008 kl. 22:35

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Mér finnst samt Ítalir líklegri til að vinna Spánverja en öfugt. Ítalir hafa margoft verið á hælunum í sínum riðli á EM og HM, en samt farið alla leið. Í leikjum útsláttarkeppninnar vegur reynsla og baráttugleði oft þyngra en hæfileikar. En spyrjum að leikslokum.

Ekkert lið í undanúrslitum á þessu EM er þar óverðskuldað. Tyrkirnir vegna baráttugleði sinnar og Rússarnir voru mun betri í leiknum í kvöld. Þjóðverjar gera það sem þarf að venju.

Ég vona samt að Þjóðverjar fari í úrslitaleikinn, því ef Tyrkirnir komast þangað verða þeir með hálft liðið í banni og úrslitaleikurinn bera keim af því.

Þýskaland - Ítalía, eða Þýskaland - Rússland eru héðan af áhugaverðustu leikirnir. Sem margfaldur Spánarfari vona ég samt að Spánverjar komist í úrslitaleikinn.

Theódór Norðkvist, 21.6.2008 kl. 22:35

7 Smámynd: Himmalingur

Það er alveg á hreinu að þú meistari góður færð aldrei að gera lottó seðil fyrir mig!

Himmalingur, 21.6.2008 kl. 23:24

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Fótboltans vegna væri nú gaman ef Spánverjarnir fari alla leið, það ætti öllum að vera ljóst. Mikið rétt Theodór, við spyrjum að leikslokum og eins og ég hef minnt oft á, er sanngirni ekki til í fótbolta og til að sigra þurfi já oftar en ekki flest annað en endilega hæfileika!

Grikkir sönnuðu það vel síðast, en sömuleiðis sýndu þeir mjög vel fram á að, þetta er LIÐSÍÞR'OTT!

En rússar eiga já hrós skilið fyrir frækna frammistöðu og það hefði mátt halda þarna í framlengingunni, að þeir væru einum fleiri en ekki öfugt.

Magnús Geir Guðmundsson, 21.6.2008 kl. 23:25

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

hehe Hilmar minn, spila heldur aldrei í Lottóinu,er líklega ekki nógu fégráðugur eða bara vegna þess að ég á nóg af peningum!?

En þetta le´tta gaman mitt að spá í leikina, fór reyndar vel að stað, en nú í 8 liða úrslitunum er ég slakur, engin réttur!

En svo skal verða á morgun!

Magnús Geir Guðmundsson, 21.6.2008 kl. 23:30

10 Smámynd: Theódór Norðkvist

Van Basten segir að líklega hafi sínir menn farið á taugum! Þeim er vorkunn, því hollenska liðið er mjög ungt að árum, flestir leikmenn á aldrinum 22-26 ára.

Ummæli Bastens má lesa hér

Theódór Norðkvist, 21.6.2008 kl. 23:48

11 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Takk Theodór.

En um unggæði hollenska liðsins má nú deila, þeir Kooman, Rikjhard og Gullit auk VAn Basten m.a. voru allir á þessu sama reki 1988, er þeir unnu einmitt forvera Rússa, Sovétríkin, í úrslitaleik, þar sem Basten sjálfur skoraði þetta furðulega mark og stórglæsilega með skoti frá endamörkum og er öllum eftirminnilegt sem sáu. Þeir voru flestir eða allir 23 eða 24 ára.

En kenningin gæti auðvitað verið rétt, hvað sem aldreinum líður, en rússneska liðið er nú hvorki eldra hygg ég né hað þá reynslumeira.

Magnús Geir Guðmundsson, 22.6.2008 kl. 01:03

12 Smámynd: Theódór Norðkvist

Rússneska liðið er líka mjög ungt að árum, svo ekki er það eina skýringin. Aðrar skýringar gætu verið rangar ákvarðanir Bastens sjálfs, t.d. að taka ekki Boularouz út úr liðinu, en hann var að missa dóttur sína, sem var fyrirburi. Slíkt áfall tekur á taugarnar.

Eins að láta ekki Arjen Robben vera í liðinu, sem hefur verið þeirra besti maður. Var Van Basten of sigurviss? 

Theódór Norðkvist, 22.6.2008 kl. 01:16

13 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Robben ku hafa verið meiddur, en kannski hafa leikmennirnir sjálfir frekar en þjálfarinn, fyllst ofmetnaði og þar með vanmetið ósjálfrátt andstæðingana. Slíkt víst mjög þekkt viðfangsefni í íþróttasálfræðinni.

Magnús Geir Guðmundsson, 22.6.2008 kl. 02:33

14 identicon

Eg benti a herna einhvers stadar ad Hollendingar hefdu ekki unnid neitt enntha og ad their myndu sennilega detta ut i K.O.-leikjunum...eins og venjulega. Sem og gerdist

Eirikur (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 10:05

15 identicon

Blessaður vertu, hver helduru að taki mark á ruglinu í þér, litaður af einhverju Liverpool bulli. Kát dettur út og þá ert bara með Torres og Alonso í bakhöndinni, hættu þessu kjaftæði og sættu þig við það að Rússarnir eru að spila brilliant bolta og jú 4-1 ap gegn Spáni sýndi ekki rétta mynd af leiknum.

Addi E (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 11:19

16 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Rétt Eiríkur, Hollendingar höfðu ekki unnið neitt er að leiknum kom í gær, nema alla leikina sína þrjá í riðlakeppninni. Þeir komu öllum á óvart með því, meira að segja sjálfum sér!Þér og litla kjaftgleiða gumanum hérna þakka ég innlitið.

Magnús Geir Guðmundsson, 22.6.2008 kl. 13:40

17 Smámynd: Guðmundur Björn

Það að Hollendingar fóru á taugum er algjört húmbúkk!!  Á EM-síðu þeirra segir að sterkt hugarfar og einbeiting er lykill velgengni þeirra.  Síðan verður þetta bara að einni taugahrúgu þegar á móti blæs.  Stórkostlegt lið.  Vil benda á það, að Rússarnir eru ekkert reynslumeiri en Hollendingarnir þannig að allt það væl er bara bull og þvaður.  Hver er meðalaldur Rússana? Sá elsti er 32ja ára, fyrirliðinn Semak og sá yngsti fæddur 1985.  Hann kom nú inn á sem varamaður í gær. 

Vil taka það fram að Hollendingar eru með marga unga leikmenn sem leika í erfiðustu deild heims og hafa mikla reynslu að spila erfiða leiki og undir pressu.  Edwin van der Saar, Bronckhorst, Van Nistelhross, Melchiot....eru þessir menn að spila á EM í fyrsta skiptið?

Hollendingar skitu bara vel á sig aftur í þetta skiptið og bólan sprakk hátt og glæsilega í gær.

Guðmundur Björn, 22.6.2008 kl. 14:20

18 Smámynd: Theódór Norðkvist

Bæði Holland og Rússland eru ung lið að upplagi og óreynd. Þessir menn sem þú nefnir eru ekki burðarásinn í liðinu, nema E. v. d. Saar og van Nistelhross (sem þú kallar svo, líklega vegna þess að tennurnar í honum eru númeri of stórar?) Van Bronchorst er þokkalegur leikmaður, enginn yfirburðamaður og Melchiot hefur varla komið inn á í þessu móti.

Þar komum við hinsvegar inn á valið á leikmönnum hjá van Basten, t.d. hvers vegna var mönnum eins og Zenden, Seedorf og Davids kastað út úr liðinu? Vantar bara ekki fleiri reynslubolta til að styrkja við ungu og spræku leikmennina með reynslu sinni og leiðsögn?

Arsene Wenger sagði í viðtali eitt sinn að til að ná langt í alþjóðaknattspyrnu þarf landslið að hafa gott lið og einn leiðtoga, sem getur farið á undan sínum mönnum og blásið þeim baráttuanda í brjóst þegar á móti blæs, jafnvel snúið leikjunum við með einstaklingsframtaki sínu. Zidane var slíkur leikmaður.

Theódór Norðkvist, 22.6.2008 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 218050

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband